Framsýn og FSH skrifa undir nýjan kjarasamning
Stjórnendur Framsýnar og Framhaldsskólans á Húsavík hafa undanfarið átt í viðræðum um nýjan stofnanasamning fyrir starfsmenn skólans sem starfa eftir kjarasamningi félagsins. Viðræðurnar gengu mjög vel og kláruðust þær í gærmorgun með undirskrift aðila.