Ný flugstöð og flughlað vígð á Akureyrarflugvelli
Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn og formlega tekin í notkun á Akureyrarflugvelli í dag. Fjölmenni var á vellinum þar sem áfanganum var fagnað.
Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn og formlega tekin í notkun á Akureyrarflugvelli í dag. Fjölmenni var á vellinum þar sem áfanganum var fagnað.
10. bekkur Borgarhólsskóla setur upp 10 hluti
Jólakaffi starfsfólks MA á aðventu er tæplega 70 ára gömul hefð. Hér áður fyrr var opinber dagur jólakaffiboðsins 19. desember, fæðingardagur Þórarins Björnssonar (1905-1968) fyrrverandi skólameistara. Boðið var upp á fyrsta jólakaffið árið 1955 á 50 ára afmælisdegi Þórarins. Nú sem fyrr kemur núverandi og fyrrverandi starfsfólk skólans saman ásamt mökum að kvöldlagi á aðventu í Gamla skóla til að skrafa og njóta hátíðlegra veitinga.
Jólaævintýrið er heiti á gluggasýningu sem stendur yfir í Hafnarstræti 88 þar sem Brynja Harðardóttir Tveiten myndlistarkona starfrækir vinnustofu sína. Þetta er sjötta gluggasýning ársins á vinnustofu Brynju sem einkennist að þessu sinni af umvefjandi jólatöfrum og nostalgíu þar sem jólaskraut sem man tímanna tvenna leikur aðalhlutverk. Sýningin var opnuð fyrsta sunnudag í aðventu og stendur út jólahátíðina. Hún hentar hvort heldur sem er ungum eða öldnum jólabörnum og er aðgengileg öllum stundum þar sem hennar er notið utan frá séð.
Nýja flugstöðin á Akureyrarflugvelli verður formlega tekin í notkun í dag, fimmtudaginn 5. desember sem og nýtt flughlað. Vígsla nýrrar flugstöðvar er ekki tilviljun nú í byrjun desember en í upphafi jólaaðventunnar fyrir 70 árum, nánar tiltekið sunnudaginn 5. desember 1954, var flugvöllurinn vígður. Þá lentu tvær flugvélar Flugfélags Íslands þar í fyrstu farþegaflugunum um Akureyrarflugvöll.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2025-2028 var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar þriðjudaginn 3. desember. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar árið 2025 er áætluð jákvæð um tæplega 1,5 milljarð króna.
Líftækninemar á þriðja ári rannsaka nú fjögur áhugaverð viðfangsefni í námskeiðinu Hagnýtt verkefni. Námskeiðinu er annars vegar ætlað að undirbúa nemendur fyrir lokaverkefni vormisseris og hins vegar að þjálfa þá í að skrifa verkáætlanir, styrkumsóknir og afla forgagna. Stúdentar vinna fjórir í hóp og fá viðfangsefni sem þeir útfæra síðan í formi rannsóknarverkefnis og styrkumsóknar í ímyndaðan verkefnasjóð.
Fimmtudaginn 5. desember opnar Sparisjóður Suður-Þingeyinga formlega nýtt og endurbætt útibú á Garðarsbraut 26, Húsavík þar sem sjóðurinn deilir nú húsnæði með Sjóvá.
Vegagerðin hefur fyrir hönd ríkisins samið annars vegar við flugfélagið Norlandair um flug til Húsavíkur og hins vegar við Mýflug um flug til Vestmannaeyja.
Vegagerðin hefur fyrir hönd ríkisins samið við flugfélagið Norlandair um að fljúga fjórar flugferðir í viku milli Húsavíkur og Reykjavíkur á tímabilinu 16. desember 2024 til 15. mars 2025.
Ef þú ert þeirrar gerðar að það höfðar til þín að velja og höggva jólatréð sem svo seinna í stofunni þinni stendur og stjörnurnar glampa á, þá er tækifærið að renna upp!
Vettvangsteymi er úrræði innan Akureyrarbæjar sem styður einstaklinga með geðfötlun og viðvarandi vímuefnavanda. Teymið veitir þjónustu alla daga ársins og aðstoðar við verkefni sem snúa að athöfnum daglegs lífs, svo sem innkaupum, erindrekstri, áminningum um lyfjatöku og öðru sem þarf hverju sinni.
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Sólrún Óladóttir, lektor og deildarforseti við Iðjuþjálfunarfræðideild er vísindamanneskjan að þessu sinni
KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins þann 2. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 91. skipti sem veitt er úr sjóðnum sem rekur starfsemi sína allt aftur til ársins 1936. Úthlutað var tæplega 28 milljónum króna til 63 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.
