Fréttir

Hollvinir SAk gáfu tækjabúnað fyrir nær 62 milljónir

Á árinu 2024 gáfu Hollvinir Sjúkrahúsinu á Akureyri tækjabúnað að andvirði tæplega 62 milljóna króna. Gjafirnar bæta starfsaðstöðu starfsfólks SAk og gerir þeim kleift að bæta þjónustu við sjúklinga.

 

Lesa meira

Minningarorð - Brynjar Elís Ákason

Brynjar Elís Ákason.

Þar sem englarnir syngja sefur þú
Sefur í djúpinu væra
Við hin sem lifum, lifum í trú
Að ljósið bjarta skæra
Veki þig með sól að morgni
Veki þig með sól að morgni

Drottinn minn faðir lífsins ljós
Lát náð þína skína svo blíða
Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós
Tak burt minn myrka kvíða
Þú vekur hann með sól að morgni
Þú vekur hann með sól að morgni

Faðir minn láttu lífsins sól
Lýsa upp sorgmætt hjarta
Hjá þér ég finn frið og skjól
Láttu svo ljósið þitt bjarta
Vekja hann með sól að morgni
Vekja hann með sól að morgni

Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
Svala líknarhönd
Og slökk þú hjartans harmabál
Slít sundur dauðans bönd
Svo vaknar hann með sól að morgni
Svo vaknar hann með sól að morgni

Farðu í friði vinur minn kæri
Faðirinn mun þig geyma
Um aldur og ævi þú verður mér nær
Aldrei ég skal gleyma
Svo vöknum við með sól að morgni
Svo vöknum við með sól að morgni

Höf: Bubbi Morthens.

Lesa meira

Margir kórfélagarfélagar sungið saman í áratugi

Kirkjukór Húsavíkur er einn af hornsteinum menningar í bænum

Lesa meira

Birkir Blær yfirgefur Universal og freistar gæfunnar á eigin vegum

„Eftir samskipti mín við Universal og reynslu margra annarra tónlistarmanna sem ég þekki hef ég tekið þá ákvörðun að vera sjálfstæður. Fyrir mig er það einfaldara en fyrir marga aðra, því ég spila á öll hljóðfæri sjálfur, tek upp, útset og hljóðblanda allt sjálfur,» segir Birkir Blær Óðinsson 25 ára tónlistarmaður frá Akureyri og Eyjafjarðarsveit sem hefur sagt skilið við Universal útgáfufyrirtækið og hyggst freista gæfunnar á eigin vegum.

 

Lesa meira

Kaffipressan kaupir Kaffistofuna

Kaffipressan hefur keypt rekstur handverkskaffibrennslu Kaffistofunnar en Kaffistofan hefur sérhæft sig í þróun og sölu á handverkskaffi á Íslandi allt frá stofnun fyrirtækisins í ársbyrjun 2022.

 

Lesa meira

Grófin Geðrækt komin í nýtt húsnæði

Grófin Geðrækt flutti í nýtt húsnæði í nóvember á liðnu ári eftir að upp kom mygla í húsnæðinu þar sem hún áður var. Einstaklingar voru farnir að finna fyrir miklum einkennum vegna mylgunnar og því bráðnauðsynlegt að koma starfseminni fyrir á nýjum stað hið fyrsta. Nýverið var opið hús á nýja staðnum sem er ekki ýkja langt frá þeim fyrri, en nú hefur Grófin Geðrækt komið sér vel fyrir við Hafnarstræti 97, á efstu hæð hússins og hægt að koma þar að hvort heldur sem er með lyftu frá göngugötunni eða fara um Gilsbakkaveg.

 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Nýtt sýningaár formlega hafið

Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í gær var dagskrá ársins 2025, ný árbók og komandi starfsár kynnt. Einnig var formlega tilkynnt um útgáfu sérstakrar bókar um sýningaröðina Sköpun bernskunnar, þar sem skólabörn og starfandi listafólk leiða árlega saman hesta sína í Listasafninu. Árbók safnsins er nú öllum aðgengileg og gjaldfrjáls í anddyri safnsins auk valdra staða á Akureyri

 

Lesa meira

Sala Húsavíkurgjafabréfa eykst á milli ára

Á stjórnarfundi Húsavíkurstofu fyrir skemmstu var farið yfir uppgjör á sölu á Húsavíkurgjafabréfunum sem hafa notið vinsælda í jólapökkum Húsavíkinga undanfarin ár en salan bréfanna hefur aukist á milli ára.

 

Lesa meira

Norðurorka - Ný og stærri dæla sett upp á Reykjum

Ný og stærri dæla var á dögunum sett upp á vinnslusvæðinu á Reykjum í Fnjóskadal. Hún eykur dælugetuna og þar með afhendingaröryggi veitunnar sem er með lengri hitaveitum landsins.

Lesa meira

Viðvörun vegna veðurs

Súlur björgunarsveitin á Akureyri sendi frá sé áminningnu til okkar  í morgun og  er full ástæða til þess að deila skrifum þeim hér þvi góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Lesa meira