
Þriðjudagsfyrirlestur: Kateryna Ilchenko
Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17-17.40 heldur úkraínska listakonan Kateryna Ilchenko Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni The Executed Renaissance of Ukraine.
Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17-17.40 heldur úkraínska listakonan Kateryna Ilchenko Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni The Executed Renaissance of Ukraine.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hefur falið sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs, í samráði við bæjarlögmann, að gera drög að tilraunaverkefni um þjónustusamning við Kisukot, tímabundið til eins árs og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Kaktus er listhópur sem rekur sitt eigið listarými í Listagilinu á Akureyri. Markmið hópsins er að bjóða upp á fjölbreytta menningarstarfsemi úr ýmsum listgreinum og styðja við grasrót menningar á Akureyri. Frá apríl 2015 hefur Kaktus staðið að yfir 500 listviðburðum. Listamenn víðsvegar að af landinu, sem og erlendis frá, hafa haldið sýningar, tónleika og staðið fyrir fjölbreyttri listsköpun undir merkjum Kaktuss og fjölmargir ungir listamenn stigið þar sín fyrstu spor.
Kvenfélagið Hlín í Grýtubakkahreppi hefur afhent leikskólanum Krummafæti og Kontornum hjálparbúnaðinni LiveVac, en um er að ræða sérhannað lækningatæki til að að losa aðskotahluti úr öndunarvegi hjá bæði fullorðnum og börnum.
Hafnasamlag Norðurlands hefur keypt 14 smáhýsi og hyggst setja þau upp á rútustæði við Oddeyrartanga. Byggingafulltrúi Akureyrarbæjar hefur veitt stöðuleyfi fyrir smáhýsin á tímabilinu frá 1. maí - 30. september 2025.
GRÓ Sjávarútvegsskólinn sem Háskólinn á Akureyri er þátttakandi í, hefur hlotið lof í nýju mati alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins GOPA. Skólinn, sem starfar undir merkjum UNESCO, hefur útskrifað um 500 sérfræðinga úr sex mánaða námi í fiskistjórnun, auk þess sem 1.700 sérfræðingar hafa sótt styttri námskeið við skólann. Í matsskýrslunni er sérstaklega horft til framlags skólans til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni, einkum markmiðs 14 um líf í vatni.
Í síðustu viku 13. febrúar birtist yfirlýsing frá Akureyrarbæ á, heimasíðu bæjarins, þar sem Akureyrarbær firrir sig allri ábyrgð á kjarasamningum og kjarasamningsviðræðum við kennara.
S.l. fimmtudag fór fram vel heppnað Fyrirtækjaþing Akureyrar í Menningarhúsinu Hofi, þar sem stjórnendur á fimmta tugs fyrirtækja og stofnana komu saman til að ræða framtíð atvinnulífsins á svæðinu.
Sjúkraþjálfun Akureyrar fagnar í ár 10 ára afmæli sínu, var stofnuð árið 2015 af þeim Eydísi Valgarðsdóttur, Þóru Guðnýju Baldursdóttur, Guðmundi Daða Kristjánssyni og Tinnu Stefánsdóttur. Stofan var þá staðsett að Tryggvabraut 22 og samnýtti að hluta til aðstöðu með Heilsuþjálfun Davíðs Kristinssonar sem einnig aðstoðaði við stofnun stofunnar. Þann 1.júlí á liðnu ári fékk Sjúkraþjálfun Akureyrar afhenta glænýja og glæsilega aðstöðu í kjallara Sunnuhlíðar í Glerárhverfi á Akureyri, þar sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands er einnig til húsa. Húsnæðið sem er í eigu Heima (áður Reginn fasteignafélag) var teiknað af Fanneyju Hauksdóttur arkitekt með þarfir starfseminnar í huga og þar er nú rekin öflug sjúkraþjálfunarstöð.
Flugvél á vegum svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki lenti á Akureyrarflugvelli um liðna helgi,en hún kom í beinu flugi frá Zurich í Sviss. Flogið verður vikulega á sunnudögum næstu sex vikurnar. Þetta er annað árið í röð sem boðið er upp á vetrarferðir til Akureyrar frá þessari stærstu borg Sviss.
Sleðahundaklúbbur Íslands kynnir starfsemina á Húsavík á sunnudag
Sveitarstjórn Þingeyjarsýslu samþykkti samhljóða á 55. fundi sínum ályktun um stöðu mála á Reykjavíkurflugvelli.
