
Á að skreyta um helgina?
Norðurorka minnir okkur á hvers skal gæta í sambandi við útiseríur og annað jólaskraut en ekki þarf að efast um að margir munu nota gott veður um helgina til þess að ,,punta og pena”.
Norðurorka minnir okkur á hvers skal gæta í sambandi við útiseríur og annað jólaskraut en ekki þarf að efast um að margir munu nota gott veður um helgina til þess að ,,punta og pena”.
„Lækkun tollahindrana skapar tækifæri fyrir landbúnaðinn.”
Já, þetta fullyrðir Viðreisn í stefnuskrá sinni. Bætir við: “Endurskoða þarf reglulega áhrif tolla á frjáls viðskipti og matvælaverð.”
Svo reyndar ekki bofs meir. Punktur.
Brátt göngum við til kosninga einu sinni enn. Í annað skipti á þessu ári. Síðast tókst okkur vel til og völdum við okkur forseta sem við verðum stolt af.
Núna eru vonbiðlarnir þeir sem vilja setjast á Alþingi Íslendinga og sýna þar hvað í þeim býr.
„Þetta verður mikil og jákvæð breyting, aðstaðan er mun rýmri en áður og betri á allan hátt,“ segir Sigurbjörn Þór Jakobsson framkvæmdastjóri Pharmarctica á Grenivík en á morgun laugardag verður opið hús hjá fyrirtækinu frá kl 14 þar sem gestir og gangandi geta skoða nýja og glæsilega aðstöðu fyrirtækisins við Lundsbraut.
Heimahjúkrun HSN á Akureyri hefur náð þeim merka áfanga að hafa gefið 50.000 lyfjaskammta með aðstoð Evondos lyfjaskammtara. Mikill ávinningur er af notkun lyfjaskammtara, vitjunum hefur fækkað og þá gefst meiri tími til að sinna öðrum verkefnum.
„Við munum halda áfram að þróa gjaldskrárbreytingar í leikskólum en teljum þetta hafi verið afar góða breytingu og jákvæða þróun í starfsumhverfi í leikskólum á Akureyri bæði fyrir starfsfólk og börn,“ segir í bókun meirihluta bæjarráðs.
„Dæmi eru um að viðskiptavinir Orkuveitu Húsavíkur, ekki síst fjölskyldufólk og fólk í viðkvæmri stöðu, hafi sett sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna og krafist þess að Framsýn geri athugasemdir við boðaðar hækkanir á gjaldskrám orkuveitunnar um áramótin. Fólki er greinilega misboðið.,“ segir á vef Framsýnar.
Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands kallað eftir því að stjórnmálaöfl skýri sjónarmið sín í málefnum landbúnaðarins. Það var athyglisvert að heyra málflutning þeirra því staðreyndin er sú að bændum á Íslandi hefur fækkað mikið, sérstaklega í mjólkurframleiðslu þótt að á sama tíma hafi orðið talsverð framleiðsluaukning.
Það er óhætt að segja að veðurspá hafi gengið ágætlega eftir en appelsínugul viðvörun er yfirstandandi og má búast við að hér á Akureyri og nágrenni muni blása hressilega til miðnættis, en þá ætti allt að detta í dúnalogn.
Fjöldi íbúða sem eru í byggingu á Norðurlandi eystra er ekki nægilega mikill til að uppfylla þörf samkvæmt húsnæðisáætlunum sveitarfélaganna í landshlutanum. Það er mat HMS sem byggir á nýlegri talningu á íbúðum í byggingu.
Kosningarnar eftir mánuð munu snúast um að skapa betri lífskjör fyrir venjulegt fólk hér á landi. Fyrir mér ættu framboðin nú að leggja fram sínar leiðir til að taka á verðbólgu, skapa tækifæri, efla velferðarkerfið og standa vörð um náttúruna, en sum hafa valið að spila á okkar lægstu hvata; ótta og andúð.
Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Verðlaunin voru upprunalega stofnuð til að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á því góða og metnaðarfulla starfi sem stundað er í skólum og frístundastarfi.
Í dag var undirritaður þjónustusamningur Akureyrarbæjar og Svalbarðsstrandarhrepps um að íbúum hreppsins verði veitt fullt aðgengi að safnakosti og þjónustu Amtsbókasafnsins á Akureyri.
Umgengni á athafnasvæði Skútabergs á Moldhaugnahálsi hefur verið til umræðu hjá Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra um skeið, en nefndin lýsti fyrir nokkru yfir vonbrigðum með að áform um tiltekt á svæðinu hefðu ekki gengið eftir.
Ísland er fámennt en stórt land. Íbúaþróun síðustu áratugi hefur á margan hátt verið óskynsamleg. Samkvæmt gögnum frá Hagstofunni búa nú nálægt 80% landsmanna á stórhöfuðborgarsvæðinu en 20% landsmanna á gríðarlega víðfeðmu landsvæði utan þess. Fá dæmi eru um slíka samþjöppun búsetu í nokkru landi og fyrir vikið er það flókið verkefni að tryggja öllum landsmönnum fyrsta flokks lögbundna þjónustu, þótt sannarlega sé það bráð nauðsynlegt. Það á ekki síst við um réttinn til heilbrigðisþjónustu.
