Fréttir

Útisvæðið við Glerárlaug opnað í dag eftir endurbætur.

Útisvæðið við Glerárlaug var opnað í dag eftir umfangsmiklar endurbætur. Gestir geta nú nýtt sér nýja heita potta, kalt kar, útisturtu og saunaklefa. Skipt var um yfirborðsefni á svæðinu og aðgengi og umhverfi bætt. Auk þess voru gömlu útiklefarnir fjarlægðir og skjólveggurinn endurnýjaður að hluta.

Lesa meira

„Amaróhúsið“ sett í sölu

Fram­kvæmdasýslan - Ríkis­eignir (FSRE) hefur sett gömlu heilsugæslu­stöðina á Akur­eyri, Hafnar­stræti 99-101, í sölu ásamt öllu því sem eigninni fylgir. Óskað er eftir tilboði í eignina. Fasteignamat er tæplega 340 milljónir króna og brunabótamat 860 milljónir.

Lesa meira

Dreifingu Dagskrár seinkar í dag

Vegna  vandræða i samgöngum milli  Reykjavíkur  og Akureyrar í nótt seinkar dreifingu á Dagskránni verulega i dag.  Blaðið er hinsvegar  komið á vefinn og geta  þvi áhugasamir skoðað það með þvi að smella á  slóðina hér fyrir neðan.

https://issuu.com/dagskrain/docs/0225_dagskrain_vefur

Lesa meira

Nýr samningur Akureyrarbæjar og Skákfélags Akureyrar undirritaður

Í gær var undirritaður nýr samningur Akureyrarbæjar við Skákfélag Akureyrar sem hefur það að meginmarkmiði styðja við starf barna og ungmenna og gefa þeim kost á heilbrigðu og metnaðarfullu félags- og æskulýðsstarfi.

Lesa meira

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er haldið í Kópavogi og samhliða því er heil vika af spennandi viðburðum með mismunandi áherslum. Þar er meðal annars rætt um tækniþróun, ráðstefnur, sjálfbærni og auðvitað markaðssetningu. Nú eru liðin 11 ár frá því að hugmyndin um Mannamót varð til í einu af mörgum samtölum Markaðsstofanna um hvernig mætti efla íslenska ferðaþjónustu og vinna að dreifingu ferðafólks um landið. Þessi hugmynd um að skapa vettvang fyrir landsbyggðarfyrirtækin til að koma saman í höfuðborginni og eiga þar fundi með ferðaþjónustunni er nú orðin að stærsta kynningarviðburði ferðaþjónustunnar og farin að vekja áhuga erlendra ferðaskrifstofa.

Lesa meira

Tunnuskipti í síðustu hverfum bæjarins framundan

 Sem kunnugt er standa yfir breytingar á sorphirðukerfi og framundan eru tunnuskipti í síðustu hverfum bæjarins. Til að tryggja sem hraðasta framkvæmd verða núverandi tunnur fyrir almennan úrgang nýttar, og ílátum bætt við eftir þörfum fyrir lífrænan úrgang, pappír og plast. Í sumum tilfellum gætu heimili tímabundið fengið fleiri tunnur en nauðsynlegt er. Mikilvægt er að tryggja að allar tunnur séu staðsettar eða festar þannig að þær fjúki ekki.

Lesa meira

Amtsbókasafnið ,,Wrapped" 2024 - Gestir safnsins voru 88.562 árið 2024 sem er aukning um 6.000 gesti milli ára

,,Þó að margir haldi að bókasöfn sé lítið notuð og lestur sé að minnka sjáum við þetta ekki svo svart og erum bara bjartsýn fyrir framtíðinni. Til dæmis fjölgaði útlánum og heimsóknum frá því árið 2023. Skemmtilegt þótti okkur að sjá að kökuformin lánuðust 270 sinnum, enda er heimsókn á bókasafnið orðinn hefðbundinn liður í kringum veislur hjá mörgum. Mikil stemning að velja form fyrir afmælið sitt."  

