Fréttir

Aukið ofbeldi á Norðurlandi eystra

Þegar skoðað er hversu mikil aðsókn ert í hús hér í Bjarmahlíð á Akureyri má sjá að þörfin fyrir þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis eykst milli ára.

Það sem af er 2024 er fjölgun í húsi  á milli ára .

Aukningu má skýra að einhverju leiti með því að vitundarvakning hefur átt sér stað svo fleiri leita sér hjálpar en það er alveg ljóst að aðeins er um brot af málum sem kemur í hús og því miður er ofbeldi enn falið og mikilvægt að auka fræðslu og kynna starfsemi þolendamiðstöðva betur.

Lesa meira

Vel skipulögð þrifasveit heldur öllu tandurhreinu

Hreinlæti er stór og mikilvægur þáttur í fiskvinnsluhúsum Samherja á Akureyri og Dalvík, enda eru gerðar gríðarlegar kröfur um hreinlæti og gæði á öllum stigum starfseminnar. Þegar vinnslu lýkur í húsunum , taka við öflugar sveitir, sem þrífa og hreinsa húsin samkvæmt ákveðnum verkferlum.

Alþjóðlegar vottanir

Vinnsluhúsin eru samþykkt af stærstu verslunarkeðjum í heimi , sem senda með reglulegu millibili sérfræðinga til að taka út og meta alla þætti framleiðslunnar, þ.á.m. þrifin. Þá eru bæði húsin með alþjóðlegar vottanir sem ná til allra þátta í framleiðslu matvæla og eftirlit innlendra aðila er sömuleiðis margþætt.

Stöðugt og skilvirkt gæðakerfi

Daglegt innra eftirlit er ekki síður mikilvægt, einnig hönnun vinnsluhúsanna og allt skipulag. Fleiri þættir geta skipt sköpum í þessum efnum, svo sem búnaður og staðsetning tækja og tóla. Til að tryggja stöðug og fullnægjandi gæði afurða er gæðakerfið sannprófað reglulega og tekið út af erlendum vottunarstofum.

Vélbúnaður þrifinn

Þéttur og samstilltur hópur

Sveinn Haraldsson er verkstjóri þrifasveitar vinnsluhússins á Dalvík. Hann segir að níu starfsmenn sveitarinnar hefjist handa við þrif strax að lokinni vinnslu í húsinu. Hann segir að vélarnar séu alltaf að þróast til betri vegar, svo sem í tengslum við þrif og alla umgengni.

„Við þrífum samkvæmt ákveðnum verkferlum og hefjumst handa þegar vinnslu er að ljúka, oftast klukkan fjögur á daginn. Hver og einn í sveitinni er með sitt afmarkaða svæði og hlutverk, þannig náum við að skila góðu verki eins og lagt er upp með. Starfið getur vissulega verið nokkuð líkamlega erfitt en á móti kemur að þetta er afskaplega þéttur og samstilltur hópur, sem þekkir vel húsnæðið og allan tækjakost.“

Mælikvarði á ánægju í starfi

Starfsaldur í þrifasveitinni er hár. Sveinn hefur verið í þrifasveitinni í tuttugu ár.

„ Langur starfsaldur er örugglega ágætur mælikvarði á ánægju í starfi. Nýja vinnsluhúsið er á margan hátt þægilegt, 
auk þess sem sjálfvirk þvottakerfi eru á nokkrum stöðum. Hérna er líka mjög vel hugað að öllum öryggisþáttum og öll tæki eru áhættugreind, sem er afar mikilvægt. Gott og náið samstarf við gæðastjóra er sömuleiðis nauðsynlegt í tengslum við þrifin, enda eru reglulega tekin sýni til að sannreyna að allt sé eins og lagt er upp með,“ segir Sveinn Haraldsson.

Góður hópur sem skilar góðu verki

Nenetta Steingrímsson hefur starfað hjá Samherja á Dalvík í 32 ár, alltaf í þrifasveitinni.

„Jú, það er rétt, ég er með lengstan starfsaldur í hópnum. Vinnutíminn hentar mér ágætlega, þannig að ég er afskaplega sátt. Við vinnum samkvæmt ákveðnu plani, þar sem hver og einn hefur sitt hlutverk. Þetta er stórt hús og með réttu skipulagi gengur allt vel. Þetta er góður hópur, sem skilar góðu verki,“ segir Nenetta Steingrímsson.

Nennetta Steingrímsson að störfum

 

Lesa meira

Göngudeild geðþjónustu SAk - Miklar umbætur á skömmum tíma

Unnið hefur  verið að uppbyggingu og endurskipulagningu á þjónustu dag- og göngudeildar geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri undanfarnar vikur.  Umbæturnar voru vandaðar og vel ígrundaðar og kröfðust m.a. tímabundinnar skerðingar á þjónustunni.

