
Skortur á húsnæði fyrir skrifstofur og hermisetur
Háskólinn á Akureyri óskar eftir að reisa bráðabirgðahúsnæði
Háskólinn á Akureyri óskar eftir að reisa bráðabirgðahúsnæði
Golfklúbbur Akureyrar og Skógarböðin afhentu fyrir helgi styrk að upphæð 1.000.000kr til Grófin - Geðrækt
Vísindaskólinn að komast á táningsaldur
Í Kjarnaskógi er nú hægt að skella sér í lestrarratleikinn „Að lesa í skógi og lesa í skóginn“
Vikar Mar Valsson opnar myndlistasýningu í myndlistarsal Safnahússins á Húsavík á laugardag klukkan 14.
,,Eðlilegast er að ríkið kaupi þetta húsnæði. Með því verður til varanleg lausn til framtíðar,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Heimavist er rekin við skólann í þremur húsum, tvö þeirra eru í eigu ríkisins en eitt, Tröllasteinn í einkaeigu og rennur leigusamningur út nú um komandi mánaðamót. Að jafnaði stunda ríflega 100 nemendur nám við skólann á hverju ári.
Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að vísa tillögu um byggingu nýs leikskóla á Húsavík til frekari umfjöllunar í sveitarstjórn. Tillagan felur í sér að byggður verði leikskóli fyrir 4-6 ára gömul börn á lóð við hlið Framhaldsskólans að Stóragarði.
Kæru Akureyringar,
Sem formaður Einingar-Iðju sé ég mig knúna til að vekja athygli á alvarlegu máli. Nýlega voru samþykktar breytingar á leikskólagjöldum sem munu hafa veruleg áhrif á fjárhag margra barnafjölskyldna á Akureyri, sérstaklega þeirra tekjulægstu. Breytingarnar munu taka gildi frá og með 1. september næstkomandi.
Skipulagsráð hefur frestað afgreiðslu erindis frá Félagi stúdenta við Háskólann á Akureyri sem óskaði eftir að breyta deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð 46. Breytingin sem óskað var eftir að gera felst í því að búa til nýjan byggingareit fyrir nýtt hús á austurhlið lóðarinnar.
Um 10% samdráttur var á júní umferð um göngin miðað við árið í fyrra. Meðalumferð um göngin var 2.129 ferðir á dag. Hlutfall umferðar um göngin af heildarumferð er 73% sem er 3% aukning frá því í fyrra þegar 70% umferðar fór göngin.
Markmiðið með þessari tilfærslu er að efla þjónustu og samfellu í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni á Norður- og Austurlandi undir hatti HSN.
Meirihluti bæjarráðs telur nauðsynlegt að klára eins fljótt og auðið er allar endurbætur og viðgerðir á húsnæði við Hjúkrunarheimilið Hlíð, ófært sé að loka tugum hjúkrunarrýma þegar talsverð bið er eftir plássum þar.
Umræða var um stöðuna í húsnæðismálum hjúkrunarheimilisins á fundi bæjarráðs, en fram hefur komið að vegna endurbóta á húsnæði þurfti að loka rýmum og stefnir í að fleiri rými bætist þar við þannig að þau verði í allt um 30 talsins.
„Hæ ástin, þarf að millifæra, getur þú samþykkt beiðnina?“ er dæmi um skilaboð sem einstaklingur fær frá maka sínum á Facebook Messenger sem virðast saklaus þar sem óskað er eftir að samþykkja beiðni um innskráningu í heimabanka með rafrænum skilríkjum. Við treystum okkar nánustu og erum því líkleg til að fara eftir fyrirmælunum í slíkum tilfellum, án þess að velta því endilega mikið fyrir okkur.
Á Feisbókarvegg Hafnasamlags Norðurlands er i morgun gerð stutt en afar áhugaverð grein gerð fyrir framkvæmdunum sem eru í gangi, hverng þeim miðar og hvernig ætlað er að svæðið verður að loknum framkvæmdum.
Nú á dögunum gaf Sparisjóðurinn út nýtt app sem er þróað í samstarfi við Origo. Í Sparisjóðsappinu geta viðskiptavinir sinnt öllum helstu bankaviðskiptum á fljótlegan, einfaldan og öruggan hátt.
