Vonarbrú - Markvissari fjársöfnun til sveltandi fólks á Gaza
„Það bætast nýir félagar við daglega og fyrir það erum við afskaplega þakklát. Ætli við séum ekki orðin um 70 talsins og fer fjölgandi. Við þiggjum að sjálfsögðu frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og félaga með miklum þökkum, þau eru forsenda þess að við getum hjálpað áfram,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur með sérmenntun í líknarhjúkrun, en hún hafði forgöngu um stofnun almannaheillafélagsins Vonarbrúar svo hægt væri að fara í markvissa fjársöfnun til frekari aðstoðar á Gaza svæðinu.