Skiptinemi í Kína
Á heimasíðu VMA í dag gefur að líta viðtal við Huldu Ómarsdóttur en hún útskrifaðist af listnáms- og hönnunarbraut VMA vorið 2021. Hulda ákvað að því loknu, eins og hún orðar það, að skipta algjörlega um gír og sækja um nám í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Hún er núna á þriðja ári í náminu og ver þessu skólaári í skiptinámi í Kína.