Norðurþing - Jólabærinn minn, viltu taka þátt?

Það verður sannkölluð jólastemming í Norðurþingi alla aðventuna! Fyrirtæki, íbúar og stofnanir eru hvött til standa fyrir viðburðum eða uppákomum til að koma íbúum, sem og gestum og gangandi, í jólaskapið.

Fyrstu helgina í aðventu mun Norðurþing standa fyrir tendrun jólatrjáa á þremur stöðum í sveitarfélaginu, en þeir viðburðir verða auglýstir nánar síðar.

Sömu helgi, 28. – 29. nóvember, mun Safnahúsið á Húsavík standa fyrir árlegum jólamarkaði og öðrum viðburðum. Þau sem hafa áhuga á að selja vörur eða þjónustu geta haft samband við dagny@husmus.is

Allar helgar aðventunnar verður aðventutorg á Öskjureitnum við Garðarshólma.
Hægt er að sækja um leigu á jólakofa og selja hverskonar varning, mat eða drykk.
Hafið samband við birgittabjarney@gmail.com fyrir frekari upplýsingar.

Ef þitt fyrirtæki eða stofnun hyggst taka þátt með einhverjum hætti, má endilega láta Ólöfu Rún, fjölmenningarfulltrúa Norðurþings, vita.
Netfang: olof@nordurthing.is

Það er heimasíða Norðurþings sem fyrst segir frá

Nýjast