Grófin fær styrk

Frá afhendingu styrksins
Frá afhendingu styrksins

Grófin Geðrækt á Akureyri hefur fengið styrk frá Rafiðnaðarsambandi Íslands upp á 500 þúsund krónur.

Grófin er opið, gjaldfrjálst úrræði, fyrir fólk sem vill bæta heilsuna með geðrækt og batavinnu gegnum hópastarfs á jafningjagrundvelli.

Markmið Grófarinnar er meðal annars að skapa tækifæri fyrir þá sem glíma við geðraskanir til að vinna í sínum bata á eigin forsendum og á eigin ábyrgð, sem og að skapa vettvang fyrir alla þá sem vilja vinna að geðrækt á jafningjagrunni, hvort sem þeir eru notendur geðheilbrigðisþjónustunnar, fagaðilar, aðstandendur eða einfaldlega áhugafólk um framfarir í geðheilbrigðismálum

Nýjast