Ekki bara jafnréttisvöfflur, sulta og rjómi
Á fimmtudaginn í síðustu viku lauk jafnréttisdögum 2025 og að vanda tók Háskólinn á Akureyri virkan þátt. Dögunum lauk með vel heppnuðu málþingi. Yfirskrift málþingsins var Hatursorðræða: Þróun og áskoranir á tímum gervigreindar, samfélagsmiðla og upplýsingaóreiðu. Erindi voru frá Eyrúnu Eyþórsdóttur, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, Helga Frey Hafþórssyni, verkefnastjóra margmiðlunar hjá KHA, og Ingunni Láru Kristjánsdóttur, verkefnastjóra fréttaþjónustu á samfélagsmiðlum hjá RÚV. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur, var fundarstjóri. Málþingið var vel sótt og áttu líflegar umræður sér stað að erindum loknum.