Fréttir

Frumkvöðlasetur Driftar EA formlega opnað

Frumkvöðla- og nýsköpunarsetur Driftar EA hefur formlega verið opnað, en í dag standa dyr opnar fyrir gesti og gangandi að skoða glæsilega aðstöðu og kynna sér hvað í boði er, en frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum geta fegnið ráðfjöf og aðstoð við fjármögnun auk aðgangs að öflugu tengslaneti og góðri vinnuaðstöðu.

 

Lesa meira

Tónlist, gleði og góðgerðarmál í Íþróttahöllinni á Húsavík

Árlegir jólatónleikar Tónasmiðjunnar

Lesa meira

Kammerkór Norðurlands heldur ferna jólatónleika

Kammerkór Norðurlands heldur ferna jólatónleika um næstu helgi og mikil eftirvænting er meðal kórfélaga fyrir þessari stóru tónleikahelgi. 

Tónleikar verða haldnir í Þorgeirskirkju við Ljósavatn á laugardag kl. 15 þá í Bergi, Dalvík á laugardagskvöld kl. 20. Á sunnudag ferðast kórinn austur í Kelduhverfi og syngur í Skúlagarði kl. 14. Lokatónleikarnir verða svo í Hömrum, Hofi á sunnudagskvöld kl. 20

Lesa meira

Hafnasamlag Norðurlands styrkir Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis

Í þessari viku afhenti Jóhann Gunnar Kristjánsson varaformaður stjórnar fulltrúum Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis 1.000.000 kr. styrk frá Hafnasamlagi Norðurlands. 

Lesa meira

Hollywood klassík á svið á Húsavík

Menningin á Húsavík lifir góðu lífi en á laugardag frumsýndi 10. Bekkur Borgarhólsskóla leikverkið 10 hlutir – en það er byggt á hinni sívinsælu bíómynd, 10 Thing I Hate About You. Verkið hefur nú verið sýnt fyrir fullum sal alla vikuna og vakið aðdáun.

Lesa meira

Gríðarmikil og jákvæð breyting í vetrarferðaþjónustu

„Fram undan eru óvenju góðir mánuðir í vetrarferðaþjónustunni þar sem ferðamenn komast til Akureyrar með beinu flugi frá London, Manchester, Amsterdam og Zurich. Bókanir hafa gengið vel í flugi easyJet frá Bretlandi og greinilegt að þar eru á ferðinni Bretar í jólaheimsóknum,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands

Lesa meira

Norlandair tekur við áætlun milli Húsavíkur og Reykjavíkur í næstu viku

„Viðbrögðin eru mjög góð og bókanir fara vel af stað,“ segir Arnar Friðriksson framkvæmdastjóri Norlandair á Akureyri, en félagið tekur næsta mánudag, 16. desember við áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Fyrsta ferðin verður á miðvikudag, 18. desember. Flugið verður þjónustað af Icelandair á Reykjavíkurflugvelli

Lesa meira

Húsavík Farþegafjöldi í hvalaskoðunarferðum 2024

Á árinu 2024 fóru 112.666 manns í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík sem er um 15% samdráttur frá árinu 2023 sem var stærsta árið frá upphafi siglinga. Helsta ástæða samdráttar á milli ára er að fyrirtækin þurftu að fella niður mikið af ferðum vegna óvenjulegs tíðarfars undangengið sumar. Þróun farþegafjölda frá árinu 2016 má sjá á meðfylgjandi stöplariti. Fjögur fyrirtæki hafa boðið uppá í hvalaskoðunarferðir á þessu ári.

Lesa meira

Hermun á rýmum fyrir nýbyggingu við SAk

Í síðustu viku fóru fram hermiprófanir á rýmum vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk). Prófanirnar tóku meðal annars til sjúkrastofu, salernis á sjúkrastofu, lyfjaherbergis og skolherbergis. Hugtakið „hermun“ er íslensk þýðing á enska orðinu simulation og er notað um þessa aðferð.

