Lagt til að heimgreiðslur verði festar í sessi
Alls fengu foreldrar 81 barns heimgreiðslur frá Akureyrarbæ árið 2024. Greiðslur námu tæplega 38,6 milljónum króna. Á tímabilinu janúar til maí á þessu ári hafa foreldrar 61 barns fengið heimgreiðslur að upphæð 15,5 milljónir króna.