Bygging þjónustuhúss á Torfunefsbryggju hafin
Húsheild Hyrna hefur hafið vinnu við byggingu þjónustuhús hafnarinnar á Torfunefsbryggju. Áætlað er að vinnu við húsið verði lokið á vordögum 2026. Þriðjudaginn 19. ágúst kl. 11.00 voru opnuð tilboð í byggingarétt lóðanna Torfunef 2 og 3 í samræmi við úthlutunar- og útboðsskilmála frá 19. maí s.l.