Hér byrja jólin í október

Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga í óða önn að
höggva jólatré í snæv…
Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga í óða önn að höggva jólatré í snævi þöktum skóginum.

Þessa dagana er starfsfólk Skógræktarfélags Eyfirðinga í óða önn að höggva fyrstu jólatrén og segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri SE að mikill hugur sé meðal verslunareigenda og fyrirtækja að vera klár með trén áður en aðventa gengur í garð.

„Það verður æ algengara einstaklingar og húsfélög nýti sér einnig okkar þjónustu, að fá heim að dyrum fullskreytt jólatré með ljósum og helst í nóvember, þannig að þau standi við híbýlin og lýsu upp skemmdegið sem nú fer í hönd,“ segir Ingólfur.

Sala jólatrjáa mikilvæg

Herðbundin sala á jólatrjám hefst í byrjun desember í Kjarna en SE býður fólki einnig að höggva eigin heimilisjólatré í Laugalandsskógi á Þelamörk. „Sala jólatrjáa er afar mikilvæg fyrir Skógræktarfélagið og er undirstaða þess að við getum haldið úti þjónustu eins og að troða snjó fyrir gönguskíðafólk, búa til leiksvæði og öll önnur umsýsla með okkar skóglendur, í Kjarnaskógi og víðar,“ segir hann.

Heimafengið er hollt

Ingóflur segir drjúgan hluta þeirra jólatrjáa sem félagið selur fyrir hver jól koma úr eigin skógum, „en vð njótum einnig aðstoðar jólatrjáabænda á svæðinu til að anna vaxandi eftirspurn eftir jólatrjám og til að halda uppi gæðum trjánna sem í boði eru. Við bjóðum eingöngu upp á íslensk jólatré til að verjast plöntusjúkdómum og lágmarka kolefnisspor, engin eiturefni eru notuð við ræktun og svo er líka heimafengið bara svo hollt.“

„Pínu keppnis“

Ingólfur segir að meðal verslunareigenda á Akureyri sé „pínu keppnis“ um hver komi upp flottustu skreytingunni og hver ríði á vaðið og sé fyrstur að setja upp. „Þetta árið er það hann Jón í JMJ/Joes sem varð fyrstur til, hann var mættur til okkar í september til að undirbúa sig sem best. Hann ætlaði svo sannarlega ekki að missa af lestinni. Vissulega fær Jón fyrstu trén frá okkur en keppnin um best skeyttu verslunina er vart hafin enn. Við bíðum bara spennt.“

Nýjast