
Sýndu kraft með prjóni Amtsbókasafnið á morgun laugardag
Í tilefni af vitundarvakningu Krafts verður boðið uppá pop-up prjónaviðburð í Amtbókasafninu á morgun laugardag milli kl 11 og 13.
Í tilefni af vitundarvakningu Krafts verður boðið uppá pop-up prjónaviðburð í Amtbókasafninu á morgun laugardag milli kl 11 og 13.
Fyrir áramót kom út bókin Generative Artificial Intelligence in Higher Education á vegum Libri Publishing Ltd. Bókin fjallar um skapandi gervigreind í háskólasamfélaginu. Bókinni er ætlað að styðja starfsfólk háskóla við innleiðingu gervigreindar á ýmsum sviðum. Töluverðar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu um notkun gervigreindar, ýmsar siðferðilegar áskoranir og heiðarleika í vinnu, námi, rannsóknum og kennslu. Með tilkomu nýrrar tækni er mikilvægt að skoða hvaða hlutverk og hvaða möguleika notkun gervigreindar getur fært okkur.
Veðrið sem hér hefur geisað s.l sólarhring er loks að slota og má fullyrða að flestir fagni því. Starfsfólk Norðurorku hefur haft í mörg horn að líta og ekki gefið neitt eftir.
Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi en að henni standa Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair, sendi frá sér mjög harða yfirlýsingu ný síðdegis vegna þeirrar stöðu sem við blasir á Reykjavíkurflugvelli með lokun ,,tveggja flugbrauta, 13 – 31, í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta. Þann 6. febrúar síðastliðinn var svo tilkynnt að innan 48 klukkustunda verði flugbrautunum lokað fyrir allri flugfumferð, burtséð frá birtuskilyrðum. Sú lokun mun því taka gildi laugardaginn 8.febrúar."
Nú er aftakaveður aftur skollið á og staðan orðin þung víða. Áskoranir dagsins eru af ýmsu tagi og snúa að öllum veitum fyrirtækisins. Neyðarstjórn var virkjuð og mönnuð í gærkvöldi og er það enn í dag og starfsfólk Norðurorku hefur síðan í gær unnið hörðum höndum að því að tryggja órofinn rekstur.
Ljóst er að veðrið mun setja svip sinn á dreifingu Vikublaðsins í dag. Blaðið er prentað í Reykjavík og þvi svo flogið hingað norður yfir heiðar. Eins og fólki er kunnugt liggur allt innanlandsflug niðri í rauðri viðvörun sem er í gildi langt fram eftir þessum degi.
Hymnodia flytur úrval verka eftir tónskáldið, organistann og kórstjórann, Þorvald Örn Davíðsson á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju, laugardaginn 8. febrúar kl. 12
Jæja þá eru ég og starfsfélagar mínir komin í verkfall! Í fyrsta sinn er ég í verkfalli sem leikskólakennari. Ég fór í verkfall sem grunnskólakennari og hef bæði verið nemandi í framhaldsskóla þegar framhaldsskólakennarar fóru í verkföll og foreldri grunnskólabarns í verkfalli. Og svo hef ég upplifað mörg önnur verkföll. Verkföll eru ekki skemmtileg, þau eru ekki frí! Verkföll eru öllum erfið og það eru alltaf þolendur í verkföllum. Enginn fer í verkfall ,, af því bara.”
Leik- og grunnskólar á Akureyri verða opnir í dag en kennsla fellur niður í Hlíðarskóla norðan bæjarins.
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri er haldin í febrúar ár hvert með bíósýningum á nokkrum vel völdum stöðum.
Jæja það hefur vonandi ekki farið framhjá fólki að rauð viðvörun í veðrinu tekur gildi um kl 17 í dag. Þegar þetta er skrifað rétt rúmlega kl. 16 er þvi ekki að neita að loksins heyrist i vindinum blása svo við skulum reikna með öllu, taka spána alvarlega.
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni verða að meðaltali um sex þúsund manns á Íslandi fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári. Þetta eru staðreyndir sem kalla á aðgerðir. Sjálfsvíg og andlát vegna óhappaeitrana eru viðkvæmir og sársaukafullir atburðir sem hafa djúpstæð áhrif á fjölskyldur, vini og samfélagið í heild.
Akureyri er blómlegur bær með fjölbreytt atvinnulíf. Til að tryggja áframhaldandi vöxt og framfarir er nauðsynlegt að sveitarfélagið og atvinnulífið eigi virkt samtal. Það hefur verið okkur bæjarfulltrúum Framsóknar á Akureyri keppikefli að finna þessu samtali fastmótaðan farveg. Nýboðað fyrirtækjaþing, sem verður haldið í Hofi 13. febrúar næstkomandi, er góð byrjun á þeirri vegferð. Skráningu lýkur núna 6. febrúar og ég vil hvetja alla stjórnendur fyrirtækja, af öllum stærðargráðum, til að taka þátt og skrá sig.
Þingeyjarsveit stendur nú fyrir könnun um húsnæðismál í sveitarfélaginu. Könnunin er hluti af markvissu starfi sveitarfélagsins við að greina stöðuna á húsnæðismarkaði og vinna að raunhæfum lausnum sem mæta þörfum íbúa.
