Mýsköpun klárar fjármögnun
Örþörungafyrirtækið Mýsköpun hefur lokið vel heppnaðri fjármögnun sem gerir fyrirtækinu kleift að vaxa áfram. Núverandi hluthafar tóku þátt í fjármögnuninni sem var uppá ríflega 50 milljónir króna og var í formi breytanlegs skuldabréfs. Fjármögnunin var kynnt á vel sóttum hluthafafundi í nóvember þar sem áform næsta árs voru kynnt og voru viðtökur jákvæðar. Þessi fjármögnun Mýsköpunar er eins konar brúarfjármögnun og þýðir að fyrirtækið getur haldið áfram sinni örþörungaræktun og rannsóknum áður en stærra skref er tekið í fjármögnun.