Skapandi greinar í öndvegi í Grenivíkurskóla
Börn á Grenivík undirbúa bókaverslun með eigin verkum
Börn á Grenivík undirbúa bókaverslun með eigin verkum
Mikið hefur verið skrifað og skrafað um fréttatilkynningu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra 26. september þess efnis að embættið hefði hætt rannsókn á ætlaðri byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu efni sem hann geymdi. Ástæða umræðunnar er sú að ekki er venjan að lögreglustjórar birti svona langar tilkynningar þegar ákvörðun er tekin um að hætta rannsóknum sakamála.
Ingibjörg Ólöf Isaksen sækist eftir að skipa áfram fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hún segir stjórnarslitin síðasta sunnudag hafa komið á óvart því til þessa hafi ríkt trú á að hægt væri að ná lengra í mikilvægum málum.
Ingibjörg varð oddviti flokksins fyrir kosningarnar 2021 og í kjölfar þeirra fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Hún hefur verið þingflokksformaður á kjörtímabilinu.
Myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson fagnar sex tugum af lífi. Í tilefni af því hefur hann tekið til afnota fjölnotasalinn Deigluna að Kaupvangsstræti 23 á Akureyri helgina 18. - 20. október, fyrir uppákomu, sýningu og hátíðahöld. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að koma, njóta gleðjast og skapa.
Bæjarráð Akureyrar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær (fimmtudag) harðorða ályktun vegna fyrirhugaðar breytingar á tollafrelsi skemmtiferðaskipa á hringsiglingum en eins og fram hefur komið í fréttum hjá okkur.stendur til að afnema tollafrelsið um næstu áramót.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verður áfram í framboði fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi. Unnið er að uppstillingu hjá flokknum.
Í svari við fyrirspurn Vikublaðsins staðfesti Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri Miðflokksins, að Sigmundur Davíð verði áfram í oddvitasæti listans. Uppstillingarnefnd flokksins er að störfum og von er á niðurstöðum eftir helgi.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja skrifar í dag bréf til starfsfólks fyrirtækisins í kjölfar þess að Heimildin sagði frá þvi í morgun að samkvæmt upplýsingum sem fjölmiðilinn sé með undir höndum hafi tæknimönnum hérðassaksóknara tekist að komast yfir á annað þúsund smáskilaboð sem fóru á milli Þorsteins Más og Jóhannesar Stefánssonar meðan sá starfaði í Namibíu á vegum Samherja.
Í bréfinu til starfsfólksins gefur Þorsteinn lítið fyrir frásögn Heimildarinnar.
Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og varaþingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður og Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður, hafa allar lýst yfir áhuga á að taka annað sætið á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar.
Miklar og ófyrirséðar tafir hafa orðið á vinnu við nýjar kirkjutröppur á Akureyri en nú er fátt sem getur komið í veg fyrir að framkvæmdum ljúki fyrir árslok.
Skipulagsráð hefur falið skipulagsfulltrúa að finna nýja lóð í bæjarlandi Akureyrar sem hentar fyrir starfsemi dýraspítala.
Samþykkt var á fundi bæjarráðs í ágúst 2022 að veita Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar lóð á mótum Súluvegar og Miðhúsabrautar. Frestur til framkvæmda er liðinn samkvæmt almennum byggingarskilmálum.
Slökkvilið Akureyrar sótti um þessa sömu lóð og telur að umrætt svæði sé best til þess fallið að byggja upp nýja slökkvistöð á Akureyri til framtíðar litið.
Í greinargerð slökkviliðsstjóra segir að nauðsynlegt sé að huga að byggingu nýrrar slökkvistöðvar. Staðsetning núverandi slökkvistöðvar sé slæ, umferð mikil og vaxandi og tefji útkallstíma.
Lóðin við Súluveg henti slökkviliði vel, bærinn hafi stækkað til norðurs og suðurs og staðsetning nýrrar lóðar sé miðsvæðis. Umferðarþungi á svæðinu er lítill og lóðin býður upp á svæði til æfinga og þjálfunar.
Fram kemur að skynsamlegt sé að ráðast í byggingu nýrrar slökkvistöðvar sem fyrst, það sé fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarsamfélagið.