Þeir gera það ekki endasleppt togarajaxlar á öllum aldri frá Akureyri þegar kemur að rækta og viðhalda gömlum kynnum á milli landa.
Eisn og kunnugt er brugðu þeir sér sé í heimsókn til Grimsby og Hull í fyrravor, fyrirhugðuð og staðfest er ferð til Þýskalands í vetur og nýjasta er að 41 sem er fullfermi hefur bókað sig í ferð til Færeyja með Norrænu á sumri komanda. Það er sem fyrr Sigfús Ólafur Helgason sem er ,,skipstjórinn” vefurinn heyrði I Fúsa
Hvernig kom það til að þið ætlið að visitera frændfólk okkar í Færeyjum?
Þessi Færeyjarferð varð nú eiginlega bara til fyrir smá slysni en þannig var að það hefur staðið til hjá mér að þiggja boð og fara að heimsækja vini mína í Færeyjum sem voru í tengslum við Stelluverkefnið hér fyrir nokkru síðan. Ég átti bókað far með Norrænu í haust en vegna skyndilegs andláts vinar þá varð ég að fresta ferðinni, en þeir Færeyingar voru búnir að undirbúa komu mína og ætluðu í þakklætisskyni fyrir Stelluverkefnið halda mér kaffiboð.
Ég sagði þeim að ég myndi koma næsta sumar þ.e 2026 og hennti því svona meira í gamni að ég kæmi bara með líkanið af Stellunum með mér til að sýna Færeyingum og Klakksvíkingum sem áttu Stellurnar einu sinni.
Ég get sagt þér að þetta hlaut svo góðan hljómgrunn að það var eins og ég væri að tilkynna þeim sjálfstæði Færeyinga vinum mínum. Nú ég ákvað að ræða við minn kæra vin og hægri hönd í þessum togarverkefnu Davíð Hauksson hvort hann vildi ekki bara koma með mér og þá skaut Davíð því bara svona í loftið af hverju ekki að fara hópferð til Færeyja og þegar góðar hugmyndir fæðast er ég alltaf til.

Sigfús Ólafur Helgason
Hvenær leysið þið landsfestar á Seyðisfirði?
Eftir samningaviðræður við Norrænu þá var ákveðið að við förum 21 mai og verðum í heila viku í Færeyjum og við henntum þessu í loftið og það var ca einn sólarhring að fylla rútuna en við erum með 41 sæti og það eru 6 á biðlista.
Eru komin drög að dagskrá?
Vinir okkar í Færeyjum eru komnir á fullt að undirbúa komu okkar og ég veit að íslendingafélagið í Þórshöfn verður virkjað og ég hef engar áhyggjur á að það verði ekki vel tekið á móti okkur og dagskrá verði bæði góð og skemmtileg. Við ákváðum að vera með rútu frá SBA með okkur alla leið og náum frábærum samningum við þá hjá SBA sem ber að þakka enda held ég að þeim hafi bara fundið hugmyndin svo skemmtileg að þeir voru tilbúnir að gera allt fyrir okkur. Að hafa rútuna með okkur alla leið getum við farið um helst allar eyjarnar og ég er strax farin að hlakka til.
Er gjörsamlega útilokað að bæta fleirum við ,,áhöfnina?” Eins og staðan er einmitt núna er alveg vonlaust að bæta við í ferðina því hótel í Færeyjum eru að verða þétt bókuð næsta vor og sumar, en ef einhver von verður þá munum við telja inn ef hægt verður a..m. k. þá sem eru á biðlista.

Áki Stefánsson skipstjóri og Valur Finnsson vélstjóri fyrir ofan Klakksvík haustið 1973
Fyrst skal þó farið til Þýskalands.
,,Svo erum við komnir á fullt að undirbúa aðra ferð sjómanna sem reyndar verður farin fyrir Færeyjaferðina en það er ferð sem er í beinu framhaldi af Hull og Grimsby ferðinni okkar sjómanna í vor. Nú ætlum við að heimsækja þýsku hafnarborgirnar Cuxhaven og Bremenhaven sem voru viðkomustaður margra sjómanna líkt og Hull og Grimsby í denn.
Við leggjum ofuráherslu á að styrkja beint flug frá Akureyri og ætlum að fljúga á Manchester með Easy jet eins og í vor og tökum næturferju yfir til Þýskalands frá Hull, og dveljum í hafnarborgunum í Þýskalandi í 5 daga, en snúum svo aftur til Hull og ætlum að hitta okkar kæru vini, Baldvin Gíslason og Hlyn son hans sem voru okkar allra bestu menn í Bretlandsferðinni og vera þar í 2 daga. Þessi ferð er fyrirhuguð 17. til 24. mars og það er löngu orðið uppselt í þá ferð, en við vonum að við getum tekið 50 manns með og það eru nú þegar 12. Manns á biðlista.

Þessi Þýskalandsferð er pínu flókinn en af því að við setjum það sem algjört skilyrði að fljúga beint frá Akureyri og nýta þetta frábæra verkefni Easy jet með beina fluginu og við erum bara þannig þennkjandi að hvað er betra en að vera í góðum félagsskap þótt við þurfum að sigla einhverja klst og sitja í rútu eins og í nokkra klst þá er það þess virði. Ferðaskrifstofan Verdi travel er að teikna þessa ferð upp fyrir okkur og þar á bæ er greinilega mottóið að gera allt sem í þeirra valdi stendur að öllum líki og það tekst þeim svo sannarlega með frábærri þjónustu í alla staði.
Já það er næg verkefni framundan hjá okkur sjómönnum og ég segi stundum, það er bullandi skemmtilegt líf þótt maður sé hættur til sjós" , sagði Fúsi Helga galvaskur að endingu.