Tveir Íslandsmeistarar í VMA
Nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri stóðu sig frábærlega á Íslandsmóti í iðn- og verkgreinum sem haldið var í Laugardagshöll um liðna helgi. Alls tóku átta nemendur þátt í Íslandsmótinu. Tveir Íslandsmeistaratitlar voru í húsi eftir mótið, annars vegar í rafvirkjun og hins vegar í rafeindavirkjun.