Fréttir

Búfesti skilar inn lóðum við Þursaholt 2 til 12

„Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvað við gerum við lóðina, hvort hún verður auglýst aftur eins og hún er eða hvort við skoðum mögulegar breytingar,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi  Akureyrarbæjar um lóðina Þursaholt 2 til 12.

Lesa meira

Ný tillaga að fjölbýlishúsi við Norðurtorg

Lögð hefur verið fram ný tillaga að fjölbýlishúsi við Norðurtorg, uppfærð í takt við athugasemdir frá bæjaryfirvöldum. Samkvæmt nýrri hugmynd er byggingin staðsett fjærst núverandi íbúðabyggð, handan Austursíðu og er húsinu skipt í tvo arma sem saman mynda skjólgóðan og gróðursælan garð til suður og vesturs að Austursíðu og byggðinni í Síðuhverfi.

Skipulagsráð hefur tekið jákvætt í erindi og falið skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem felur í sér breytta landnotkun í verslun og þjónustu með heimild fyrir íbúðir.

Fram kemur í erindinu sem Úti og inni arkitektar og Norðurtorg ehf senda inn að miðhluti hússins verði fimm hæðir en þrjár til fjórar hæðir út til hliðanna. Bílakjallari verður undir húsinu og á jarðhæð sem fellur inn í landi gæti mögulega verið verslun eða þjónustu af einhverju tagi.

Fjölbýlishús á umferðareyju

Sindri Kristjánsson fulltrúi Samfylkingar í Skipulagsráði hefur áður lýst efasemdum vegna tillögurnnar en segir að með nýrri tillögu sé reyn að eyða eða draga verulega úr efasemdum. „Umhverfi tillögunnar er að einhverju leyti manneskjuvænni og vistlegri frá því sem áður var þó svo að enn hafi tillagan á sér það yfirbragð að mínu mati að reisa eigi fjölbýlishús á umferðareyju,“ segir í bókun Sindra. Aðrar efasemdir um tillöguna standi enn eftir að mestu. „Til að bregðast við skorti á íbúðamarki í bænum með auknu lóðaframboði eru fjölmörg önnur tækifæri, aðrar staðsetningar sem henta mun betur til íbúðauppbyggingar“segir einnig í bókun Sindra.

Lesa meira

Samkaup hafa uppi stór áform á Húsavík

„Ég hef séð umræðuna um að staðsetning framtíðar verslunarkjarna á Húsavík ætti að vera meira miðsvæðis og ég skil þá umræðu en hafa þarf í huga þá miklu umferð þungaflutninga sem svona verslunarmiðstöð krefst og því held ég að til lengri tíma litið sé þetta rétt niðurstaða.,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa.

Lesa meira

Vilja að börn læri fjármálalæsi í grunnskóla

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) lét nýverið gera könnun um fjármálalæsi en samtökin hafa verið að vinna að auknufjármálalæsi í skólum frá árinu 2011 og m.a. unnið að verkefninu Fjármálavit frá árinu 2015. Þá fengu þau  Landsamtök lífeyrissjóða í lið með sér árið 2017.

Lesa meira

Vignir Már Þormóðssson býður sig fram til embættis formanns KSÍ

Vignir Már Þormóðsson, fyrrum stjórnarmaður í KSÍ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri formanns KSÍ sem fram fer á ársþingi sambandsins, 24. febrúar nk. Vignir sat í aðalstjórn KSÍ á árunum 2007 til 2019 og var áður formaður knattspyrnudeildar KA í tæp 7 ár.   Hann er i dag  varaformaður K.A.

Þá hefur hann síðustu tíu ár verið starfandi eftirlitsmaður knattspyrnuleikja á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu.  

 „Ég þekki knattspyrnuhreyfinguna og innviði hennar vel, bæði hér heima og á alþjóðavísu, enda hefur íþróttin átt hug minn og hjarta frá því ég var ungur drengur. KSÍ gegnir afar veigamiklu samfélagslegu hlutverki en starfsemi sambandsins er umfangsmikil og teygir anga sína um allt land. Hlutverk sambandsins er meðal annars að vera andlit knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á afrekssviði með landsliðum sínum, sem hafa verið stolt okkar allra og borið hróður landsins um víða veröld.

Ekki síður gegnir KSÍ mikilvægu hlutverki í ræktun á veigamiklu uppeldis- og grasrótarstarfi inni í félögunum, sem er bæði ómetanlegt og viðurkennt. Formaður KSÍ á að sameina allt áhugafólk um íþróttina í eina breiðfylkingu – ég tel mig mjög hæfan í það hlutverk. Eftir að hafa velt stöðu mála gaumgæfilega fyrir mér síðustu vikur hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins,“ segir Vignir Már Þormóðsson.

