Stólaskipti og spennandi nýjungar hjá Stefnu
Björn Gíslason og Matthías Rögnvaldsson hafa skipt um stóla hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu ehf. Björn, sem hefur verið framkvæmdastjóri síðastliðin fimm ár, tekur við sem stjórnarformaður félagsins. Matthías verður á ný framkvæmdastjóri en hann gegndi því hlutverki um árabil. Hann er jafnframt einn stofnenda Stefnu.