Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019
Ferðakostnaður barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni hefur aukist á síðustu árum en framlag ríkisins fylgir ekki verðlagi og hefur því rýrnað umtalsvert.
Ferðakostnaður barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni hefur aukist á síðustu árum en framlag ríkisins fylgir ekki verðlagi og hefur því rýrnað umtalsvert.
Í tengslum við 112 daginn fór fram sýning i gær, sunnudaginn 18 feb.á Glerártorgi þar sem viðbragðsaðilar sýndu tæki og tól.
Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er einn af hornsteinum íslensks velferðarkerfis og á að vera réttur allra landsmanna, óháð búsetu og efnahag. Þrátt fyrir að Ísland státi af öflugu heilbrigðiskerfi, standa íbúar landsbyggðarinnar enn frammi fyrir hindrunum sem borgarbúar þurfa ekki að takast á við. Ein af þessum hindrunum er ferðakostnaður við að sækja sér sérhæfða heilbrigðisþjónustu sem ekki er í boði í heimabyggð. Sú staðreynd að ferðum einstaklinga hefur verið fjölgað úr tveimur í fjórar á síðasta kjörtímabili er mikið fagnaðarskref, en enn er verk að vinna til að tryggja raunverulegt jafnrétti í aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17-17.40 heldur úkraínska listakonan Kateryna Ilchenko Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni The Executed Renaissance of Ukraine.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hefur falið sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs, í samráði við bæjarlögmann, að gera drög að tilraunaverkefni um þjónustusamning við Kisukot, tímabundið til eins árs og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Kaktus er listhópur sem rekur sitt eigið listarými í Listagilinu á Akureyri. Markmið hópsins er að bjóða upp á fjölbreytta menningarstarfsemi úr ýmsum listgreinum og styðja við grasrót menningar á Akureyri. Frá apríl 2015 hefur Kaktus staðið að yfir 500 listviðburðum. Listamenn víðsvegar að af landinu, sem og erlendis frá, hafa haldið sýningar, tónleika og staðið fyrir fjölbreyttri listsköpun undir merkjum Kaktuss og fjölmargir ungir listamenn stigið þar sín fyrstu spor.
Kvenfélagið Hlín í Grýtubakkahreppi hefur afhent leikskólanum Krummafæti og Kontornum hjálparbúnaðinni LiveVac, en um er að ræða sérhannað lækningatæki til að að losa aðskotahluti úr öndunarvegi hjá bæði fullorðnum og börnum.
Hafnasamlag Norðurlands hefur keypt 14 smáhýsi og hyggst setja þau upp á rútustæði við Oddeyrartanga. Byggingafulltrúi Akureyrarbæjar hefur veitt stöðuleyfi fyrir smáhýsin á tímabilinu frá 1. maí - 30. september 2025.
GRÓ Sjávarútvegsskólinn sem Háskólinn á Akureyri er þátttakandi í, hefur hlotið lof í nýju mati alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins GOPA. Skólinn, sem starfar undir merkjum UNESCO, hefur útskrifað um 500 sérfræðinga úr sex mánaða námi í fiskistjórnun, auk þess sem 1.700 sérfræðingar hafa sótt styttri námskeið við skólann. Í matsskýrslunni er sérstaklega horft til framlags skólans til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni, einkum markmiðs 14 um líf í vatni.
Í síðustu viku 13. febrúar birtist yfirlýsing frá Akureyrarbæ á, heimasíðu bæjarins, þar sem Akureyrarbær firrir sig allri ábyrgð á kjarasamningum og kjarasamningsviðræðum við kennara.