„Það hefur verið ánægjulegt að upplifa kraftinn í starfsfólki og sjá hversu miklar umbætur er hægt að ráðast í á skömmum tíma sem mun skila sér í skýrara verklagi og bættri þjónustu til framtíðar,“ segir Erla Björnsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs á vefsíðu SAk

Þó svo að umbótahópar séu enn að störfum eru umbætur nú þegar sýnilegar svo sem mótun nýrra verkferla, aukin þverfagleg samvinna og breyting á mönnun. Starfsemi dag – og göngudeildar geðþjónustu SAk mun smá saman komast á fullt skrið miðað við mönnun deildarinnar.

„Við höfum trú á teyminu sem vinnur að þessu verkefni og fela breytingarnar í sér ýmis tækifæri til uppbyggingar og þátttöku í spennandi verkefnum í samvinnu við aðrar fagstéttir. Því tengdu þá erum við að auglýsa eftir félagsráðgjafa, sálfræðingi, iðjuþjálfa og hjúkrunarfræðingum í bráðateymi geðþjónustu, en það er nýtt starf til að efla eftirfylgd bráðamála innan geðþjónustu. Störfin eru tilvalin fyrir meðferðaraðila sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í lærdómsríku starfsumhverfi,“ segir Erla Björnsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs.

Lesa meira

Allinn heyrir sögunni til

Alþýðuhúsið, Allinn á Akureyri heyrir nú sögunni til. Húsið var opnað með formlegum hætti sem Alþýðuhús í mars árið 1952, en sjö verkalýðsfélög í bænum höfðu keypt húsið og gert það upp. Áður hafði verið starfrækt þar þvottahús, Þvottur hf. en rekstur þess og „fyrsta flokks sænskra véla“ var auglýstur til sölu haustið 1951. Kaupfélagið keypti vélar og tæki og flutti upp í Grófargil.

Aðalskemmtistaður alþýðunnar

Aðdragandann að því að verkalýðsfélögin keyptu húsið má rekja til þess að almennir dansleikir í höfuðstað Norðurlands voru jafnan á árunum þarna á undan haldnir í Samkomuhúsinu. Árið  1950 voru sett upp föst sæti í húsinu sem komu í veg fyrir að hægt væri að sveifla sér þar um í dansi. Þessi breyting leiddi til þess að verkalýðsfélögin hröðuðu áformum síum um að koma sér upp húsi fyrir sína félagsmenn. Enda þótti orðið ansi dýrt að leiga út sali í bænum fyrir dansiböll.

Næstu tíu árin eftir kaup verkalýðsfélaganna var hús alþýðunnar aðal-skemmtistaður Akureyringa. Þar voru skikkanleg hjónakvöld, þótt vasapelinn væri jafnan nærtækur, og árshátíðir sem kröfðust þess að herrarnir væru í dökkum fötum og konurnar í síðum kjólum. En þar hélt líka nýi tíminn innreið sína, villtur dans og ögrandi hart rokk. Þannig varð Alþýðuhúsið, þegar tímar liðu, staður unga fólksins en betri borgararnir fóru á Hótel KEA segir í bók Jóns Hjaltasonar, Saga Akureyrar, 5. bindi.

Straumhvörf í júní 1958

„Straumhvörfin urðu í júníbyrjun 1958. Rokkið var komið í bíóið, svolítið í útvarpið, lítið eða kannski ekkert í búðir og ekkert á skemmtistaðina, hvorki Alþýðuhúsið né Hótel KEA. Þetta breyttist sumarið 1958. Þá varð Atlantic-kvartettinn til með þá bræður Ingimar og Finn Eydal í aðalhlutverkum. Það skemmdi síður en svo fyrir að ein vinsælasta söngkona landsins, Helena Eyjólfsdóttir, söng með Atlantic en við hlið hennar stóð helsta kvennagull Akureyringa, Óðinn Valdimarsson. Hann hafði byrjað söngferil sinn á Landinu, með hljómsveit Karls Adolfssonar, og var orðinn töluvert þekktur um allt Norðurland og á þröskuldi þess að verða landsfrægur. Þau tvö voru kannski ekki dæmigerðustu rokkarar Íslands en samt olli söngur þeirra taugatitringi hjá mönnum sem ekki máttu heyra minnst á þessa „gaddavírsmúsík“ sem tröllreið heiminum. Þó tók fyrst út yfir allan þjófabálk þegar rokkið var tengt minningu þjóðskáldsins og hins mæta Akureyrarprests, séra Matthíasar Jochumssonar.  Aðdragandinn var þessi.

