Heilabrot – Nýsköpun fyrir betra samfélag
Heilabrot - vinnustofa í nýsköpun á sviði heilbrigðis- og velferðarmála á Norðurlandi - fór fram í síðustu viku í samvinnu Drift EA og Háskólans á Akureyri. Markmið verkefnisins var að skapa vettvang þar sem unnið er að þverfaglegum lausnum á áskorunum sem samfélagið á Norðurlandi stendur frammi fyrir í heilbrigðis- og velferðarmálum. Áskoranirnar komu frá breiðum hópi stofnana og fyrirtækja sem sýndu verkefninu mikinn áhuga. Þá var aðsókn lausnarmiðaðra þátttakenda einnig mikil og ekki vantaði útsjónarsemina.