Lesa meira

Slökkvilið Akureyrar kallað út 4.171 sinni árið 2024

Varðliðið sinnti 3.066 sjúkraflutningum á landi árið 2024, en af þeim voru 29% útkalla í forgangi F1 og F2. Farið var í 282 flutninga út fyrir starfssvæði liðsins, og er það aukning um 38% frá árinu 2023. Fækkun var á erlendum ferðamönnum milli ára um 14%.

Lesa meira

Meistarar strengjanna á sinfóníutónleikum í Hofi

Sunnudaginn 26. janúar flytur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Ross Collins verk eftir þrjá meistara frá ólíkum tímum sem lagt hafa mikið af mörkum til tónlistar fyrir strengjasveit.

Lesa meira

HVAÐ GAMALL NEMUR......

Allt frá því ég man fyrst eftir mér hef ég verið brennandi áhugamaður um bíla og farartæki sem gengu fyrir sprengihreyfli. Mér þóttu stærri vélar alltaf eftirsóknarverðari og dreymdi um að eignast amerískan bíl með hestöflum sem telja mætti í hundruðum.

Lesa meira

Julia Bonet og Alex Cambray íþróttafólk KA 2024

Þau Julia Bonet Carreras úr blakdeild KA og Alex Cambray lyftingadeild  KA voru i dag  útnefnd sem íþróttakona  og karl KA fyrir  árið 2024.
Lesa meira

Fimm handteknir í aðgerð lögreglu og sérsveitar rikislögreglustjóra í Glerárhverfi

Fimm aðilar voru handteknir í Glerárhverfi  í viðamikilli aðgerð lögreglunar á Akureyri sem naut stuðnings sérsveitar ríkislögreglustjóra  nú síðdegis.

Lesa meira

Þrjár fastráðningar sérfræðinga í heimilislækningum hjá HSN

„Við höfum verið að styrkja okkar mönnun og erum afskaplega glöð með að fá þessa lækna til liðs við okkur,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands,HSN.

Lesa meira

Jafnvægið á milli metnaðar og persónulegrar nálgunar lykilatriði Richard Eirikur Taehtinen er nýr deildarforseti Sálfræðideildar Háskólans á Akureyri

„Hlutverk deildarforseta er afar fjölbreytt. Það felur í sér að stjórna daglegum rekstri deildarinnar, umsjón með áætlunum, yfirsýn kennsluáætlana og rannsókna ásamt fleiru sem fellur til. Ég tel mikilvægt að deildarforseti styðji við starfsfólk og stúdenta, sé virkur talsmaður deildarinnar og leggi til við stefnumörkun og langtímaáætlanir,“ segir Richard sem formlega tók við hlutverkinu 1. janúar af fráfarandi deildarforseta, Árna Gunnari Ásgeirssyni, dósent við deildina. 

Lesa meira

Slæmt ástand og umgengni varað alltof lengi og verður að linna

Umgengni á og við Hamragerði 15 á Akureyri, umgengni við Setberg á Svalbarðsströnd og númerslausir bílar innanbæjar á Akureyri og víðar hefur margoft komið til kasta Heilbrigðiseftirlits Norðurlands, en þetta þrennt tengist allt einu og sama fyrirtækinu. Bílar í ýmsu ástandi eru fyrirferðarmiklir á báðum stöðum.

Lesa meira

Fór betur en áhorfðist

Fyrr í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarboð frá litlum fiskibát sem þá var staddur afar nærri landi, norðarlega í mynni Ólafsfjarðar og hafði fengið í skrúfuna.

 

Lesa meira

Píluáhugi Húsavíkinga í miklum vexti

Aðsókn í nýja og glæsilega aðstöðu Píludeildar Völsungs hefur farið fram úr björtustu vonum

Lesa meira

Tímamót í knattspyrnu-samstarfi KA og N1

Knattspyrnufélag Akureyrar, KA og N1, sem í tæplega 40 ár hafa haft árangursríkt samstarf um mótshald hins vel þekkta N1 móts KA í drengjaflokki, hafa nú ákveðið að taka höndum saman um að koma á laggirnar knattspyrnumóti fyrir stúlkur á aldrinum 9 til 10 ára sem haldið verður með svipuðu sniði og drengjamótið. KA mun annast rekstur og skipulag mótsins, en N1 verða aðalbakhjarl þess. Stúlkurnar munu etja kappi á glæsilegu KA svæðinu helgina eftir Verslunarmannahelgina, eða 8-10 ágúst næst komandi.

