Fréttir

Bíladagar Bílaklúbbs Akureyrar hefjast í dag

Hinir árlegu Bíladagar  Bílaklúbbs Akureyrar hefjast í dag og er óhætt að segja að boðið verði upp á fjölbreytta dagskrá.  Um þessar mundir eru  50 ár liðinn frá stofnun  Bílaklúbbs Akureyrar  og má segja að afmælisbarnið sé i fínu formi.  Keppnisaðstaðan er eins og best verður á kosið og  starfið er gott.

Lesa meira

Akureyri - Óhjákvæmilegar breytingar á sorpílátum fyrir sérbýli

Dreifing á ílátum vegna nýja sorphirðukerfisins, sem átti að hefjast í lok maí, hefur tafist af óviðráðanlegum orsökum.

Lesa meira

Svæðinu við Dettifoss lokað vegna hættulegra aðstæðna

Þær aðstæður, sem skapast hafa við Dettifoss síðustu daga, eru orðnar mjög varasamar

Lesa meira

Sæskrímsli sýndu listir sýnar við Húsavíkurhöfn

Mikill mannfjöldi safnaðist saman á hafnarsvæðinu á Húsavík í gær til að berja augum ótrúlegar kynjaverur sem stigið höfðu í land úr hafinu

Lesa meira

Blóðskilunardeild SAk fær góða gjöf

Gjöfin er til minningar um Svölu Tómasdóttur

Lesa meira

Sjá mikil tækifæri í glatvarma á Bakka

Verkefnið Glatvarmi í Grænum iðngarði á Bakka er samstarfsverkefni Eims, PCC BakkiSilicon og Orkuveitu Húsavíkur. Markmið verkefnisins var að svara því hvort hagkvæmt sé að nýta glatvarma frá verksmiðju PCC BakkiSilicon á Bakka við Húsavík, ýmist í aðra iðnaðarstarfsemi eða fyrir hitaveitu á svæðinu.

Lesa meira

Enskir togarajaxlar vingast við Akureyska kollega gegnum Facebook

Óhætt er að segja að átak áhugafólks um byggingu líkans af Harðbak EA 3 eins af síðutogurum ÚA hefur vakið mikla athygli og þó enn vanti nokkuð uppá að safnast hafi fyrir byggingarkostnaði þá miðar áfram í rétta átt.  ,,Við siglum áfram í góðum byr‘‘ segir Sigfús og bætir við reikningsnúmeri söfnunarinnar sem er 0511-14- 067136 kt. 290963-5169

Lesa meira

Ný plata frá hljómsveitinni 7 9 13

Hljómsveitin  7 9 13 var að gefa út plötu um nýliðin mánaðarmót. Þau eru alls 6 í bandinu og hafa öll utan eitt stundað nám í Tónlistarskólanum á Akureyri.

Lesa meira

easyJet tilkynnir um sölu á flugi frá Manchester

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bjóða upp á flug frá bæði London Gatwick og Manchester til Akureyrar næsta vetur. Tilkynningin kemur í kjölfarið á góðum vetri hjá easyJet sem bauð í fyrsta sinn upp á flug frá London til Akureyrar.

Lesa meira

66 nýir rampar á Akureyri

Vinnuflokkur sem starfar við átakið Römpum upp Íslands hefur lokið við gerð 66 nýrra rampa á Akureyri undanfarnar vikur. Fleiri verkefni bíða og verður unnið við þau á næstu vikum hér og þar í bænum.

Lesa meira