Varaflstöðvar fyrir 32 milljónir króna

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Húsavík
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Húsavík

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að úthluta heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni samtals 77 milljónum króna til endurnýjunar á tækjabúnaði.

Af þeim 77 milljónum króna sem nú er úthlutað renna 32 milljónir króna til kaupa á varaflsstöðvum sem eru mikilvæg forsenda fyrir órofinni og öruggri heilbrigðisþjónustu ef rafmagn bregst, t.d. í óveðrum eða af öðrum ástæðum.

Alma Möller heilbrigðismálaráðherra

Brýn þörf fyrir úrbætur hvað þetta varðar kom glöggt í ljós þegar fárviðri gekk yfir landið í desember 2019 og olli víða erfiðleikum á heilbrigðisstofnunum þar sem varaafl var ótryggt eða ekki fyrir hendi. Heilbrigðisstofnun Norðurlands fær fjármagn til kaupa á varaaflsstöðvum við starfsstöðvar á Húsavík, Sauðárkróki, Blönduósi og Siglufirði.

Nýjast