Fréttir

KA er Kjörísbikarmeistari í blaki karla og kvenna

Karla og kvennalið KA í blaki gerðu það svo sannarlega gott í dag þegar bæði lið komu sáu og sigruðu i bikarkeppni Blaksambands Íslands.

Lesa meira

Beiðnir til Matargjafa hafa margfaldast undanfarna mánuði

„Staðan er mjög dapurleg og er þá vægt til orða tekið. Þetta er ellefta árið mitt í þessu og ég hef aldrei séð jafn slæma stöðu. Og fátt sem vekur upp bjartsýni á að hún lagist í bráð,“ segir Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum á Akureyri og nágrenni.

Lesa meira

Krefjandi starf en líka gefandi og skemmtilegt

Elín Dröfn Þorvaldsdóttir er ein af fáum starfandi atferlisfræðingum á norðanverðu landinu. Hún flutti heim til Íslands frá Bandaríkjunum í lok síðastliðins sumars og hóf störf á Heilsu-og sálfræðiþjónustunni. Þar sinnir hún meðferð barna og ungmenna með hegðunarvanda, einhverfu eða námsvanda.

Lesa meira

Karla og kvennalið KA í blaki leika til úrslita í Kjörísbikarkeppni BLÍ

Kvennalið KA í blaki tryggði sér í kvöld rétt til þess að leika í úrslitum í Kjörísbikarkeppni BLí þegar liðið lagði Aftureldingu í þremur hrinum gegn einni. Leikurinn var mjög jafn og vel leikinn af báðum liðum,

 

Lesa meira

Nýr íbúðakjarni að Hafnarstræti 16 vígður í dag

Nýr íbúðakjarni að Hafnarstræti 16 verður vígður í dag. Þar munu sex einstaklingar búa, þar af fimm sem hefja nú sjálfstæða búsetu í fyrsta sinn.

 

Lesa meira

10 atriði varðandi símabann í skólum

Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um símabann í skólum í kjölfar þess að mennta- og barnamálaráðherra greindi frá fyrirhuguðu frumvarpi um að banna síma í skólum landsins. Hér eru 10 atriði inn í þá umræðu:

 

Lesa meira

Göngugatan á Akureyri - Metum hvað hægt er að gera á árinu

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar segir ástand göngugötunnar í miðbæ Akureyrar hafi verið kynnt fyrir ráðinu, en alls herjar endurbætur á götunni séu ekki inn á framkvæmdaáætlun. Ástand götunnar er bágborið.

 

Lesa meira

Fimm hæða byggingar með bílageymslu á svæðinu milli Naustahverfis og Hagahverfis

Akureyrarbær hefur hafið vinnu við breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Breytingin nær til reitsins VÞ13, sem liggur á svæðinu milli Naustahverfis og Hagahverfis, og felur í sér að svæðið verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir íbúðum á hluta svæðisins. Heimilt verður að byggja fimm hæðir og bílgeymslu þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttri verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðum en búseta er heimil á efri hæðum.

 

Lesa meira

Gestir frá Færeyjum spila á Græna hattinum í kvöld

Danny & the Veetos hafa markað djúp spor í færeyskt tónlistarlíf með indí-popp melódíum sínum, undir etv smá þjóðlagatónlistar- áhrifum og með einlægum flutningi

Lesa meira

MA í úrslit Gettu betur

Menntaskólinn á Akureyri mun keppa um hljóðnemann eftirsótta í spurningakeppni framhaldsskólanna árið 2025. MA hafði betur gegn Fjölbrautaskólanum við Ármúla í kvöld, lokatölur 28-16. Úrslitaviðureignin fer fram fimmtudaginn 27. mars og mun okkar fólk mæta annað hvort Menntaskólanum í Reykjavík eða Menntaskólanum við Hamrahlíð. Skólarnir tveir mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni eftir viku.

 

Lesa meira

Skólinn okkar, FSH

Elmar Ægir Eysteinsson skrifar

Lesa meira

KA og Þór framlengja samstarfssamning um Þór/KA til loka ársins 2026

Aðalstjórnir og stjórnir knattspyrnudeilda KA og Þór hafa komist að samkomulagi um framlengingu á samstarfssamningi sínum um sameiginlegt meistaraflokkslið kvenna í knattspyrnu, Þór/KA, til loka tímabilsins 2026. Samhliða þeim samningi er gerður samningur um samstarf félaganna um rekstur 2. og 3. flokks kvenna sem gildir í sama tíma.

