Grunnskólarnir að hefjast - 212 börn skráð í 1. bekk
Nú þegar haustið færist yfir fer skólastarf að hefjast að nýju í grunnskólum Akureyrarbæjar. Samkvæmt upplýsingum frá skóladeild bæjarins er gert ráð fyrir að um 2.500 nemendur sæki grunnskóla í vetur. Þar af eru 212 börn skráð í 1. bekk, og hefja þar með sína grunnskólagöngu.