Lesa meira

Komum skemmtiferðaskipa fækkar um tæp 17% næsta sumar

Á fundi stjórnar Hafnasamlags Norðurlands í gær kom fram í máli hafnarstjóra að í stefndi að nokkur fækkun yrði á komum skemmtiferðaskipa til hafna sem lúta stjórn samlagsins eða um tæp 17%

Lesa meira

JÓLASÍLDIN

Út var að koma bókin Síldardiplómasía. Þar er fjallað um síldina "á alla kanta", um síldina í myndlistinni, bókmenntunum, stíði og þá er fátt eitt nefnt. Þá eru þarna fjölmargar girnilegar síldaruppskriftir og hér á eftir birtist ein, sem vissulega hentar þeim tíma sem nú fer í hönd.
 
Lesa meira

Fyrsta húið risið í Móahverfi

Fyrsta húsið er risið í nýju Móahverfi á Akureyri. Það er fjölbýli og stendur við Laugarmóa 1. Alls verða í húsum við Lautarmóta 1 – 3 og 5 50 íbúðir með sameiginlegum bílakjallara. Áætluð afhending íbúðanna er 2026.

Lesa meira

Litróf orgelsins nr 2: Aðventa og jól

Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju ætlar að halda aðra tónleika sína í litrófstónleikaröðinni á laugardag, 14. desember kl. 12.

Umfjöllun um efnisskrána hefst kl. 11.45

Lesa meira

Framkvæmdir standa yfir í Glerárlaug

Framkvæmdir standa yfir í Glerárlaug og er útisvæðið við laugina því lokað. Sundlaugin sjálf er þó opin. Á útisvæðinu er verið að koma fyrir nýjum heitum pottum, útisturtu, saunaklefa og köldu kari, auk þess sem svæðinu verður breytt og bætt verulega.

Því miður bendir allt til þess að svæðið opni ekki fyrir jól, en stefnt er á opnun í byrjun janúar.

Afgreiðslutími vetrar, frá 24. ágúst til 31. maí

  • Mánudag til föstudaga: 06:45 – 08:00 og 18:00 – 21:00
  • Laugardaga: 09:00 – 14:30
  • Sunnudaga: 09:00 – 12:00
 
 
Lesa meira

Mikill snjómokstur kallar á aukið fé

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 við liðinn snjómokstur og hálkuvarnir upp á 60 milljónir króna.

Lesa meira

Blanda af fjölbýlishúsum og sérbýlishúsum í Móahverfi

Akureyrarbær hefur samþykkt að auglýsa eftir kauptilboði í 25 einbýlis- og þrjár raðhúsalóðir í Móahverfi.

Lesa meira

Jólin upp í kok!

Kona á rúmlega miðjum aldri heyrði um daginn lag Baggalúts um konu sem helst vill tékka sig inn á hótel á aðfangadag. Aldrei áður hafði ég lagt mig fram um að hlusta á textann sem talaði beint til mín  fyrir um tuttugu árum. Ef ég hefði heyrt hann þá er ekki ólíklegt að ég hefði pantað mér hótelherbergi um jólin.

Lesa meira

KEA kaupir eignasafn Íveru á Akureyri

Ívera íbúðafélag, áður Heimstaden, hefur gengið frá samningum við dótturfélag KEA um kaup hins síðarnefnda á um 120 íbúðum Íveru á Akureyri. Kaupverð eignanna er rúmir 5 milljarðar króna.

Ívera hefur nýverið gefið út áform um tvöföldun á eignasafni sínu sem er í dag um 1.600 íbúðir. Sala eignanna á Akureyri er liður í endurskipulagningu eignasafnsins og styrkir undirstöður félagsins fyrir frekari vöxt. Í viðræðunum lögðu Ívera og KEA áherslu á áframhaldandi húsnæðisöryggi fyrir leigutaka íbúðanna en stefna KEA er að reka íbúðasafnið til langs tíma og stefnir félagið á frekari vöxt á þessu sviði. Því munu viðskiptin ekki að hafa neikvæð áhrif á núverandi leigutaka. Viðskiptin marka brotthvarf Íveru af íbúðamarkaði á Akureyri og félagið stefnir ekki á frekari umsvif þar í náinni framtíð.  Stefnt er að afhendingu eignanna fyrir jól.

