
Ný flugstöð formlega tekin í notkun í dag á 70 ára afmæli Akureyrarflugvallar
Nýja flugstöðin á Akureyrarflugvelli verður formlega tekin í notkun í dag, fimmtudaginn 5. desember sem og nýtt flughlað. Vígsla nýrrar flugstöðvar er ekki tilviljun nú í byrjun desember en í upphafi jólaaðventunnar fyrir 70 árum, nánar tiltekið sunnudaginn 5. desember 1954, var flugvöllurinn vígður. Þá lentu tvær flugvélar Flugfélags Íslands þar í fyrstu farþegaflugunum um Akureyrarflugvöll.