Lesa meira

Hafnasamlag Norðurlands Góð staða og spennandi verkefni en hættur geta verið í sjónmáli

Staða Hafnasamlags Norðurlands er afar góð um þessar mundir og mörg spennandi uppbyggingar verkefni í gangi. Ýmsar hættur eru þó í sjónmáli sem geta breytt stöðunni til hins verra. Þar ber helst að nefna þá ákvörðun stjórnvalda að taka upp innviðagjalds á farþega skemmtiferðaskipa. Þær tóku gildi um nýliðin áramót.

Lesa meira

Ný brú á Skjálfandafljót hjá Fosshóli í burðarliðnum

Vegagerðin  hefur kynnt byggingu nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Skjálfandafljót á Hringvegi í sveitarfélaginu Þingeyjarsveit. Brúin er hluti af grunnkerfi samgangna en núverandi brú er einbreið og uppfyllir ekki öryggiskröfur Vegagerðarinnar segir í kynningu á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Lesa meira

Í upphaf árs; samfélag tækifæra

Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar

 

 

Lesa meira

Þjóðaratkvæðagreiðsla um viðræður við Evrópusambandið – Af hverju og hvers vegna núna?

Und­an­farið hef­ur umræða um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fram­hald viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið (ESB) vakið at­hygli og verið áhuga­vert að lesa hinar ólíku hliðar og sjón­ar­mið í þess­ari umræðu. Mik­il­vægt er þó að skýra að slík at­kvæðagreiðsla snýst ekki um fram­hald eldri viðræðna held­ur um upp­haf nýrra viðræðna – og þar ligg­ur veru­leg­ur mun­ur.

Lesa meira

Hér er kona, um konu…

Konur eru núna í áhrifamestu embættum á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist, sem er að sumu leiti pínu sorglegt að hafi ekki gerst fyrr.

Lesa meira

Skíðastaðir - Fyrsti langi fimmtudagurinn í vetur og forsala vetrarkorta lýkur á morgun

Í dag er fyrsti fimmtudagurinn með lengdum opnunartíma hjá okkur í vetur en það verður opið frá 14-21 í kvöld og alla fimmtudaga í vetur. Það er því um að gera að skella sér í fjallið eftir vinnu í dag og taka kvöldmatinn þar því hægt verður að versla hamborgara uppí Strýtuskála og á Skíðastöðum verður súpa í boði ásamt öðru.

Lesa meira

Nýr aðili tekur við þjónustu gámasvæðis og grenndarstöðva

Um næstu helgi tekur nýr aðili við þjónustu grenndarstöðva og gámasvæðis Akureyrarbæjar. Reiknað er með að þau umskipti gangi snurðulaust fyrir sig en þjónustan gæti þó raskast ofurlítið um stundarsakir.

Lesa meira

Ragnheiður Gunnarsdóttir í Kisukoti langþreytt á svarleysi Akureyrarbæjar

„Það hefur ekki einn einasti maður frá Akureyrarbæ haft samband við mig síðan í apríl í fyrra. Ég hef ekki fengið nein viðbrögð við þeim tölvupóstum sem ég hef sent til starfsmanna bæjarins,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir sem rekið hefur Kisukot – kattaaðstoð á heimili sínu frá því janúar árið 2012. Bæjarráð samþykkt í nóvember árið 2023 að hefja samningaviðræður við Ragnheiði sem miðuðu að því að koma starfseminni út af heimilinu og í húsnæði sem uppfyllt kröfur fyrir starfsleyfi.

Lesa meira

Tundurdufl í veiðarfærum

Fiskvinnsluhús Útgerðarfélags Akureyringa var rýmt skömmu eftir hádegi í dag vegna tundurdufls sem kom í veiðarfæri togarans Bjargar EA. Duflið kom í síðasta holi veiðiferðarinnar. Björg kom til Akureyrar í morgun.

Lesa meira