Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Þingeyinga 179 milljónir króna

Á myndinni má sjá stjórn og sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Þingeyinga: Frá vinstri, Eiríkur Haukur Hauk…
Á myndinni má sjá stjórn og sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Þingeyinga: Frá vinstri, Eiríkur Haukur Hauksson, Sigríður Jóhannesdóttir, Margrét Hólm Valsdóttir, Dagbjört Jónsdóttir, Bergþór Bjarnason og Örn Arnar Óskarsson sparisjóðsstjóri Mynd aðsend

Aðalfundur Sparisjóðs Þingeyinga var haldinn 28. apríl s.l. á Fosshótel Húsavík. Rekstur Sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var 226 milljónir króna fyrir skatta og hagnaður eftir skatta var 179 milljónir króna. Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins 14,7 milljarðar króna og hafa aukist um 1.553 milljónir á milli ára. Innlán voru á sama tíma um 12,8 milljarðar. Eigið fé sparisjóðsins var 1,5 milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.

Í stjórn sparisjóðsins voru kjörin Bergþór Bjarnason, Dagbjört Jónsdóttir, Eiríkur H. Hauksson, Margrét Hólm Valsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir. Varamenn, Elísabet Gunnarsdóttir og Pétur B. Árnason.

Breyting á nafni sparisjóðsins samþykkt

Á aðalfundinum var samþykkt tillaga stjórnar um að breyta nafni sjóðsins úr Sparisjóði Suður-Þingeyinga í „Sparisjóður Þingeyinga“ þar sem það þykir meira lýsandi fyrir starfssvæði sjóðsins.

Stuðningur við Velferðarsjóð Þingeyinga og heilsugæslustöðvar HSN

Á aðalfundinum var tilkynnt að Sparisjóðurinn muni styrkja Velferðarsjóð Þingeyinga um kr. 4.000.000,- og einnig verða heilsugæslustöðvar HSN (Heilbrigðisstofnun Norðurlands) styrktar um kr. 4.000.000,- til tækjakaupa.

Nýjast