Lesa meira

Stefán Viðar skipstjóri á Snæfelli EA 310: „Þessar 45 mínútur á hæsta fjalli Suður-Ameríku voru hreint út sagt stórfenglegar“

Stefán Viðar Þórisson skipstjóri á frystitogara Samherja, Snæfelli EA 310, kleif í byrjun ársins hæsta fjall Suður-Ameríku, Aconcagua í Andes-fjallgarðinum, sem er 6.962 metrum yfir sjávarmáli. Stefán Viðar hefur farið í nokkra háfjallaleiðangra á undanförnum árum, meðal annars klifið Kilimanjaro (5.895 m) og Mount Meru (4.562 m) í Tansaníu.

Aconcagua er einn af „Tindunum sjö“, sem eru hæstu fjöll heimsálfanna sjö og er Kilimanjaro í þessum sjö fjalla hópi.

Stefán Viðar sem býr á Reyðarfirði hefur alla tíð heillast af fjallgöngu, sem hann stundaði ungur að árum og eftir smá hlé var byrjað aftur og síðustu árin hefur stefnan verið sett á heimsfræga tinda.

Lesa meira

Óhentug og hreinlega hættuleg bílastæði við Glerárskóla og Klappir

„Þessi staða er hörmuleg. Ég trúi ekki öðru en að allir séu sammála um að það þurfi að auka öryggi barna sem koma að þessum skólum og bæta aðgengið,“ segir Anna Egilsdóttir móðir barna í Glerárskóla, en hún vakti athygli á hversu óhentug bílastæði eru við Glerárskóla, Klappir og Árholt í færslu í hóp íbúa í Holta- og Hlíðahverfi í vikunni.  Hún  segir þau hreinlega hættuleg líkt og þeir viti sem þar eru á ferð að morgni fyrir skólabyrjun viti.

Lesa meira

Samið um smíði líkans af Sólbak EA 5 fyrsta skuttogara ÚA

Á hádegi i dag var skrifað undir samning um smiði líkans af Sólbaki EA  5 en það nafn bar fyrsti skuttogari Útgerðarfélag Akureyringa.  Sólbakur kom til nýrrar heimahafnar fyrir 52 árum upp á dag  og því vel við hæfi að undirrita samning um smíði líkansins á þessum degi.  Þegar  Sólbakur  EA 5 lagðist að bryggju  hér fyrir þessum 52 árum viðraði eiginlega með sama hætti  og í dag.  Það var  ansi kalt á Togarabryggju á athafnarsvæði ÚA fyrir 52 árum  en stillt veður og mikil eftirvænting í fólki sem fjölmennti á bryggjuna til þess að fagna þessu nýja glæsilega fiskiskipi.   

Eins var í dag kalt, still veður  en þó ekki væri eins margt um manninn mátti glöggt sjá að þeir sem mættu voru spenntir fyrir því sem í vændum var.

Það er sem fyrr þegar kemur að því að smíða líkön af  togurum sem skipt hafa  máli i sögu bæjarins Sigfús Ólafur Helgason fyrrum sjómaður á togurum  ÚA sem hefur forgöngu í málinu  og  smiðurinn verður auðvitað sá sami og áður Elvar Þór Antonsson en hann smíðaði ,,Stellurnar" og nú nýverið lauk hann við að smiða Harðbak/Kaldbak.   Að undirskrift lokinni  var svo boðið upp á heitt gott kaffi og kleinur  um borð í Húna 

Her fyrir neðan er svo að finna ræðu sem Sigfús Ólafur  flutti við þetta tilefni í dag.:

Lesa meira

Einbúakaffi í Akureyrarkirkju í fyrsta sinn fimmtudaginn 15 febrúar n.k.

Sr. Hildur Eir Bolladóttir segir frá þvi í færslu á Facebook nú í morgun að opið hús verði i Safnaðarheimilinu fyrir alla sem búa einir en lagni til þess að hitta  annað fólk og svala þannig  félagslegri þörf sinni.  Þarna verður hægt að grípa í spil, rifja upp mannganginn við taflborðið, vinna hannyrðir, greina ljóð, eða ræða um bækur, trúmál nú eða blessuð þjóðmálin og liklega skipulagssmál innanbæjar  eða bara segja skemmtilegar sögur. 