Þingeyingar hafa lengi barist fyrir því að áætlunarflugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur verði viðhaldið enda um mikilvæga samgöngubót að ræða, ekki síst fyrir heimamenn, ferðamenn og blómlegt atvinnulíf í Þingeyjarsýslum.
Landssamband eldri borgara LEB eru samtök 56 aðildarfélaga sem eru dreifð um allt land með um 36.000 félaga. Þeir sem eru orðnir 60 ára geta gengið í félögin.
Þrjár viðurkenningar voru veittar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi sem að þessu sinni var haldin í Eyjafirði, í Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakkahreppi. Þær voru fyrirtæki ársins, hvatningarverðlaun ársins og fyrir störf í þágu ferðaþjónustu. Á uppskeruhátíðinni var farið í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru. Hátíðin tókst afar vel og lauk með hátíðarkvöldverði á Laugaborg í Hrafnagilshverfi, kvöldskemmtun, dansi og mikilli gleði.
Togarinn Harðbakur EA 3 heldur senn til veiða eftir ýmsar endurbætur og uppfærslur í Slippnum á Akureyri, auk þess sem skipið var heilmálað.
Harðbakur er fimm ára gamalt skip, smíðað í Vard-Aukra skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið kom til Akureyrar 9. nóvember 2019 og strax í kjölfarið tók Slippurinn við því, þar sem settur var vinnslubúnaður um borð. Harðbakur er 29 metra langur og 12 metra breiður. Skipið er gott í alla staði, bæði hvað varðar vinnslubúnað og aðbúnað áhafnar.
Tónlistarskóli Eyjarfjarðar hefur náð þeim einstaka áfanga að vera fyrsti tónlistarskólinn á Íslandi til að fara í Græn skref „og mega þau vera stolt af því,“ segir á vefsíðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, SSNE.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra hefst 7. nóvember n.k. Alls hafa 31.039 atkvæðarétt í kjördæminu, flestir þeirra og það kemur ekki á óvart frá Akureyri eða 15.057 manns.
Markaðsstofa Norðurlands veitir viðurkenninguna Fyrirtæki ársins til fyrirtækis sem er búið að slíta barnsskónum og hefur skapað sér sterka stöðu á markaði. Fyrirtækið hefur unnið að stöðugri uppbyggingu, vöruþróun og nýsköpun og er með höfuðstöðvar á Norðurlandi.
Að refsa einstaklingi fyrir alvarleg afbrot með fangelsisvist, er eitthvað sem flestir geta verið sammála um að sé nauðsynlegt. Fæstir átta sig hins vegar á hve frelsissviptingin ein og sér hefur gríðarleg áhrif á einstakling sem dæmdur hefur verið til vistar í fangelsi og ef betrunarúrræðin eru ekki til staðar er næsta öruggt að sá einstaklingur er lýkur afplánun, kemur út í samfélagið aftur í verra ástandi en hann var í þegar afplánun hófst. Stundum held ég að þessi hópur samfélags okkar sé álitinn hin skítugu börn Evu sem flestir vita af en enginn vill af þeim vita. Eins og að vandamálin hverfi um leið og kveðinn er upp dómur. Allir þeir einstaklingar sem fá á sig dóma eru synir, dætur, bræður, systur og barnabörn einhverra. Að afplána dóm hefur ekki bara gríðarleg áhrif á fangann heldur líka hans nánustu aðstandendur sem ég tel vera algjörlega týndan hóp innan kerfisins. Kerfis sem fyrir löngu er molnað í sundur. Kerfi sem nær ekki að eiga samskipti. Kerfi sem þarf að taka alvarlega til í og snýst hreinlega um líf eða dauða fólksins okkar.
Við vanmetum oft það sem þykir sjálfsagt!
Árið 1843 rak kosningaréttur fyrst á fjörur okkar Íslendinga með tilskipun Kristjáns VIII, en eingöngu til karlmanna eldri en 25 ára sem áttu jörð. Það var um 2% íslensku þjóðarinnar.
Árið 1857 var ekki lengur þörf á að eiga jörð, nægjanlegt að búa á eigin heimili og borga skatta. Konur virtust ekki vera landsmenn á þessum tíma.
Grímseyingar óska eftir aðstoð við að fá aðra tímasetningu en nú er þegar fyrirhugað er að ferjan Sæfari sem siglir milli lands og eyjar fer í slipp, sem er „afleit tímasetning bæði hvað varðar sjávarútveg og sérstaklega slæmt fyrir ferðaþjónustu í eynni,.“ segir í bókun frá íbúafundi sem haldinn var í eyjunni.
Framkvæmdir eru hafnar við talsvert umfangsmiklar breytingar á innisundlaugin í Sundlaug Akureyrar. Umhverfis- og mannvirkjaráð hefur samþykkt að taka lægstu tilboðum í lagnir, raflagnir og múrverk en hafnaði aftur á móti tilboðum sem bárust í útboði á verkefnum í húsasmíði og blikksmíði þar sem þau voru hátt yfir kostnaðaráætlun.
„Þetta var dásamlegur dagur og við erum þakklátar öllu því góða fólki sem styður við bakið á okkur, við erum eiginlega alveg vissar um að við er með langbesta fólki í kringum okkur,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra fjögurra kvenna sem reka nytjamarkaðinn Norðurhjálp.