Gönguleið meðfram vesturströnd Hríseyjar
Framkvæmdir við gönguleið á vesturströnd Hríseyjar hafa gengið vel og standa vonir til að hægt verði að klára verkefnið fyrir sumarið. Gönguleiðin bætir aðgengi, upplifun og öryggi notenda og aðlagar svæðið að fjölbreyttari útivistarhópum, eins og göngu-, hjóla-, sjósunds- og fuglaáhugafólki.