Drekka gott kaffi og hafa kleinu með því.

Sr. Hildur Eir segir  ennfremur að fyrirhugað sé að ,,Fá gesti í heimsókn sem kenna slökun, eða prjónaskap eða heimsspeki en umfram allt er þetta hugsað fyrir alla sem búa einir en hafa gaman af fólki á öllum aldri af öllum kynjum í breidd hinnar guðdómlegur sköpunar."

,,Prestarnir munu ekki láta sig vanta i gott kaffið sem ísbrjótar samskiptanna, leiða spjalllið hér og þar um salinn og njóta þess að vera með," eins og segir i tilkynningu.

Lesa meira

Götuhornið - Leigubílstjóri tuðar

Orðið gjafakvóti er sennilega eitt mesta öfugmæli íslenskrar tungu.  Þó ég sé ekki gamall hef ég þó verið leigubílsstjóri í tuttugu og fimm ár og man ég lengra aftur en það.  Ég man þá tíma þegar útgerðir máttu veiða eins mikinn fisk og þeim þóknaðist og höfðu skip til að veiða. Allir reyndu að kaupa mörg og stór skip til að geta keppst við að veiða sem mest af heildaraflanum á sem stystum tíma. Allt snerist um að veiða fisk, henda honum upp á bryggju sem fyrst og fara út aftur.

Þetta var auðvitað ekki sjálfbært. Við veiddum of mikið og nýttum það illa. Fiskistofnarnir voru í hættu og þar með efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Þá var ákveðið að skerða rétt útgerða til að veiða fisk. Það var gert með kerfi aflahlutdeilda.  Með öðrum orðum voru settar reglur um það að útgerð mátti ekki lengur veiða það magn leyfðs heildarafla sem hún vildi. Nú mátti hún bara veiða tiltekið hlutfall þess heildarafla sem ákveðinn var árlega. Með þessu var tekinn af mönnum réttur til veiða.  Frelsi útgerðanna var skert og þau máttu veiða minna af fiski en áður.  Fjölmargar þeirra þoldu þetta ekki og seldu skip og kvóta til þeirra sem gátu betur lagað sig að kvótakerfinu.

Það er óskiljanlegt hvernig kynslóðirnar sem ekki lifðu þessa tíma geta nú haldið því fram að þeim útgerðum sem þurftu að þola þessar skerðingar hafi verið gefið eitthvað. Ég held að mér þætti það ekki gjöf ef ég mætti á næsta sumri bara tína tiltekið magn af bláberjum en ekki það magn sem ég vil eins og ég hef gert hingað til. 

En nú eru annars bjartir tímar hjá íslenskri þjóð og allir geta fengið það sem þeir vilja. Þeir geta meira að segja valið sér kyn og búið sér til kyn ef þeim lýst ekki á þau kyn sem er í boði. Læknavísindin eiga erfitt með að fylgja þessum kynvísindum eftir því að enn eru aðeins tvö kyn í boði þegar maður vill fara í kynleiðréttingu. 

Það eru þrjár ríkisstjórnir í landinu. Hver og ein fer sínu fram og þær verja hver aðra falli þó einingin sé horfin. Ein þeirra virðist þó hafa flúið land því að ekkert hefur spurst til Framsóknarflokksins vikum saman. Það er reyndar bættur skaðinn eftir að þrjóturinn hann Sigurður Ingi lagði landið í rúst með því að leyfa bara hverjum sem er að keyra leigubíl. Það var mikið ógæfuspor. Hingað til hafa leigubílstjórar verið salt jarðar, heiðursmenn rómaðir fyrir kurteisi og góða siði.  En nú hefur hvaða kújóna og galfír sem verða vill verið hleypt inn í kerfið. Það mun hefna sín eins og allar aðrar tilslakanir.

Annars var ég á þorrablóti í Garðabæ um helgina. Þar var yndislegt skemmtiatriði í boði Lögmannafélagsins. Málin voru svo gerð upp eftir ball eins og tíðkaðist í sveitinni í gamla daga. Ég sá mynd af Brynjari í vikunni og hann hlýtur að hafa fengið heiftarlega á kjaftinn.

Það er loksins kominn verðmiði á Hofsbót 1.  Lágmarkið er 263 milljónir og geri aðrir betur.  Svo voru menn að halda því fram að BSO húsið sé einskis virði. Það er ómetanlegt og allir vita að hvergi er hægt að stíga inn í leigubíl en akkúrat þarna.

 

 

 

Lesa meira