
Vegagerðin hyggst fella hluta Hjalteyrarvegar af þjóðvegaskrá
Vegagerðin hefur tilkynnt sveitarstjórn Hörgársveitar um þau áform sín að fella niður vegarkafla Hjalteyrarvegar af þjóðvegaskrá. Um er að ræða um eins kílómetra langan kafla vegarins sem nær frá Bakkavegi og niður að hafnarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að þessi kafli vegarins falli af vegaskrá frá og með 1. desember 2024. Veghald hans verður frá og með þeim tíma ekki á ábyrgð Vegagerðarinnar.
Sveitarstjórn Hörgársveitar hafnar alfarið þessum áformum Vegagerðarinnar