Fréttir

Fjöldi umsókna um jólaaðstoð hjá Velferðarsjóði

„Það er svipaður fjöldi sem sækir um núna og í fyrra, en líkast til heldur fleiri,“ segir Herdís Helgadóttir formaður Velferðarsjóðs Eyjafjarðar en þar er úrvinnsla umsókna um jólaaðstoð í fullum gangi.

Lesa meira

Íslandsþari fékk úthlutað lóð á Húsavík

„Gert er ráð fyrir að allt að 29 störf skapist á svæðinu með vinnslu á þessum stórþara, um 19 störf á landi og 10 sjávartengd störf við söfnun stórþarans. Þetta er mjög mikilvægt fyrir samfélagið okkar og framtíðaruppbyggingu þess,“ segir Soffía Gísladóttir sveitarstjórnarfulltrúi B-lista

Lesa meira

Geðverndarfélag Akureyrar fjármagnar þjálfun á heilaörvunartæki

Í tilefni 50 ára afmælis Geðverndarfélags Akureyrar i dag, 15. desember, var nýlega haldinn sérstakur afmælisfundur þar sem fulltrúum dag- og göngudeildar geðdeildar SAk var færður styrkur vegna þjálfunar á sérstakt heilaörvunartæki.

Lesa meira

Fresta opnun skíðasvæðis um viku í það minnsta

„Vonandi náum við að opna fyrir jól,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Til stóð að opna svæðið í gær, föstudag en þau áform  fuku út í veður og vind, líkt og snjórinn sem safnast hafði í fjallinu.

Lesa meira

Breiðhyltingur og bikarmeistari í bekkpressu

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Ívar Rafn Jónsson, lektor við Kennaradeild, er vísindamanneskjan og jólastjarnan í desember.

Lesa meira

Frumkvöðlasetur Driftar EA formlega opnað

Frumkvöðla- og nýsköpunarsetur Driftar EA hefur formlega verið opnað, en í dag standa dyr opnar fyrir gesti og gangandi að skoða glæsilega aðstöðu og kynna sér hvað í boði er, en frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum geta fegnið ráðfjöf og aðstoð við fjármögnun auk aðgangs að öflugu tengslaneti og góðri vinnuaðstöðu.

 

Lesa meira

Tónlist, gleði og góðgerðarmál í Íþróttahöllinni á Húsavík

Árlegir jólatónleikar Tónasmiðjunnar

Lesa meira

Kammerkór Norðurlands heldur ferna jólatónleika

Kammerkór Norðurlands heldur ferna jólatónleika um næstu helgi og mikil eftirvænting er meðal kórfélaga fyrir þessari stóru tónleikahelgi. 

Tónleikar verða haldnir í Þorgeirskirkju við Ljósavatn á laugardag kl. 15 þá í Bergi, Dalvík á laugardagskvöld kl. 20. Á sunnudag ferðast kórinn austur í Kelduhverfi og syngur í Skúlagarði kl. 14. Lokatónleikarnir verða svo í Hömrum, Hofi á sunnudagskvöld kl. 20

Lesa meira

Hafnasamlag Norðurlands styrkir Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis

Í þessari viku afhenti Jóhann Gunnar Kristjánsson varaformaður stjórnar fulltrúum Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis 1.000.000 kr. styrk frá Hafnasamlagi Norðurlands. 

Lesa meira

Hollywood klassík á svið á Húsavík

Menningin á Húsavík lifir góðu lífi en á laugardag frumsýndi 10. Bekkur Borgarhólsskóla leikverkið 10 hlutir – en það er byggt á hinni sívinsælu bíómynd, 10 Thing I Hate About You. Verkið hefur nú verið sýnt fyrir fullum sal alla vikuna og vakið aðdáun.

Lesa meira