
KA er Kjörísbikarmeistari í blaki karla og kvenna
Karla og kvennalið KA í blaki gerðu það svo sannarlega gott í dag þegar bæði lið komu sáu og sigruðu i bikarkeppni Blaksambands Íslands.
Karla og kvennalið KA í blaki gerðu það svo sannarlega gott í dag þegar bæði lið komu sáu og sigruðu i bikarkeppni Blaksambands Íslands.
„Staðan er mjög dapurleg og er þá vægt til orða tekið. Þetta er ellefta árið mitt í þessu og ég hef aldrei séð jafn slæma stöðu. Og fátt sem vekur upp bjartsýni á að hún lagist í bráð,“ segir Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum á Akureyri og nágrenni.
Elín Dröfn Þorvaldsdóttir er ein af fáum starfandi atferlisfræðingum á norðanverðu landinu. Hún flutti heim til Íslands frá Bandaríkjunum í lok síðastliðins sumars og hóf störf á Heilsu-og sálfræðiþjónustunni. Þar sinnir hún meðferð barna og ungmenna með hegðunarvanda, einhverfu eða námsvanda.
Kvennalið KA í blaki tryggði sér í kvöld rétt til þess að leika í úrslitum í Kjörísbikarkeppni BLí þegar liðið lagði Aftureldingu í þremur hrinum gegn einni. Leikurinn var mjög jafn og vel leikinn af báðum liðum,
Nýr íbúðakjarni að Hafnarstræti 16 verður vígður í dag. Þar munu sex einstaklingar búa, þar af fimm sem hefja nú sjálfstæða búsetu í fyrsta sinn.
Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um símabann í skólum í kjölfar þess að mennta- og barnamálaráðherra greindi frá fyrirhuguðu frumvarpi um að banna síma í skólum landsins. Hér eru 10 atriði inn í þá umræðu:
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar segir ástand göngugötunnar í miðbæ Akureyrar hafi verið kynnt fyrir ráðinu, en alls herjar endurbætur á götunni séu ekki inn á framkvæmdaáætlun. Ástand götunnar er bágborið.
Akureyrarbær hefur hafið vinnu við breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Breytingin nær til reitsins VÞ13, sem liggur á svæðinu milli Naustahverfis og Hagahverfis, og felur í sér að svæðið verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir íbúðum á hluta svæðisins. Heimilt verður að byggja fimm hæðir og bílgeymslu þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttri verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðum en búseta er heimil á efri hæðum.
Danny & the Veetos hafa markað djúp spor í færeyskt tónlistarlíf með indí-popp melódíum sínum, undir etv smá þjóðlagatónlistar- áhrifum og með einlægum flutningi
Menntaskólinn á Akureyri mun keppa um hljóðnemann eftirsótta í spurningakeppni framhaldsskólanna árið 2025. MA hafði betur gegn Fjölbrautaskólanum við Ármúla í kvöld, lokatölur 28-16. Úrslitaviðureignin fer fram fimmtudaginn 27. mars og mun okkar fólk mæta annað hvort Menntaskólanum í Reykjavík eða Menntaskólanum við Hamrahlíð. Skólarnir tveir mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni eftir viku.
Aðalstjórnir og stjórnir knattspyrnudeilda KA og Þór hafa komist að samkomulagi um framlengingu á samstarfssamningi sínum um sameiginlegt meistaraflokkslið kvenna í knattspyrnu, Þór/KA, til loka tímabilsins 2026. Samhliða þeim samningi er gerður samningur um samstarf félaganna um rekstur 2. og 3. flokks kvenna sem gildir í sama tíma.
„Fljótt á litið er þetta spennandi staðsetning og gæti hentað okkur vel,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Um fjórðungur félaga í Félagi verslunar og skrifstofufólks á Akureyri hefur miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni, eða 25,1% svarenda í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir félagið. Sagt var frá niðurstöðum könnunarinnar á aðalfundi félagsins nýverið en greint er frá fundinum á vefsíðu þess.
Um áramótin sameinaðist Stofnun Vilhjálms Stefánssonar (SVS), Háskólanum á Akureyri. Breytingin öðlaðist gildi 1. janúar 2025 en fyrir sameiningu hafði stofnunin heyrt undir Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið frá því hún var stofnuð árið 1998. Sameiningin er liður i að efla enn frekar áherslu HA og háskólasamfélagsins á norðurslóðarannsóknir.
Úti er ævintýri er verkefni unnið fyrir miðstig (5, 6 og 7 bekk) í öllum skólum á Íslandi og í Noregi. Verkefnið er unnið í tveimur löndum á sama tíma í íslensku námi og norsku námi
Eins og vera ber í höfuðstað öskudagsins á Íslandi - Akureyri - var dagurinn tekinn með stæl í VMA. Nokkrir kennarar og nemendur mættu uppáklæddir í skólann í tilefni dagsins.
Krabbameinsfélag Íslands tileinkar körlum með krabbamein marsmánuð. Mottumars er árvekni- og fjáröflunarátak félagsins og í ár er sérstök áhersla lögð á tengingu lífsstíls og krabbameina.
Leikfélag Húsavíkur býður upp á frábæra skemmtun í Samkomuhúsinu
Húsavík og hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants hvalaferðir (GG Hvalaferðir) komst í heimsfréttirnar nýverið þegar Lonely Planet fjallaði um hvalaskoðun á Skjálfandaflóa á Rib bátum fyrirtækisins.
Það er ánægjulegt að sjá jákvæðar breytingar eiga sér stað í menntakerfinu okkar. Það er mikilvægt að sjá að þegar mál eru tekin af festu og af einlægum áhuga er hægt að ná fram raunverulegum breytingum.
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkti að húsgögn í veitingarými og á útisvæði Amtsbókasafnsins verði endurnýjuð. Þörf var orðin á að orðin á að endurnýja stóla og borð í veitingarými á á 1. hæð Amtsbókasafnsins á Akureyri sem og á útisvæði.
Sprengidagurinn í dag og um allt land er fólk að gæða sér á satlkjöti og baunum og virðist sem þessi þjóðlegi siður sé síður en svo á undanhaldi.
Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Orri Harðarson glímir um þessar mundir við illvígt og ólæknandi mein.
Háskóli Íslands mun í ár í fyrsta sinn bjóða upp á inntökupróf í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði bæði í Reykjavík og á Akureyri. Prófin fara fram dagana 5. og 6. júní nk.
„Við erum að eiga við uppsafnaðan vanda, þörfin er æpandi og verði ekki neitt að gert stefnir í algert ófremdarástand innan fárra ára,“ segja þeir Guðmundur Magnússon og Karl Erlendsson sem vinna að því að stofna félagið ÍBA +55, Íbúðarþróunarfélagi Akureyrar. Þeir vinna sameiginlega að verkefninu hjá Drift EA, frumkvöðlasetri í gamla Landsbankahúsinu. Verkefni þeirra var valið inn í Hlunninn sem þýðir að þeir fá margs konar aðstoð við verkefnið og vinnslu þess fram í byrjun sumars.
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki og deildarforseti Félagsvísindadeildar er vísindamanneskja febrúar.