Danstónlist ekki skeyti frá skrattanum…

Í maí 1958 var stofnað félag á Akureyri sem setti sér það mark að kaupa annaðhvort Aðalstræti 50 eða Sigurhæðir og stofna þar minjasafn um Matthías. Félagið hafði úti allar klær til að afla fjár, meðal annars var efnt til upplesturs úr verkum skáldsins en fáir borguðu sig inn. Þá var slegið upp skemmtisamkomu við sundlaugina þar sem Atlantic var í aðalhlutverki. Þetta líkaði ekki ungum manni af Eyrinni, Bolla Gústavssyni: Ég er ekki „ ... hatrammur siðapostuli og tel danstónlist ekki skeyti frá skrattanum til sturlunar mannkyninu.“ En samt, öllu mátti nú ofgera, fannst Bolla, og þegar danshljómsveit væri látin flytja „tryllingsóð um Oh, my baby! Oh, my love“, og síðan „hvert dunandi rocklagið á fætur öðru“,  til að minnast séra Matthíasar þá væru menn löngu komnir yfir strikið. 

En þetta var skemmtisamkoma, svaraði Ingimar Eydal, haldin til fjáröflunar, en ekki minningarhátíð um skáldið.  Og við erum hér til að skemmta fólki, undirstrikaði Ingimar, en þessi hugsun lagði grunninn að því orðspori sem af honum fór og gríðarlegum vinsældum hljómsveitanna sem hann stjórnaði. Sjálfur voru hann, og Finnur bróðir hans, forfallnir djassistar og það varð hlutverk þeirra í sögu íslenskrar dægurlagatónlistar að koma „ ... með djassáherslur inn í poppmúsík“, eins og Finnur orðaði það sjálfur.“

 

Lesa meira

Mannréttindi. Tjáningarfrelsið.

Í upphafi síðustu viku birtist á vefmiðlinum visir.is skoðanagrein sem send hafði verið þangað til birtingar. Höfundur greinarinnar var lögmaður og var í henni sett fram hvöss gagnrýni á fréttamann fyrir birtingu frétta af tilteknu máli. Yfirmaður fréttamannsins hafði áður svarað gagnrýninni með því að vísa til tjáningarfrelsis fréttamannsins sem varið væri af 2. mgr. 73. gr. íslensku stjórnarskrárinnar.  Um þetta ritaði greinarhöfundur eftirfarandi:

,,Það er ansi langt seilst þegar yfirmaður starfsmanns þarf að teygja sig alla leið í stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu til að réttlæta umfjöllun starfsmannsins. Það bendir til þess að viðkomandi hafi vondan málstað að verja og vekur enn fleiri spurningar en áður um fagleg vinnubrögð „útvarps allra landsmanna“.

Það er erfitt að komast hjá því að túlka þessi orð á annan veg en svo að höfundur greinarinnar telji að íslensk stjórnarskrá sé aðeins einhverskonar hálmstrá sem þeir einir grípi í sem þurfa að verja málsstað sem í raun sé óverjandi.  Með öðrum orðum að þeir sem vísi í ákvæði hennar til stuðnings afstöðu sinni veiki málsstað sinn með því. Það er nýlunda að sjá löglærða menn setja slíkt fram og því er rétt að gera fyrirvara um hvort þetta var í raun meining höfundar.

Lesa meira

Aríðandi tilkynning

Vegna efnisleka sem varð á Furuvöllum er óskað eftir því að íbúar á Eyrinni, sunnan við Furuvelli, haldi sig innandyra og hafi glugga lokaða. Einungis er um lítið magn að ræða, en meðan verið er að ná stjórn vettvangi er rétt að gæta fyllstu varúðar
Slökkvilið og lögregla eru við störf á vettvangi og óskum við þess að vegfarendur sýni því tillitssemi og virði lokanir.
 
Frekari upplýsingar koma inn seinna.
Lesa meira

Frábært að sjá afrakstur margra ára vinnu skila sér

„Það er frábært að sjá afrakstur af vinnu margra síðustu ára skila sér í auknum umsvifum í ferðaþjónustu á Norðurlandi yfir veturinn.,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri Flugklasans Air 66N. Beint millilandaflug til Akureyrar er nú í gangi frá, London, Zurich í Sviss og Amsterdam í Holllandi.

Lesa meira

Greiðsluþátttaka vegna brottnáms brjóstapúða af læknisfræðilegum ástæðum

Sjúkratryggingum er nú heimilt að veita greiðsluþátttöku í aðgerðum til að fjarlægja brjóstapúða sem komið hefur verið fyrir í fegrunarskyni, teljist það nauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð þessa efnis og tók hún gildi 1. desember síðastliðinn.

Hingað til hefur greiðsluþátttaka í aðgerðum vegna brottnáms brjóstapúða (breast implants) einskorðast við að þeim hafi verið komið fyrir af læknisfræðilegum ástæðum, t.d. vegna enduruppbyggingar brjósts í kjölfar krabbameinsmeðferðar.

