Sýning ársins opnar í Sigurhæðum með nýjum verkum Margrétar Jónsdóttur
Laugardaginn 7. júní n.k. verður opnun á ferskri heildarsýningu í Menningarhúsi í Sigurhæðum ásamt mögnuðum og glæsilegum nýjum verkum Margrétar Jónsdóttur leirlistamanns, sem hún hefur unnið sérstaklega fyrir Sigurhæðir af einstakri natni síðastliðið ár. Þar gefur að líta 17 persónur tengdar sögu Sigurhæða auk nýrra veggverka.
Sýning Margrétar er hluti af 40 ára starfsafmæli hennar sem listamanns á Akureyri.