Reykjahlíðarskóli lenti í 2.sæti í First Lego League

Silfurlið Reykjahlíðarskóla
Silfurlið Reykjahlíðarskóla

Nokkrir nemendur í 7.-10. bekk fóru til Reykjavíkur 8. nóvember síðastliðinn og sýndu frábæran árangur í First Lego League keppninni, þar sem þau náðu meðal annars 2. sæti í nýsköpunarhluta keppninnar. First Lego League er alþjóðleg Lego keppni sem nær til yfir 600.000 ungmenna í 110 löndum víða um heim. Keppnin er í raun þrískipt, en síðan 2005 hefur Háskóli Íslands haldið einn hlutann, First Lego League Challenge, sem er fyrir ungmenni á aldrinum 10-16 ára.

Liðin sem taka þátt eru samansett af 4-10 liðsmönnum og einum fullorðnum. Silfurlið Reykjahlíðarskóla kallast Jóhannes´s Minions, og kepptu þau í vélmennakappleik á stóra sviðinu þar sem þau voru búin að forrita og byggja þjark úr legokubbum til að leysa ákveðnar þrautir. Það var svo í nýsköpunarverkefninu sem þau náðu silfrinu, en verkefnið þeirra vakti mikla athygli.

Keppnin hefur nýtt þema á hverju ári, og í ár var það 'uppgröftur'. Jóhannes's Minions hönnuðu vélmenni sem getur greint lit og áferð jarðvegs, sem er bæði snjallt og hagnýtt. Dómarar voru mjög ánægðir með hugmyndina þeirra og höfðu áhyggjur af vinnu sinni í framtíðinni ef hugmyndin yrði að veruleika, segir í frétt á vef Reykjahlíðarskóla. Hugmyndina fengu krakkarnir eftir samtal við Ernu Jóhannesdóttur mannabeinafræðing í London og seinna samtal við Hildi Gestsdóttur fornleifafræðing á Hofstöðum í Mývatnssveit sem kom með góðar ábendingar um bætingar á vélmenninu

Heimasíða Þingeyjarsveitar sagði frá

Nýjast