Fréttir

Jólaró

Nú styttist heldur betur í jólin.

Lesa meira

Sjúkrabíllinn kominn aftur út í Hrísey

Sjúkrabíllinn í Hrísey er nú kominn aftur út í eyjuna eftir að hafa verið færður í land til yfirferðar og viðgerðar.
 
Lesa meira

Ljósastyrktarganga upp að Fálkafelli í dag til styrktar Velferðarsjóðs Eyjafjarðar

Það kom upp hugmynd um að hafa styrktargöngu upp í Fálkafell fyrir jólin og var ákveðið að skella í eina slíka. Tilvalið að mæta með rauðar húfur eða jólahúfur.

Lesa meira

Bakþankar bæjarfulltrúa Andvaka yfir Naustagötu 13

Óskaplega getur verið erfitt að vera samkvæmur sjálfum sér. Tökum dæmi. Forðum var ég ekki sáttur við hugmyndir verktaka um Tónatröðina og hafði hátt um að auglýsa bæri lóðina aftur. Einfaldlega vegna þess að gjörbreyta átti skipulagi hennar.

Lesa meira

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Það er óásættanlegt að ganga þurfi svo langt og sýnir að bærinn hefur misst tökin á þessum málum segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfullrúi í grein sinni.

Lesa meira

Jói Pé og Króli skrifa söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar

Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027

Lesa meira

Afmælishátíð á morgun fimmtudag

,,Á morgun fimmtudaginn 19 desember verða nákvæmlega 50 ár síðan ÚA Spánartogarinn Kaldbakur EA 301 kom i fyrsta sinn til heimahafnar hér á Akureyri og þessi hátið verður því afmælishátíð og í anda Stelluhátíðarinnar sem við sjómenn héldur fyrir rúmu ári, enmitt þá líka til að fagna því að þann dag 1. nóvember 2023 voru líka 50 ár síðan að Stellurnar,  Svalbakur EA 302 og Sléttbakur EA 304 komu heim.   Þá var afhjúpað stórglæsilegt líkan af þeim Stellusystrum svokölluðu."  segir Sigfús Ólafur Helgason hvatamaður að smíði  líkana af  merkum togurum i sögu ÚA.

Hátíðin fer fram á matsal Útgerðarfélags Akureyringa  og hefst kl 17.00

Lesa meira

Nýtt meistarnám í Velsældarfræðum hlýtur myndarlegan styrk

Nýtt meistaranám í Velsældarfræðum, Wellbeing Science, var eitt 19 verkefna sem hlaut styk úr Samstarfssjóði háskóla í morgun, eða 61 milljón króna. Um er að ræða samstarfsverkefni HR, HÍ, HA, Embætti landlæknis og Surrey háskóla á Englandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- og nýsköpunarráðherra kynnti úthlutunina.

Velsældarhagkerfi er notað til að lýsa sýn sem er frábrugðin hinni hefðbundu nálgun á hagkerfið út frá eingöngu efnahagslegum mælingum. Þess í stað eru velsæld og lífsgæði metin út frá fjölmörgum félagslegum og umhverfislegum þáttum jafnt sem efnahagslegum.

 

Lesa meira

Hefur fært Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis 2,4 milljónir

Hörður Óskarsson hefur síðustu átta ár fært Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk til minningar um bróður sinn Sigurð Viðar Óskarsson, en hann lést úr krabbameini árið 2010.

Lesa meira

Nýting glatvarma frá TDK hafin

Þau gleðilegu tíðindi áttu sér stað þann 13. desember síðastliðinn að glatvarmi frá álþynnuverksmiðju TDK nýttist í fyrsta sinn inn á kerfi Norðurorku og verður varmavinnslan tröppuð upp hægt og rólega.

Lesa meira

Nýju kirkjutröppurnar opnaðar

Nýju kirkjutröppurnar verða opnaðar sunnudaginn 22. desember kl. 16. Að lokinni hátíðlegri athöfn er bæjarbúum boðið í skrúðgöngu upp að Akureyrarkirkju. Öll eru hjartanlega velkomin!

Lesa meira

Nemendur í Grenivíkurskóla styrkja Velferðarsjóð

Krakkar á miðstigi í Grenivíkurskóla, í 5. 6. og 7. bekk  afhentu sjóðnum 430 þúsund krónur í Glerárkirkju á Akureyri í morgun. Þeir unnu að verkefni nú í haust sem snérist um að skrifa bækur undir leiðsögn kennara sinna, hver nemandi skrifaði eina bók.

Lesa meira

,,Nú tæknin geggjuð orðin er”

Það má nokkuð víst telja að kynni kynbótahrúturinn Kolbeinn frá Grobbholti magnaðan texta Ómars Ragnarssonar  sem hann orti fyrir mörgum áratugum og nefndi Árið 2012 væri Kolbeinn að jarma þennan brag,  liklega ólundarlega.  Vilhjálmur Vilhjálmsson  flutti  þennan texta listavel og sannfærandi. 

Lesa meira

Skrifuðu undir samninga um óstaðbundin störf

Fyrstu samningarnir um óstaðbundin störf á landsbyggðinni voru undirritaðir á Húsavík á dögunum. Annars vegar er um ræða starf sem staðsett verður í húsnæði Sýslumannsins á Húsavík og hins vegar starf sem staðsett verður í vinnustaðaklasanum Útibúinu á Hvammstanga.

Lesa meira

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2025 samþykkt

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2025 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028 var lögð fram til síðari umræðu á sveitarstjórnarfundi þann 12. desember og samþykkt. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Fyrri umræða fór fram þann 28. nóvember.