Lesa meira

Tillaga um að koma heilsugæslu fyrir við Kjarnagötu - Spennandi staðsetning sem hentar vel -segir Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN

„Fljótt á litið er þetta spennandi staðsetning og gæti hentað okkur vel,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

 

Lesa meira

Félag verslunar og skrifstofufólks á Akureyri Fjórðungur hefur miklar áhyggjur af fjárhagsstöðunni

Um fjórðungur félaga í Félagi verslunar og skrifstofufólks á Akureyri hefur miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni, eða 25,1% svarenda í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir félagið. Sagt var frá niðurstöðum könnunarinnar á aðalfundi félagsins nýverið en greint er frá fundinum á vefsíðu þess.

Lesa meira

Stórtíðindi fyrir norðurslóðabæinn Akureyri

Um áramótin sameinaðist Stofnun Vilhjálms Stefánssonar (SVS), Háskólanum á Akureyri. Breytingin öðlaðist gildi 1. janúar 2025 en fyrir sameiningu hafði stofnunin heyrt undir Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið frá því hún var stofnuð árið 1998. Sameiningin er liður i að efla enn frekar áherslu HA og háskólasamfélagsins á norðurslóðarannsóknir.

Lesa meira

Úti er ævintýri / Ute er eventyr

Úti er ævintýri er verkefni unnið fyrir miðstig (5, 6 og 7 bekk) í öllum skólum á Íslandi og í Noregi. Verkefnið er unnið í tveimur löndum á sama tíma í íslensku námi og norsku námi

Lesa meira

Öskudagurinn tekinn með stæl í VMA

Eins og vera ber í höfuðstað öskudagsins á Íslandi - Akureyri - var dagurinn tekinn með stæl í VMA. Nokkrir kennarar og nemendur mættu uppáklæddir í skólann í tilefni dagsins.

 

Lesa meira

Mottumarssokkar fyrir alla karla hjá Samherja

Krabbameinsfélag Íslands tileinkar körlum með krabbamein marsmánuð. Mottumars er árvekni- og fjáröflunarátak félagsins og í ár er sérstök áhersla lögð á tengingu lífsstíls og krabbameina.

Lesa meira

Enginn svikinn af Sex í sveit

Leikfélag Húsavíkur býður upp á frábæra skemmtun í Samkomuhúsinu

Lesa meira

Skjálfandaflói eitt besta hvalaskoðunarsvæði Evrópu samkvæmt grein í Lonely Planet

Húsavík og hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants hvalaferðir (GG Hvalaferðir) komst í heimsfréttirnar nýverið þegar Lonely Planet fjallaði um hvalaskoðun á Skjálfandaflóa á Rib bátum fyrirtækisins.

 

Lesa meira

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Það er ánægjulegt að sjá jákvæðar breytingar eiga sér stað í menntakerfinu okkar. Það er mikilvægt að sjá að þegar mál eru tekin af festu og af einlægum áhuga er hægt að ná fram raunverulegum breytingum.

 

Lesa meira

Amtsbókasafnið á Akureyri Ný húsgögn inni og úti

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkti að húsgögn í veitingarými og á útisvæði Amtsbókasafnsins verði endurnýjuð. Þörf var orðin á að orðin á að endurnýja stóla og borð í veitingarými á á 1. hæð Amtsbókasafnsins á Akureyri sem og á útisvæði.

Lesa meira

Sprengidagurinn, saltkjöt og baunir er heila málið

Sprengidagurinn í dag  og um allt land  er fólk að gæða sér á satlkjöti  og baunum og virðist sem þessi þjóðlegi siður sé síður en svo á undanhaldi.

Lesa meira

Lífinu fagnað

Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Orri Harðarson glímir um þessar mundir við illvígt og ólæknandi mein.

Lesa meira

Inntökupróf Læknadeildar og Tannlæknadeildar HÍ nú einnig á Akureyri

Háskóli Íslands mun í ár í fyrsta sinn bjóða upp á inntökupróf í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði bæði í Reykjavík og á Akureyri. Prófin fara fram dagana 5. og 6. júní nk.

Lesa meira

Vantar sárlega íbúðir fyrir eldri borgara- Unnið að stofnun ÍBA+55

„Við erum að eiga við uppsafnaðan vanda, þörfin er æpandi og verði ekki neitt að gert stefnir í algert ófremdarástand innan fárra ára,“ segja þeir Guðmundur Magnússon og Karl Erlendsson sem vinna að því að stofna félagið ÍBA +55, Íbúðarþróunarfélagi Akureyrar. Þeir vinna sameiginlega að verkefninu hjá Drift EA, frumkvöðlasetri í gamla Landsbankahúsinu. Verkefni þeirra var valið inn í Hlunninn sem þýðir að þeir fá margs konar aðstoð við verkefnið og vinnslu þess fram í byrjun sumars.

Lesa meira

Körfuboltaspilandi og kórsyngjandi heimspekingur

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki og deildarforseti Félagsvísindadeildar er vísindamanneskja febrúar.

Lesa meira