Fréttir

Sundlaugar Akureyrar - Ríflega 400 þúsund gestir á liðnu ári

„Það er líf og fjör hjá okkur alla daga og jafnan mikið um að vera,“ segir Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður Sundlauga Akureyrar. Nýtt útisvæði var tekið í notkun nýverið við Glerárlaug og framkvæmdir standa sem hæst við breytingar í innlauginni við Sundlaug Akureyrar.

 

Lesa meira

Súlur Björgunarsveit býður á opið hús í tilefni af 25 ára afmæli

Súlur Björgunarsveit á Akureyri fagnaði 25 ára afmæli sínu á liðnu hausti. Sveitin varð til með sameiningu þriggja björgunarsveita; Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri, Hjálparsveitar skáta á Akureyri og Sjóbjörgunarsveit SVFÍ. Stofndagur var 30. október árið 1999 „Þetta varð mikið gæfuspor og til varð ein öflugasta björgunarsveit landsins sem á sér sterkt bakland meðal íbúa og fyrirtækja á Akureyri,“ segir Halldór Halldórsson formaður Súlna.

Lesa meira

MA-Dagný Reykjalín gefur skólanum mynd af Gamla skóla

Í október sl. fagnaði Gamli skóli 120 ára afmæli, en hann var reistur að sumri 1904.

 

Lesa meira

VMA-Plast er ekki bara plast

Plast er ekki það sama og plast. Því komust nemendur Jóhannesar Árnasonar að í verklegum tíma í efnafræði.

 

Lesa meira

Akureyri-Verkefnastjórar sinna stuðningi við nemendur af erlendum uppruna

Í öllum grunnskólum á Akureyri starfa verkefnastjórar sem sinna stuðningi við nemendur af erlendum uppruna. Tilraunaverkefnið hófst árið 2020 í Brekkuskóla og Oddeyrarskóla og haustið 2021 byrjaði Síðuskóli með sitt tilraunaverkefni, þar sem Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir var ráðin í stöðu ÍSAT kennara og utanumhald allra fjöltyngda nemenda. Haustið 2022 voru svo verkefnastjórar ráðnir í öll skólahverfi og á sama tíma var aukið í stuðning við fjöltyngda nemendur í grunnskólum bæjarins.

 

 
Lesa meira

Shawlee Gaudreault og Jóhann Már Leifsson íþróttafólk SA fyrir árið 2024.

Bæði tvö koma úr íshokkídeild félagsins og eru íþróttakona og íþróttakarl íshokkídeildar. Bæði  eru tilnefnd af Skautafélagi Akureyrar til Íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2024.

Lesa meira

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Okkur berst til eyrna að loka eigi annarri af tveimur eftirstandandi flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. Veruleg skerðing, með öðrum orðum, á bæði flugöryggi og nýtingarmöguleikum flugvallarins. Á sama tíma heyrum við að vel gæti þurft að loka hinni brautinni - í lengri eða skemmri tíma - meðan unnið er að uppbyggingu nýrrar brúar yfir Fossvoginn. Af hverju er það svo, að við þurfum trekk í trekk að minna á þá staðreynd að flugsamgöngur til og frá höfuðborgarinnar eru hryggjarstykkið í byggðaþróun og byggðastefnu landsins?

Lesa meira

Lokanir á flugbrautum hafa áhrif á batahorfur og lífslíkur tuga sjúklinga ár hvert

Þann 10. janúar sl. var tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta.

Lesa meira

Einn af hverjum tíu í hættu að þróa með sér kulnun í foreldrahlutverki

Eitt af hverjum tíu foreldrum sem tóku þátt í rannsókn Helgu Sifjar Pétursdóttir iðjuþjálfa eiga á hættu að þróa með sér eða vera að glíma við kulnun í foreldrahlutverki. Hægt er að vinna sig út úr því ástandi en það er engin ein leið sem hentar öllum þar sem aðstæður eru ólíkar milli fjölskyldna.

Lesa meira

Snjómokstur í fullum gangi

Töluvert hefur snjóað í bænum um helgina og þennan mánudagsmorguninn er víða illfært um íbúðagötur og stíga. Unnið er að snjómokstri og er mikill fjöldi tækja í notkun á vegum sveitarfélagsins og verktaka.

Lesa meira

Leigusamningi Norðurhjálpar sagt upp Hafa deilt út 26 milljónum til fólks sem þarf aðstoð

„Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir okkur,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra kvenna sem standa að Norðurhjálp, nytjamarkaði sem hefur verið til húsa við Dalsbraut á Akureyri. Ljóst er að rýma þarf markaðinn fyrir lok febrúarmánaðar næstkomandi en leigusamningi Norðurhjálpar hefur verið sagt upp.  Öll innkoma af markaðnum, ef frá er talin leiga fyrir húsnæði,  hefur farið í að rétta þeim sem höllustum fæti standa í samfélaginu aðstoð. Á liðnu ári veitti Norðurhjálp alls 26 milljónir króna til fólks á Norðurlandi.

Lesa meira

Töluverðar fjárfestingar hjá Höfnum Norðurþings

Á liðnu ári var lokið við framkvæmdir við Húsavíkurhöfn á nýrri flotbryggju fyrir hvalaskoðun, auk þess var sett upp tenderbryggja til að taka á móti farþegum skemmtiferðaskipa.

