Hafnarstræti frá Bauta og suður að Drottningarbraut - Falleg vistgata með gróðri og torgum

Hér má sjá hugmyndir sem settar hafa verið fram í hönnunarferlinu varðandi breytingar á Hafnarstræti…
Hér má sjá hugmyndir sem settar hafa verið fram í hönnunarferlinu varðandi breytingar á Hafnarstræti, á kaflanum frá Bautanum og suður að Drottningarbraut.

Unnið er að endurnýjun Hafnarstrætis á Akureyri á svæði frá Bautanum og suður að Drottningarbraut. Við endurhönnun er miðað hefur við að óvarðir vegfarendur eru settir í forgang og gatan gerð að vistgötu.

Skáld Hótel, nýtt Hilton hótel á Akureyri verður opnað 1. maí næstkomandi að því er fram kemur í minnisblaði um endurnýjun götunnar og er kapp lagt á að frágangur fyrir framan hótelið verði tilbúinn á þeim tíma.

Núverandi útlit  götunnar

Mikil áhersla er lögð í að gatan verði falleg með gróðri, húsgögnum ásamt því að torg verður sett norðan við Skáld hótel. Einnig verður nokkurs konar torg fyrir neðan Sigurhæðir. Fram kemur í minnisblaði að á næstu vikum verði gengið frá pöntun á hellum og götugögnum.

Breyta þarf deiliskipulagi svæðisins í kjölfar breytinga á götunni og hefur skipulagsráð tekið jákvætt í að erindi þar um. . Er breytingin gerð til að koma til móts við fyrirhugaða fjölgun ferðamanna á svæðinu í tengslum við umfangsmikla uppbyggingu hótelrýma í Hafnarstræti auk þess sem að í aðalskipulagi er gert ráð fyrir stofnstíg gangandi og hjólandi.

Óhætt er að fullyrða að um ,,byltingu" sé að ræða á götumyndinni

Nýjast