
Eldri borgarar hafa áhyggjur af öryggismálum í Sölku
Fulltrúar í Félagi Eldri borgara á Akureyri hafa lýst yfir áhyggjum sínum af öryggismálum í kjallara félagsmiðstöðvarinnar Sölku í Víðilundi á Akureyri. Þeir hvetja til þess að vinnueftirlit, heilbrigðiseftirlit og eldvarnareftirlit verði fengið til að gera heildarúttekt á húsnæðinu vegna þeirrar starfsemi sem þar fer fram á vegum Akureyrarbæjar.