
Símenntun Háskólans á Akureyri (SMHA) og Sparisjóðirnir hefja samstarf um endurmenntun
Símenntun Háskólans á Akureyri (SMHA) og Samband Íslenskra Sparisjóða (SÍSP) hafa gert með sér samstarfssamning um endurmenntun og símenntun fyrir starfsfólk sparisjóða um allt land. Markmið samstarfsins er að bjóða upp á sérsniðna fræðslu sem styrkir faglega færni, eykur hæfni í fjármálaþjónustu og styður við persónulegan og faglegan vöxt starfsmanna.