Bæjarráð Akureyrar telur algjört forgangsmál að nýtt hjúkrunarheimili verði tekið í notkun á Akureyri eins fljótt og auðið er, enda sár þörf fyrir fleiri hjúkrunarheimili í sveitarfélaginu. Bæjarráð ræddi á dögunum um nýbyggingu hjúkrunarheimilis á Akureyri.
Leikfélag VMA setur í vetur upp leikritið Vertu Perfect eftir Pétur Guðjónsson í leikstjórn höfundar. Þetta verður heimsfrumsýning á verkinu en til stóð að setja það upp af Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki árið 2021 og var æfingaferli langt komið, í leikstjórn Péturs. En vegna Covid-faraldursins varð ekkert af því.
Það var margt um manninn á Ráðhústorginu í gær þegar ljós voru tendruð á jólatréinu sem er gjöf fra Randers vinabæ Akureyrar i Danmörku og Jólaþorpið á ,,Torginu" var formlega opnað.
Hið vinsæla lambadagatal Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbónda og ljósmyndara í Sýrnesi Aðaldal, er nú orðið ellefu vetra og ekkert lát á eftirspurn.Ragnar tekur að venju allar myndirnar í dagatalið á sauðfjárbúi fjölskyldunnar í Sýrnesi.
Samfylking, Miðflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn náðu öll tveimur þingmönnum, Viðreisn og Flokkur fólksins einu þingmanni hvor flokkur. Önnur framboð náðu ekki inn að þessu sinni.
Fulltrúar minnihlutans í umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrarbæjar lýsa yfir efasemdum um staðsetningu jöfnunarstoppistöðvar á bökkum Glerár, á móts við Glerártorgi. Jöfnunarstöð Strætisvagna Akureyrar var rædd á fundi ráðsins sem og endurskoðun á leiðakerfi SVA vegna færslunnar og lagðar fram tvær leiðir til að koma til móts við þá breytingu.
Hátt í 60 tillögur að nýju nafni á stjórnsýsluhús Þingeyjarsveitar bárust í nafnasamkeppni sem efnt var til. Niðurstaða nefndar sem skipuð var til að fara yfir innsendar tillögur . Í lokin stóð valið á milli tveggja nafna sem sveitarstjóri endanlega ákvörðun um. Nafnið sem varð fyrir valin er Þingey og bárust allt sjö tillögur að því nafni og fengu allir blómvönd frá sveitarfélaginu í þakklætisskyni.
Unnið hefur verið að því að undanförnu að bæta öryggi barna við skólalóð Borgarhólsskóla á Húsavík og hefur bílaumferð almennra ökutækja nú þegar verið stöðvuð inn á skólalóðina.
„Við tökum þessa ákvörðun sameiginlega eftir langa bið eftir svörum, við erum orðin þreytt á biðinn,“ segir Teitur Guðmundsson framkvæmdastjóri Heilsuverndar, en frá og með 1. desember hættir Heilsugæslan Urðarhvarfi starfsemi á Akureyri, en tveir læknar hafa starfað á hennar vegum á Akureyri.
Skálmöld og Hymnodia með stórtónleika í Hofi
Anna María Sigvaldadóttir formaður kjörstjórnar í Grímsey sigldi og ók með atkvæði úr eynni til Akureyrar þar sem Helga Eymundsdóttir formaður kjörstjórnar á Akureyrar tók við þeim. Eftir að Anna María hafði afhent kjörgögn kaus hún sjálf utan kjörfundar á Akureyri. Alls eru 49 á kjörskrá í Grímsey
Starfsfólk skógræktarfélaga hefur í nógu að snúast þessa dagana við undirbúning jólanna en sala á jólatrjám hefst innan tíðar. Hér eru þau Sigurður Ormur, Ólöf, Benedikt, Huldar og Bergsveinn með rauðgreni jólatré sem þeir Benedikt og Huldar frá Skógræktinni á Vöglum færðu kollegum sínum í Skógræktarfélagi Eyjafjarðar.
Kjördagur nálgast óðfluga, frambjóðendur með þingmanninn í maganum keppast við að ná augum og eyrum kjósenda, það er engin gúrkutíð hjá fjölmiðlum landsins meðan á kosningabaráttu stendur. Og athygli beinist að sumum frekar en öðrum, stundum fyrir ábyrðarlausan málflutning, hnyttin slagorð eða jafnvel forkastanlega hegðun.