 

---

Lesa meira

Góð reynsla af símafríi

Góð reynsla hefur verið af símafríi í grunnskólum Akureyrarbæjar síðan símasáttmáli var innleiddur í upphafi skólaársins. Reglurnar kveða á um að símar eru ekki leyfðir á skólatíma, hvorki í skólanum né á skólalóðinni, en unglingastigið fær að nota síma í frímínútum á föstudögum.

Lesa meira

3,5 milljarða styrkur til að tryggja vatnsgæði á Íslandi

Umhverfisstofnun, ásamt 22 samstarfsaðilum, hefur hlotið um 3,5 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til að vinna að fjölbreyttum verkefnum til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Verkefnið ber yfirskriftina LIFE ICEWATER og er ætlað að: 

Lesa meira

Slæm loftgæði í dag – unnið er að rykbindingu

Loftgæði á Akureyri eru slæm í dag vegna mikils svifryks, sem stafar af hægum vindi, stilltu veðri og mengun. Þau sem eru viðkvæm fyrir, svo sem aldrað fólk, börn og einstaklingar með viðkvæm öndunarfæri, eru hvött til að takmarka útivist og áreynslu, sérstaklega nálægt fjölförnum umferðargötum.

Lesa meira

Holllvinir SAk enn á ferð - Nýr hitakassi á barnadeild

Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) hefur fengið nýjan og fullkominn hitakassa af gerðinni Babyleo frá Dräger. Kassinn leysir af hólmi eldri gerð sem komin var til ára sinna og ekki lengur hægt að fá varahluti í. 

Nýi hitakassinn er bæði notendavænn og auðveldur í umgengni og mun nýtast afar vel á hágæslu nýbura á barnadeildinni. Á deildina leggjast inn veikir nýburar og fyrirburar sem fæddir eru eftir 34 vikna meðgöngu og eru hitakassar lykilbúnaður í meðferð þeirra.

 

Lesa meira

Fyrstu önn Leiklistaskóla Draumaleikhúsins lokið

Fyrstu önn Leiklistarskóla Draumaleikhússins lauk um helgina með nemendasýningu í Deiglunni.  Sýningin; Elísabet Scrooge - Alein á jólum var sýnd  og var hún lokapunktur af 12 vikna námskeiði á 1.stigi. 

Lesa meira

Starfsfólk í Hlíðarfjalli auglýsir eftir vetrinum!

,,Það er svo misjafnt sem mennirnir hafast að“  segir í Hótel Jörð  Tómasar Guðmundssonar og það má etv heimfæra upp á þá stöðu sem uppi er í veðrinu?   Sumir vilja snjó strax og mikið af honum,  meðan aðrir  fagna hverjum degi í snjóleysi. 

Lesa meira

Framkvæmdir við borholu á Svalbarðseyri

Í haust stóðu yfir framkvæmdir á borholu SE-01 á Svalbarðseyri. Hola SE-01 er 928 metra djúp og upp úr henni rann sjálfrennandi vatn, um 4,6 l/s og 55°C heitt. Holan var notuð fyrir hitaveitu Svalbarðseyrar allt til ársins 2003, en þá var lögð stofnlögn frá Brunná að Svalbarðseyri og hefur því vatn frá Laugalandi þjónað Svalbarðsstrandarhreppi síðan. Eftir það hefur hola SE-01 eingöngu verið notuð fyrir bæinn Svalbarð.

Lesa meira

Bergur Jónsson nýr yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra

Þann 1. nóvember síðastliðinn tók Bergur Jónsson við sem nýr yfirlögregluþjónn hjá embættinu. Bergur er fæddur og uppalinn Akureyringur og hefur starfað sem lögreglumaður frá árinu 1995, bæði sem rannsóknarlögreglumaður, lögreglufulltrúi og varðstjóri í sérsveit.

Lesa meira

Alls tóku 33 einstaklingar í Eyjafjarðarsveit þátt í átakinu Syndum sem fram fór í nóvember.

Alls tóku 33 einstaklingar í Eyjafjarðarsveit þátt í átakinu Syndum sem fram fór í nóvember. Átakið var á vegum ÍSÍ og var því ætlað að hvetja landsmenn til að nýta sundlaugar landsins til hollrar hreyfingar.

 

Lesa meira