Hafdís Sigurðardóttir fór ekki erindisleysu vestur i Skagafjörð um nýliðna helgi en þar fór fram Íslandsmeistaramótið í timatöku og götuhljólreiðum tvær aðskildar keppnir. Tímatakan fer þannig fram að einn keppandi er ræstur af stað í einu og er því ekki um annað að ræða en gefa allt í botn, þarna er verið að keppa við skeiðklukkuna sem fer ansi hratt áfram. Hafdís hjólaði allra kvenna hraðast og vann reyndar með nokkrum yfirburðum og er þetta í þriðja árið í röð sem hún stendur efst á palli.
Áslaug Ásgeirsdóttir er frá og með deginum í dag formlega tekin við embætti rektors Háskólans á Akureyri. Eyjólfur Guðmundsson kveður nú Háskólann á Akureyri eftir farsæl tíu ár sem rektor.
Ég átti aldrei gæludý í æsku, nema skjaldböku með systrum mínum. Henni var sturtað niður um klósettið, því allir héldu að hún væri dauð. Síðar fréttum við að trúlega hafi hún verið í dvala. Veit ekki hvað var rétt í því, en í minningunni átti hún ekki sérlega skemmtilegt líf og var sjálf ekki mjög fjörug. Ég var hins vegar mikið í sveitinni hjá ömmu og afa, vön dýrum þ.m.t. hinum hefðbundna sveitahundi sem var frammi í forstofu, ekki upp í sófum, borðum eða rúmum.
Ég verð að viðurkenna að stundum tekur á að búa rétt við norðurheimskautsbaug, þrátt fyrir að snjórinn geti verið yndislegur, þá anda ég einhvern vegin alltaf léttar þegar hann loksins fer. Ég elska vorið enda gefur það fögur fyrirheit, snjórinn hörfar, gróðurinn skiptir um ham og fuglarnir syngja. Ég hef alltaf vitað að umhverfi okkar væri fallegt, en það var samt ekki fyrr en fyrir nokkrum árum sem ég fór að njóta þess af alvöru. Nú finn ég að það besta sem ég geri, bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu, er að vera úti í náttúrunni, fá súrefni í kroppinn og koma púlsinum á hreyfingu. Þá er svo sannarlega ómetanlegt að hafa við túnfótinn jafn stórkostlegan bakgarð og við eigum og óteljandi frábæra stíga. Hér eru þær leiðir sem eru í uppáhaldi hjá mér:
„Það eru margir í startholunum en enn sem komið er fáir byrjaðir að einhverju ráði,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarfélags Eyjafjarðar. Sláttur er um það bil hálfum mánuði síðar á ferð hjá flestum en í meðalári.
Nú er rétt um ár síðan Golfklúbbur Húsavíkur opnaði nýjan og glæsilegan golfskála við Katlavöll. Nýja aðstaðan er algjör bylting í golfiðkun á Húsavík en félagar í klúbbnum eru alls um 150
Kvennkvöld Þórs og KA var haldið í Sjallanum 4. maí síðastliðinn þar sem að um 200 konur konur saman og áttu skemmtilegt kvöld. Þetta er 3. árið sem þetta er haldið með þessu sniði og fer stækkandi á milli ára. Hugmyndin á bak við þetta var fyrst og fremst að styrkja og efla kvennaíþróttir á Akureyri. Með þessu náum við einnig að vekja meira athygli á kvennaíþróttum í bænum.
Í gær voru fyrstu skiltin af samtals ellefu sett upp við hitaveituskúrana við upphaf gönguleiðarinnar að Fálkafelli. Sambærileg yfirlitskort verða sett upp í sumar við öll helstu gatnamót og bílastæði í Kjarnaskógi, Hömrum, Naustaborgum og við Súlubílastæðið. Vel er við hæfi að byrja verkefnið við upphaf Fálkafells-leiðarinnar þar sem mikil aukning hefur orðið í göngu á þeirri leið, m.a. fyrir tilstilli sjálfsprotna verkefnisins: 100 ferðir í Fálkafell.
Eftirfarandi viðtal við Huldu Þóreyju Garðarsdóttur, hjúkrunarfræðing og ljósmóður er fyrst að finna á heimasíðu HSN.