Aðalgeir Heiðar Karlsson - Minningarorð
Aðalgeir Heiðar Karlsson fæddist 1.október 1948 á Húsavík. Hann var sonur útgerðarhjónanna Heru Sigurgeirsdóttur f. 22. maí 1916, d. 8. ágúst 1999 og Karls Óskars Aðalsteinssonar, f. 8. maí 1912, d. 24. jan. 1982. Aðalgeir var yngstur fimm systkina sem eru í aldursröð: Sigurbjörg Guðrún, f. 6. feb. 1935, d. 26. maí 2019, Sigrún Ólöf f. 22. jan. 1937, Aðalsteinn Pétur f. 27. okt. 1943, d. 15. júlí 2008 og Óskar Eydal f. 27. nóv. 1944, d. 14. apríl 2017. Karl Óskar Geirsson f. 28. nóv. 1955, sonur Sigrúnar, ólst einnig upp í Höfða og var alltaf eins og einn af systkinunum.
Alli var af mikilli sjómannaætt en var mjög lítið á sjó en vann landvinnu. Hann var snöggur til að ráða sig til vinnu þegar Norðurverk hóf störf við gerð Laxárvirkjunar 3 og vann þar fram að verklokum sem bílstjóri á borbíl og sem sprengju sérfræðingur. Við Laxárvirkjun kynnist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðnýju Heiðveigu Gestsdóttur, f. 13.júní 1952. Guðný er fædd og uppalin í Múla í Aðaldal, foreldrar hennar voru Heiðveig Sörensdóttir, f. 6.maí 1914, d. 2.mars 2002 og Gestur Kristjánsson, f. 10.nóvember 1906, d. 9.ágúst 1990. Strax vorið eftir þau kynni flutti Aðalgeir í Múla, fór að taka þátt í búskapnum af fullum krafti ásamt því að sinna vinnu við Laxárvirkjun. Aðalgeir og Guðný opinberuðu um páskana 1971 og giftu sig 2. apríl 1972. Þau hófu félagsbúskap ásamt foreldrum Guðnýjar og keyptu síðar af þeim eignir þeirra í Múla eftir að þau hættu búskap árið 1986 og fluttu til Húsavíkur. Aðalgeir og Guðný bjuggu alla tíð í Múla meðan heilsan leyfði. Þau seldu jörðina í sumarið 2021 og fluttu til Akureyrar.
Alli og Guðný í Múla voru með fjölmörg börn í sumardvöl í sveit og eins voru þau með fósturbörn bæði til skemmri og lengri tíma. Þrjú af þeim börnum fengu varanlegt aðsetur hjá þeim hjónum í Múla og má svo sannarlega segja að þau hafi dottið í lukkupottinn, Ólafur Svanur Ingimundarson, f. 3.ágúst 1965, Einar Jóhann Sigurðsson, f. 6. ágúst 1983 og Aðalheiður Ágústa Jónsdóttir, f. 2. október 1987. Ólafur Svanur er kvæntur Emmu Gísladóttur, f. 17.maí 1967 og eiga þau tvo syni Gísla Ólaf og Jón Aðalgeir og 6 barnabörn. Einar Jóhann er kvæntur Þórhildi Einarsdóttur, f. 31. ágúst 1983, og eiga þau tvö börn saman Kristján Guðna og Heiðveigu Halldóru. Einar á einnig dóttur úr fyrra sambandi, Lilju Dögg, f. 3.mars 2005. Aðalheiður er gift Sigmundi Birgi Skúlasyni, f. 19.maí 1982 og eiga þau þrjú börn Heiðar Inga, Fannar Atla og Margréti Guðnýju.
Aðalgeir lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 12.júlí s.l. og útför hans fór fram miðvikudaginn 24.júlí kl 14:00 frá Grenjaðarstaðarkirkju í Aðaldal.
Elsku afi okkar, við vitum ekki hvernig okkur á að líða, þetta er allt svo skrýtið.