Mömmur og möffins afhenda fæðingardeild SAk.tæplega 1,7 milljónir króna
Það var sannkölluð möffinsveisla um verslunarmannahelgina þegar Mömmur og möffins héldu upp á 15 ára afmæli sitt með glæsilegri söfnun. Alls söfnuðust 1.681.579 krónur sem renna óskertar til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri, en fulltrúar söfnunarinnar afhentu SAk styrkinn formlega í gær.