Beint frá býli dagurinn verður á Völlum
Beint frá býli dagurinn verður haldinn næstkomandi sunnudag, 24. ágúst. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til dagsins, en viðburðurinn hefur á skömmum tíma fest sig í sessi sem fjölskylduvænn hátíðisdagur í íslenskri sveit. Markmiðið er að vekja athygli á hugmyndafræði beint frá býli, efla tengsl milli framleiðenda og neytenda og hvetja fleiri til að hasla sér völl á sviði smáframleiðslu matvæla.