Upp Kirkjutröppurnar á jólatónleika Hymnodiu
Kirkjutröppurnar á Akureyri verða opnaðar formlega á ný sunnudaginn 22. desember kl. 16. Þá opnar Akureyrarkirkja dyr sínar til að samfagna endurbótunum á þessum mikilvæga hluta af ásýnd Akureyrar. Klukkan níu um kvöldið verða svo jólatónleikar Hymnodiu sem hafa verið fastur liður um árabil í Akureyrarkirkju daginn fyrir Þorláksmessu.