Byggingaverktakar í Móahverfi hafa farið fram á að Akureyrarbær og Norðurorka veiti framlag til þeirra verktaka sem eru að byggja í Móahverfi á Akureyri til að koma til móts við aukakostnað sem á þá hefur fallið, m.a. vegna þess að rafmagn er ekki komið á verkstaði í hverfinu og veitur heldur ekki tilbúnar. Þetta hafi valdið ómældum kostnaði fyrir þá verktaka sem eru að byggja á svæðinu.
„Verkefnið er fyrst og fremst vitundavakning um geðheilbrigði og geðrækt, sem og fjáröflun,“ segir Sonja Rún Sigríðardóttir verkefnastjóri Unghuga og kynningamála hjá Grófinni geðrækt, en nú um komandi helgi verður hópur þátttakenda úr Grófinni á Glerártorgi og kynna Lausu skrúfuna.
Leikskólinn Krílabær hefur sett upp litríka og skemmtilega listsýningu í Þingey, stjórnsýsluhúsi Þingeyjarsveitar, í tilefni af degi leikskólans þann 6. febrúar.
Það er erfitt að finna réttu orðin þegar maður kveður einstakan dreng eins og Brynjar mág minn. Sannkallaður lífskúnstner sem elskaði rautt og góða steik. Hann var líka stærðfræðiséní, og átti létt með að leysa flóknustu þrautir. Hann var húmoristi af guðs náð, með glettið bros og hnyttin tilsvör sem létu alla í kringum hann hlæja.
Leikdeild Eflingar frumsýnir rokksöngleikinn Ólafíu eftir Hörð Þór Benónýsson með tónlist eftir Jaan Alavere, næstkomandi laugardag, 15. Febrúar. Sýningin hefst kl. 16.Leikstjóri er Hildur Kristín Thorstensen og tónlistarstjórn er í höndum Mariku Alavere.
Norlandair hyggst ekki halda áfram áætlunarflugi til Húsavíkur eftir að samningstíma milli félagsins og ríkisins um flug til Húsavíkur lýkur þann 15. mars næstkomandi.
„Við höfum fengið fyrirspurnir um bílastæði fyrir leigubíla í bænum,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi á Akureyri
Byggðarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag eftirfarandi bókun í ljósi stöðu þeirrar. sem uppi er vegna lokana á flugbrautum á Reykjavikurflugvelli.
Hvað er fæðuöryggi (Food security)? Stutta skilgreiningin er ,,Aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum." Sú skilgreining sem mest er notuð í dag og samþykkt árið 1996 á leiðtogafundi um fæðuöryggi í heiminum segir: ,,Fæðuöryggi er til staðar þegar allt fólk hefur ávallt raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringaríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar með frjálsu fæðuvali, til að geta lifað virku og heilsusamlegu lífi.”
Frá stofnun hefur íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics verið í góðu samstarfi við Háskólann á Akureyri (HA) og er starfseining fyrirtækisins á Akureyri staðsett á háskólasvæðinu. Samstarfið felst meðal annars í því að ATx hefur aðgang að rannsóknaraðstöðu skólans og sú nálægð hefur leitt til fjölmargra rannsókna og verkefna. Stúdentar HA hafa átt þess kost að vinna með ATx í rannsóknarverkefnum og í kjölfarið fengið störf hjá fyrirtækinu. Þá hafa HA og ATx einnig sameinast um að kynna rannsóknir sínar á Vísindavöku, sem hefur gengið gríðarlega vel. Samstarfsyfirlýsing liggur fyrir milli HA og ATx til ársins 2026, sem undirstrikar mikilvægi samstarfsins og framtíðaráforma fyrirtækisins á Akureyri.
Skálabrún (100% dótturfélag KEA) og Húsheild Hyrna hafa keypt fasteignir og lóð við Viðjulund 1 á Akureyri. Á þeirri lóð hefur verið samþykkt nýtt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir rúmlega 6.000 fm byggingarmagni og stefnt er að því að þar verði 40-50 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verða 5 og 6 hæða.
Heildarálagning fasteignagjalda ársins á Akureyri fyrir árið 2025 er 6.444 milljónir króna, þar af er fasteignaskattur 3.817 milljónir, lóðarleiga er 840 milljónir, vatnsgjald 479 milljónir króna, fráveitugjald 768 milljónir og sorphirðugjald 540 milljónir króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Akureyrarbæjar.
Skrifað hefur verið undir samning milli Akureyrarbæjar og Rauða Krossins við Eyjafjörð um söfnun textíls í bæjarlandinu. Nú er skylt lögum samkvæmt að halda úti sérstakri söfnun á textíl.
112 dagurinn er haldinn 11 febrúar ár hvert og má segja að það hafi ekki farið framhjá bæjarbúum i gær.
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er 11. febrúar. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og til þess að undirstrika það hefur árið 2025 verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi.