Fréttir

Útfararþjónusta Akureyrar leigir líkhús og athafnarými Innheimt verður 30 þúsund króna gjald

Útfararþjónusta Akureyrar ehf hefur tekið líkhúsið á Akureyri á leigu. Félagið hefur alla tíð verið aðskilið frá opinberum rekstri kirkjugarðanna. Útfararþjónustunni er heimilt að innheimta gjald til að standa undir rekstrinum og er gert ráð fyrir að grunngjald verði um 30 þúsund krónur fyrir allt að 20 daga en hækkar eftir það.

Lesa meira

Asahláka í kortunum og gul viðvörun

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi eftirfarandi viðvörun frá sér fyrir skömmu. 

Nú er hlýindakafli í vændum og gul veðurviðvörun verið gefin út af Veðurstofunni hér á Norðurlandi eystra. Viðvörunin tekur gildi um hádegi á morgun, sunnudag, og varir til mánudagsmorguns. Er það vegna vinds og má búast við vindhviðum allt að 38 m/s.

Samhliða þessum hlýnar mikið í veðri og má reikna með að sjá hitatölur ná allt að 15 stigum með tilheyrandi hláku og vatnavöxtum. Að mati Veðurstofunnar þá mun úrkomubakkinn sem gengur inn á landið sunnanvert á morgun samt ekki ná austur fyrir Tröllaskaga nema þá í litlum mæli.

Hvetjum við alla til að hreinsa frá niðurföllum og þá einnig að huga að lausamunum, s.s. stillönsum og byggingarefni þar sem það á við.

Þá verður samhliða þessum miklu veðurbreytingum mikil hálka og því nauðsynlegt að búa sig rétt til fóta og dekkja séu menn á ferðinni.

Þurfi fólk að vera eitthvað á ferðinni er best að fá upplýsingar um stöðu mála á síðum Vegagerðarinn og Veðurstofunnar hverju sinni.

 

Lesa meira

Lausnamiðuð og samhent

Hressir krakkar tóku þátt í  First Lego League á Húsavík

Lesa meira

Fjárhagsáætlun Norðurþings samþykkt - jákvæð rekstarniðurstaða áætluð næstu 4 árin.

Fjárhagsáætlun Norðurþings 2025 og 2026-2028 var samþykkt í síðari umræðu á sveitarstjórnarfundi 5. desember 2024. Fyrri umræða fór fram 31. október og var unnið í áætluninni á milli umræðna í öllum fagráðum sveitarfélagsins.Forsendur fjárhagsáætlunar eru byggðar á 6 mánaða milliuppgjöri, þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og áætlunum greiningardeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Eining Iðja varar við svikamyllu í veitingageiranum – Gervistéttarfélagi beitt til að skerða kjör starfsfólks

Eining-Iðja tekur undir með Eflingu stéttarfélagi sem hefur verið að vara starfsfólk í veitingageiranum við gervistéttarfélaginu „Virðingu“.

Lesa meira

Eyfirskar gellur vinsælar á aðventunni á Spáni"

Eftirspurn eftir ferskum þorskgellum eykst gjarnan á þessum árstíma á Spáni, enda hefð fyrir því meðal innfæddra að snæða þennan herramannsmat í aðdraganda jólanna. Sunneva Ósk Guðmundsdóttir framleiðslustjóri Samherja á Akureyri segir reynt eftir bestu getu að verða við óskum kaupenda, ferskar gellur séu því sendar með flugi til Spánar.

Lesa meira

Íslandsþari fær lóð á Húsavík

Meiri­hluti sveit­ar­stjórn­ar Norðurþings samþykkti á fundi sín­um í gær að út­hluta Íslandsþara ehf. lóð fyr­ir starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Búðarfjöru 1 sem er á hafn­ar­svæðinu á Húsa­vík.

Lesa meira

Gleðilega bruna- og svikalausa aðventu og jól

Aðventan er vissulega einn skemmtilegasti tími ársins. Tími til að njóta með fjölskyldu og vinum. Svo rennir nýja árið í hlað með nýju upphafi. En hvorki slys, brunar né svik gera boð á undan sér.

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira

Jólahelgin mikla í Mývatnssveit er að bresta á!

 Um helgina er lag að heimsækja jólasveinana okkar í Dimmuborgum, baða sig með þeim í Jarðböðunum og klára jólagjafainnkaupin á stóra jólamarkaðnum í Skjólbrekku!

Lesa meira

Ingvar Þóroddsson verður yngsti þingmaðurinn á Alþingi

„Ég hlakka mikið til að takast á við nýtt starf,“ segir Ingvar Þóroddsson sem kjörinn var á Alþingi Íslendinga í kosningum síðastliðinn laugardag fyrir Viðreisn. Þar er hann yngsti þingmaðurinn, 26 ára gamall, fæddur árið 1998. „Ég er virkilega stoltur af okkur öllum, það er mikilvægt að ná inn kjördæmakjörnum þingmönnum í bæði Norðurlandskjördæmin og gerir okkur á margan hátt auðveldara fyrir að efla flokksstarfið og virkja grasrótina.“

Lesa meira