Lesa meira

Vigdís og Súðavík

Nýtt ár 2025. Það eru 50 ár síðan kvennafrídagurinn var haldinn, 45 ár síðan Vigdís var kjörin forseti Íslands og 30 ár síðan snjóflóðin fóru fyrir vestan. Allt eru þetta atburðir sem lifa ferskir í minni þeirra sem upplifðu þá. Vendipunktar í lífi þjóðar.

 

Lesa meira

Alicja og Örn sundfólk Óðins 2024

Alicja Julia var stigahægt sundkvenna Óðins er hún hlaut 595 FINA stig fyrir 200 metra skriðsund í 25 metra laug á Íslandsmeistaramótinu sem fór fram í Hafnarfirði í nóvember. Tími Alicju Juliu var 2:11.14

Lesa meira

Skuggabani er kominn á kreik

Skuggabani er nýjasta afurð hljómsveitarinnar Tonnataks sem hefur nokkuð jafnt og þétt komið út nýjum lögum á undanförnum árum og árið 2025 verður ekki skilið útundan

Lesa meira

Aukning í bókunum skemmtiferðaskipa til Norðurþings

-Varnarsigur segir forstöðumaður Húsavíkurstofu

Lesa meira

„Hér er allt morandi í hæfileikum“

Stórhuga ævintýramenn hjá Castor miðlun

Lesa meira

Ljóðastund með Arnari Jónssyni

Það jafnast ekkert á við fallegan flutning á góðu ljóði. Ljóðaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara ljóðastundir með leikaranum Arnari Jónssyni í stofu Davíðshúss laugardaginn 18. janúar kl. 17 og sunnudaginn 19. janúar kl. 14.

Lesa meira

„Villtustu handrit geta orðið að veruleika“

-Segir Ágúst Þór Brynjarsson um Eurovision-drauminn

Lesa meira

Leiðsögn um helgina í Listasafninu á Akureyri

Um helgina verður boðið upp á tvenns konar leiðsögn um fjórar sýningar Listasafnsins á Akureyri. Á laugardaginn kl. 15 verður leiðsögn um sýningar Fríðu Karlsdóttur, Ekkert eftir nema mýktin, og Jónasar Viðars, Jónas Viðar í safneign. Aðgangur er innifalinn í miðaverði. Á sunnudaginn kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, stýra fjölskylduleiðsögn og segja börnum og fullorðnum frá sýningunni Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar og sýningu Sólveigar Baldursdóttur, Augnablik – til baka. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna. Aðgangur á fjölskylduleiðsögnina er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnkennslu og fræðslu fyrir börn og fullorðna í Listasafninu.

 

Lesa meira

Ný Sóknaráætlun Norðurlands eystra samþykkt

Ný Sóknaráætlun Norðurlands eystra var samþykkt nýverið. Hún hefur þegar tekið gildi og  Ný gildir til loka árs 2029. Áætlunin er stefnumótandi og í henni hafa heimamenn sameinast um framtíðarsýn, markmið og verkefni.

Lesa meira

Jafnréttisáætlun Háskólans á Akureyri fyrir árin 2025-2028

Jafnréttisáætlun Háskólans á Akureyri fyrir árin 2025-2028 var samþykkt af Háskólaráði í lok nóvember á liðnu ári og af Jafnréttisstofu um miðjan desember síðastliðinn.

 

Lesa meira

Karlakór Akureyrar-Geysir gefur út nýja plötu á Spotify

„Það er mikill fengur að þessari plötu og við finnum fyrir miklum áhuga,“ segir Benedikt Sigurðarsson formaður Karlakórs Akureyrar-Geysis sem nýverið setti í spilum nýja plötu á Spotify. Titill plötunnar er Karlakór Akureyrar-Geysir 100 ár. Á plötunni eru alls 9 lög sem hljóðrituð voru í nóvember 2023. Kórinn fagnaði  100 ára samfelldu kórastarfi á Akureyri árið 2022.Söngstjóri Karlakórs Akureyrar-Geysis  er Valmar Väljaots sem tók við kórnum árið 2021

Lesa meira

Fáránleiki nýja ársins

Egill P. Egilsson skrifar um afneitun lífsins nautna 

 

Lesa meira

Okkar heimur vinnur að því að setja upp fjölskyldusmiðju á Akureyri

 Velferðarráð Akureyrar er tilbúið að styrkja verkefni sem góðagerðarsamtökin Okkar heimur hefur óskað eftir um 400 þúsund krónur með þeim fyrirvara að fyrir liggi að það sé að fullu fjármagnað og ljóst að það fari af stað eins og það er orðað í bókun Velferðarráðs.

Lesa meira

Fræðslu- og lýðheilsuráð skoðar notkun á Hreyfikorti eldri borgara um mitt ár

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrar mun um mitt þetta ár,  2025 taka stöðuna á notkun Hreyfikorts og fara yfir kosti og galla þess. Ráðið mun þá leita álits öldungaráðs Akureyrarbæjar um hvernig til hefur tekist.

Lesa meira

Gefins bækur í dag!

 Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps hefur verið lagt niður og gerður þjónustusamningur við Amtsbókasafnið sem mun veita íbúum Svalbarðsstrandarhrepps sömu þjónustu og íbúum Akureyrarbæjar hvað varðar aðgang að safnakosti og annarri þjónustu sem safnið hefur upp á að bjóða hverju sinni.

Lesa meira