Fréttir

Jói Pé og Króli skrifa söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar

Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027

Lesa meira

Afmælishátíð á morgun fimmtudag

,,Á morgun fimmtudaginn 19 desember verða nákvæmlega 50 ár síðan ÚA Spánartogarinn Kaldbakur EA 301 kom i fyrsta sinn til heimahafnar hér á Akureyri og þessi hátið verður því afmælishátíð og í anda Stelluhátíðarinnar sem við sjómenn héldur fyrir rúmu ári, enmitt þá líka til að fagna því að þann dag 1. nóvember 2023 voru líka 50 ár síðan að Stellurnar,  Svalbakur EA 302 og Sléttbakur EA 304 komu heim.   Þá var afhjúpað stórglæsilegt líkan af þeim Stellusystrum svokölluðu."  segir Sigfús Ólafur Helgason hvatamaður að smíði  líkana af  merkum togurum i sögu ÚA.

Hátíðin fer fram á matsal Útgerðarfélags Akureyringa  og hefst kl 17.00

Lesa meira

Nýtt meistarnám í Velsældarfræðum hlýtur myndarlegan styrk

Nýtt meistaranám í Velsældarfræðum, Wellbeing Science, var eitt 19 verkefna sem hlaut styk úr Samstarfssjóði háskóla í morgun, eða 61 milljón króna. Um er að ræða samstarfsverkefni HR, HÍ, HA, Embætti landlæknis og Surrey háskóla á Englandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- og nýsköpunarráðherra kynnti úthlutunina.

Velsældarhagkerfi er notað til að lýsa sýn sem er frábrugðin hinni hefðbundu nálgun á hagkerfið út frá eingöngu efnahagslegum mælingum. Þess í stað eru velsæld og lífsgæði metin út frá fjölmörgum félagslegum og umhverfislegum þáttum jafnt sem efnahagslegum.

 

Lesa meira

Hefur fært Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis 2,4 milljónir

Hörður Óskarsson hefur síðustu átta ár fært Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk til minningar um bróður sinn Sigurð Viðar Óskarsson, en hann lést úr krabbameini árið 2010.

Lesa meira

Nýting glatvarma frá TDK hafin

Þau gleðilegu tíðindi áttu sér stað þann 13. desember síðastliðinn að glatvarmi frá álþynnuverksmiðju TDK nýttist í fyrsta sinn inn á kerfi Norðurorku og verður varmavinnslan tröppuð upp hægt og rólega.

Lesa meira

Nýju kirkjutröppurnar opnaðar

Nýju kirkjutröppurnar verða opnaðar sunnudaginn 22. desember kl. 16. Að lokinni hátíðlegri athöfn er bæjarbúum boðið í skrúðgöngu upp að Akureyrarkirkju. Öll eru hjartanlega velkomin!

Lesa meira

Nemendur í Grenivíkurskóla styrkja Velferðarsjóð

Krakkar á miðstigi í Grenivíkurskóla, í 5. 6. og 7. bekk  afhentu sjóðnum 430 þúsund krónur í Glerárkirkju á Akureyri í morgun. Þeir unnu að verkefni nú í haust sem snérist um að skrifa bækur undir leiðsögn kennara sinna, hver nemandi skrifaði eina bók.

Lesa meira

,,Nú tæknin geggjuð orðin er”

Það má nokkuð víst telja að kynni kynbótahrúturinn Kolbeinn frá Grobbholti magnaðan texta Ómars Ragnarssonar  sem hann orti fyrir mörgum áratugum og nefndi Árið 2012 væri Kolbeinn að jarma þennan brag,  liklega ólundarlega.  Vilhjálmur Vilhjálmsson  flutti  þennan texta listavel og sannfærandi. 

Lesa meira

Skrifuðu undir samninga um óstaðbundin störf

Fyrstu samningarnir um óstaðbundin störf á landsbyggðinni voru undirritaðir á Húsavík á dögunum. Annars vegar er um ræða starf sem staðsett verður í húsnæði Sýslumannsins á Húsavík og hins vegar starf sem staðsett verður í vinnustaðaklasanum Útibúinu á Hvammstanga.

Lesa meira

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2025 samþykkt

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2025 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028 var lögð fram til síðari umræðu á sveitarstjórnarfundi þann 12. desember og samþykkt. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Fyrri umræða fór fram þann 28. nóvember.

Lesa meira