Þess eru dæmi að konur sem hafa fengið ígrædda brjóstapúða í fegrunarskyni hafi í kjölfarið fundið fyrir alvarlegum veikindum sem rekja má til púðanna. Til að fá þá fjarlægða hafa þær þurft að greiða kostnað vegna slíkrar aðgerðar að fullu. Aðgerðirnar eru kostnaðarsamar sem hefur valdið því að í einhverjum tilvikum hafa konur þurft að fresta eða jafnvel hætta við aðgerð þannig að veikindin hafa orðið viðvarandi og jafnvel versnað. Með ákvörðun ráðherra er brugðist við þessu.

Reglugerðin sem nú hefur verið sett nr. 1266/2023 felur í sér breytingu á fylgiskjali reglugerðar nr. 722/2009 um lýtalækningar sem sjúkratryggingar almannatrygginga taka til. Með breytingunni er kveðið á um að greiðsluþátttaka sé veitt vegna brottnáms brjóstapúða ef slík aðgerð er talin nauðsynleg af læknisfræðilegum ástæðum. Skilyrði fyrir greiðsluþátttöku eru eftirfarandi:

a) Ef til staðar er sýking í vasa sem geymir brjóstapúða.

b) Ef til staðar er krónísk bólga umhverfis brjóstapúða.

c) Ef staðfest er rof á brjóstapúða sem leitt hefur til leka úr púðanum og út fyrir þá bandvefshimnu (extracapsular) sem myndast utan um brjóstapúðann. Á þannig ekki við þegar rof á brjóstapúða uppgötvast í aðgerð þegar opnað er inn fyrir bandvefshimnuna(intracapsular).

Lesa meira

Skautafélag Akureyrar og Reiðskólinn í Ysta-Gerði hljóta samfélagsstyrk Krónunnar

Krónan hefur nú valið félög og félagasamtök sem hljóta samfélagsstyrki til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar. Alls bárust yfir 300 umsóknir í ár sem er metaðsókn og eru langflestir styrkþegar staðsettir á landsbyggðinni. Tvö verkefni hlutu styrk á Akureyri en þetta er í þriðja sinn sem Krónan veitir samfélagsstyrki á Norðurlandi með opnun verslunar Krónunnar á Akureyri haustið 2022.

Reiðskólinn í Ysta-Gerði hlýtur styrk í ár fyrir verkefni þar sem börnum með sérþarfir eða greiningar er boðið í hesthúsið eftir skóla. Markmið verkefnisins er m.a. að efla sjálfstraust barnanna í rólegu og vinalegu umhverfi í nánd við hesta og önnur dýr.

Að auki hlaut Skautafélag Akureyrar styrk til kaupa á svokölluðum leikjapúðum sem nýtast á svellinu til að fleiri ungir iðkendur geti æft þar á sama tíma.

„Styrkurinn mun koma sér vel til kaupa á leikjapúðum á skautasvellið okkar. Með púðunum er hægt að skipta upp skautasvellinu í minni einingar, en þannig nýtist ísinn betur og við getum haft fleiri iðkendur og æfingar á sama tíma. Að auki eru þeir skemmtilegir, mjúkir og léttir svo þeir henta vel fyrir allar barna- og byrjendaæfingar en eru á sama tíma þægilegir í meðferð þar sem það tekur stuttan tíma að koma þeim fyrir,“ segir Jón Benedikt Gíslason, framkvæmdastjóri Skautahallarinnar á Akureyri.

„Það eru ekki nema þrjár skautahallir á Íslandi og hér á Akureyri erum við með eina svellið utan höfuðborgarsvæðisins. Hjá félaginu starfa þrjár deildir svo skortur á ístíma er mikill og er ávallt full nýting á svellinu. Púðarnir gera okkur kleift að auka nýtinguna og efla barnastarfið hjá félaginu til muna. Við þökkum Krónunni innilega fyrir styrkinn,“ bætir Jón Benedikt við.

„Það er virkilega ánægjulegt að veita þessum tveimur verkefnum samfélagsstyrk Krónunnar á Norðurlandi enda ríma þau vel við þá stefnu sem Krónan hefur sett sér varðandi veitingu styrkjanna ár hvert. Það er einnig ánægjulegt að sjá hversu mörg félög og samtök á Norðurlandi sóttu um í ár og sýnir það hversu öflugt starf er unnið á svæðinu þegar kemur að hreyfingu og lýðheilsu barna. Við hlökkum til að fylgjast með því frábæra starfi sem unnið er í Reiðskólanum í Ysta-Gerði og Skautafélagi Akureyrar og óskum þeim til hamingju með styrkina,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.

 

Lesa meira

Samningum um nýtt úrræði í barnaverndarmálum á Norðausturlandi

Með úrræðinu verður hægt að styðja við allt að 12 börn og ungmenni á ári sem yrðu vistuð á greiningar- og þjálfunarheimilinu í allt að 8 vikur. 

Lesa meira