Enn ekki brugðist við kröfum um tiltekt

Mynd HNE
Mynd HNE

Ekki hefur verið brugðist við kröfu um tiltekt á lóðinni Setbergi á Svalbarðsströnd og dagsektir eru því áfram lagðar á í samræmi við ákvörðun stjórnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá því í október árið 2024.

Innheimtuaðgerðir halda áfram og fyrirtaka aðfarar hefur verið bókuð. Heilbrigðisnefnd ítrekar enn og aftur kröfu um tafarlausa tiltekt á lóðinni og að lögð verði áhersla á að hreinsa þann hluta svæðisins sem blasir við frá þjóðvegi og að öll spilliefni verði fjarlægð af svæðinu.

Dagsektir verða lagðar á og innheimtuaðgerðum haldið áfram þar til úr verður bætt.

Nýjast