Lesa meira

Kalt svæði

Við, sem ekki ólumst upp við gæði hitaveitunnar, deilum ýmsum svölum minningum og lífsreynslu sem aðrir skilja ekki. Heitt vatn var takmörkuð auðlind, magnið sem hitadúnkurinn innihélt kólnaði við notkun og tók nokkra klukkutíma að hitna aftur. Það þýddi ekkert fyrir fjölskylduna í Höfða að drolla í sturtunni og líkamsþvottur heimilismanna var skipulagður út í ystu æsar.

 

Lesa meira

Höldum elds­voða­laus jól

Jólin eru handan við hornið og landinn þeysist milli staða í erindagjörðum sem hafa þann tilgang að okkur líði vel yfir hátíðarnar. En við megum ekki gleyma einu í tengslum við hátíð ljóss og friðar – brunavörnum.

Lesa meira

Aðalfundur GA var haldinn 14. desember s.l.

Þann 14. desember síðastliðinn var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar fyrir rekstrarárið 2024.  Mjög vel var mætt,  það voru tæplega 100 manns á fundinum.   Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf og eftir fundinn var nýja inniaðstaðan okkar á Jaðri formlega opnuð.   ,

Það var Halldór M. Rafnsson, heiðursfélagi GA, ásamt Huldu Bjarnadóttur, forseta GSÍ, sem klipptu á rauða borðan íáður en gestir fengu að sjá dýrðina og gæddu sér síðan á snittum og drykkjum að því loknu.

Lesa meira

Bókakynning Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin

Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin.  Í bókinni er, eins og nafn hennar gefur til kynna, rakin saga þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands fyrstu fjóra áratugina. Sagt er frá baráttunni fyrir því að fá björgunarþyrlu til landsins, en þær hafa verið nokkrar í gegnum tíðina og æði misjafnar, viðamestu verkefnum þyrlnanna og sviplegum atburðum í rekstri þeirra. Tveir af höfundum bókarinnar, þeir Páll Halldórsson og Benóný Ásgrímsson, eru reyndustu þyrluflugmenn okkar og hafa þeir, ásamt fleirum auðvitað, komið mörgum til bjargar. Þriðji í hópi höfunda er Júlíus Ó. Einarsson, þjóðfræðingur og fyrrum lögreglumaður.

Lesa meira

Mýsköpun klárar fjármögnun

Örþörungafyrirtækið Mýsköpun hefur lokið vel heppnaðri fjármögnun sem gerir fyrirtækinu kleift að vaxa áfram. Núverandi hluthafar tóku þátt í fjármögnuninni sem var uppá ríflega 50 milljónir króna og var í formi breytanlegs skuldabréfs. Fjármögnunin var kynnt á vel sóttum hluthafafundi í nóvember þar sem áform næsta árs voru kynnt og voru viðtökur jákvæðar. Þessi fjármögnun Mýsköpunar er eins konar brúarfjármögnun og þýðir að fyrirtækið getur haldið áfram sinni örþörungaræktun og rannsóknum áður en stærra skref er tekið í fjármögnun.

 

Lesa meira

Óskipt athygli um jólin

Börn á öllum aldri allt frá fæðingu hafa djúpstæða þörf fyrir athygli, eftirtekt og virðingu. Það er í höndum foreldra að mæta þessum þörfum barnsins. Börn þurfa mismikla nærveru, sum þurfa styttri tíma á dag með foreldrum sínum, en önnur lengri. Börn þrá oft ekkert heitar en að foreldrið taki eftir því, að foreldrið hlusti með fullri athygli og áhuga. Það þarf ekki að vera annað en að tala um hvað það var gaman í heimsókn hjá ömmu eða hversu erfitt það var þegar árekstrar urðu í leik við vini.

Lesa meira

Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi S- lista á Akureyri Meirihlutinn skilar A-hluta sveitasjóðs með tapi 4 ár í röð

„Það er mikið áhyggjuefni að ekki takist betur til í rekstrinum en svo að honum sé skilað með tapi ár eftir ár,“ segir í bókun frá Hildi Jönu Gísladóttur bæjarfulltrúi S-lista vegna samþykktar fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar í liðinni viku.

Lesa meira

Fjöldi umsókna um jólaaðstoð hjá Velferðarsjóði

„Það er svipaður fjöldi sem sækir um núna og í fyrra, en líkast til heldur fleiri,“ segir Herdís Helgadóttir formaður Velferðarsjóðs Eyjafjarðar en þar er úrvinnsla umsókna um jólaaðstoð í fullum gangi.

Lesa meira

Íslandsþari fékk úthlutað lóð á Húsavík

„Gert er ráð fyrir að allt að 29 störf skapist á svæðinu með vinnslu á þessum stórþara, um 19 störf á landi og 10 sjávartengd störf við söfnun stórþarans. Þetta er mjög mikilvægt fyrir samfélagið okkar og framtíðaruppbyggingu þess,“ segir Soffía Gísladóttir sveitarstjórnarfulltrúi B-lista

Lesa meira

Geðverndarfélag Akureyrar fjármagnar þjálfun á heilaörvunartæki

Í tilefni 50 ára afmælis Geðverndarfélags Akureyrar i dag, 15. desember, var nýlega haldinn sérstakur afmælisfundur þar sem fulltrúum dag- og göngudeildar geðdeildar SAk var færður styrkur vegna þjálfunar á sérstakt heilaörvunartæki.

Lesa meira

Fresta opnun skíðasvæðis um viku í það minnsta

„Vonandi náum við að opna fyrir jól,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Til stóð að opna svæðið í gær, föstudag en þau áform  fuku út í veður og vind, líkt og snjórinn sem safnast hafði í fjallinu.

Lesa meira

Breiðhyltingur og bikarmeistari í bekkpressu

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Ívar Rafn Jónsson, lektor við Kennaradeild, er vísindamanneskjan og jólastjarnan í desember.

Lesa meira