Norðurland eystra er eitt helsta vaxtarsvæði Íslands
Íbúar og gestir Norðurlands eystra geta sannarlega verið sátt við sumarið sem nú er að líða. Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og hafa eflaust mörg þurft að beita sig hörðu til að fara úr blíðunni og inn á skrifstofuna eftir gott sumarfrí.