Samgönguráðherrann Eyjólfur Ármannsson var alsæll á dögunum þegar hann tók fyrstu skóflustunguna vegna landfyllinga nýrrar Fossvogsbrúar. Fyrirhugað er að brúin rísi í nágrenni Reykjavíkurflugvallar, einni af lífæð samfélagsins.
Á heimasíðu SAk er í dag greint frá þvi að Dag og göngudeild sjúkrahúsins sé að safna fyrir kaupum á segulörvunartæki. Tækið hefur sýnt sig sem mjög gagnalegt meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem berjast við alvarlegt þunglyndi einkum þá sem ekki hafa svarað hefðbundinni lyfja- og samtalsmeðferð að fullu. Tækið kostar samkvæmt fyrirliggjandi tilboði rétt rúmlega 9 m.kr.
,,Þekkið þið ekki parið sem er búið að vera saman lengi lengi og ætlar alltaf að gifta sig en svo bara er aldrei rétti tíminn? Eða er það kannski bara staðan hjá þér?"
Toppurinn er að spila fyrir Íslands hönd. Þetta segir Aníta Ósk Sævarsdóttir, nemandi í VMA, sem spilaði með U-18 landsliði Íslands í íshokkí í Tyrklandi 16.-23. janúar sl. Aníta er annar tveggja markmanna liðsins.
Á árinu 2024 gáfu Hollvinir Sjúkrahúsinu á Akureyri tækjabúnað að andvirði tæplega 62 milljóna króna. Gjafirnar bæta starfsaðstöðu starfsfólks SAk og gerir þeim kleift að bæta þjónustu við sjúklinga.
Brynjar Elís Ákason.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
Sefur í djúpinu væra
Við hin sem lifum, lifum í trú
Að ljósið bjarta skæra
Veki þig með sól að morgni
Veki þig með sól að morgni
Drottinn minn faðir lífsins ljós
Lát náð þína skína svo blíða
Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós
Tak burt minn myrka kvíða
Þú vekur hann með sól að morgni
Þú vekur hann með sól að morgni
Faðir minn láttu lífsins sól
Lýsa upp sorgmætt hjarta
Hjá þér ég finn frið og skjól
Láttu svo ljósið þitt bjarta
Vekja hann með sól að morgni
Vekja hann með sól að morgni
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
Svala líknarhönd
Og slökk þú hjartans harmabál
Slít sundur dauðans bönd
Svo vaknar hann með sól að morgni
Svo vaknar hann með sól að morgni
Farðu í friði vinur minn kæri
Faðirinn mun þig geyma
Um aldur og ævi þú verður mér nær
Aldrei ég skal gleyma
Svo vöknum við með sól að morgni
Svo vöknum við með sól að morgni
Höf: Bubbi Morthens.
Kirkjukór Húsavíkur er einn af hornsteinum menningar í bænum
„Eftir samskipti mín við Universal og reynslu margra annarra tónlistarmanna sem ég þekki hef ég tekið þá ákvörðun að vera sjálfstæður. Fyrir mig er það einfaldara en fyrir marga aðra, því ég spila á öll hljóðfæri sjálfur, tek upp, útset og hljóðblanda allt sjálfur,» segir Birkir Blær Óðinsson 25 ára tónlistarmaður frá Akureyri og Eyjafjarðarsveit sem hefur sagt skilið við Universal útgáfufyrirtækið og hyggst freista gæfunnar á eigin vegum.
Kaffipressan hefur keypt rekstur handverkskaffibrennslu Kaffistofunnar en Kaffistofan hefur sérhæft sig í þróun og sölu á handverkskaffi á Íslandi allt frá stofnun fyrirtækisins í ársbyrjun 2022.
Grófin Geðrækt flutti í nýtt húsnæði í nóvember á liðnu ári eftir að upp kom mygla í húsnæðinu þar sem hún áður var. Einstaklingar voru farnir að finna fyrir miklum einkennum vegna mylgunnar og því bráðnauðsynlegt að koma starfseminni fyrir á nýjum stað hið fyrsta. Nýverið var opið hús á nýja staðnum sem er ekki ýkja langt frá þeim fyrri, en nú hefur Grófin Geðrækt komið sér vel fyrir við Hafnarstræti 97, á efstu hæð hússins og hægt að koma þar að hvort heldur sem er með lyftu frá göngugötunni eða fara um Gilsbakkaveg.
Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í gær var dagskrá ársins 2025, ný árbók og komandi starfsár kynnt. Einnig var formlega tilkynnt um útgáfu sérstakrar bókar um sýningaröðina Sköpun bernskunnar, þar sem skólabörn og starfandi listafólk leiða árlega saman hesta sína í Listasafninu. Árbók safnsins er nú öllum aðgengileg og gjaldfrjáls í anddyri safnsins auk valdra staða á Akureyri
Á stjórnarfundi Húsavíkurstofu fyrir skemmstu var farið yfir uppgjör á sölu á Húsavíkurgjafabréfunum sem hafa notið vinsælda í jólapökkum Húsavíkinga undanfarin ár en salan bréfanna hefur aukist á milli ára.