
Akureyri - Óhjákvæmilegar breytingar á sorpílátum fyrir sérbýli
Dreifing á ílátum vegna nýja sorphirðukerfisins, sem átti að hefjast í lok maí, hefur tafist af óviðráðanlegum orsökum.
Dreifing á ílátum vegna nýja sorphirðukerfisins, sem átti að hefjast í lok maí, hefur tafist af óviðráðanlegum orsökum.
Þær aðstæður, sem skapast hafa við Dettifoss síðustu daga, eru orðnar mjög varasamar
Mikill mannfjöldi safnaðist saman á hafnarsvæðinu á Húsavík í gær til að berja augum ótrúlegar kynjaverur sem stigið höfðu í land úr hafinu
Gjöfin er til minningar um Svölu Tómasdóttur
Verkefnið Glatvarmi í Grænum iðngarði á Bakka er samstarfsverkefni Eims, PCC BakkiSilicon og Orkuveitu Húsavíkur. Markmið verkefnisins var að svara því hvort hagkvæmt sé að nýta glatvarma frá verksmiðju PCC BakkiSilicon á Bakka við Húsavík, ýmist í aðra iðnaðarstarfsemi eða fyrir hitaveitu á svæðinu.
Óhætt er að segja að átak áhugafólks um byggingu líkans af Harðbak EA 3 eins af síðutogurum ÚA hefur vakið mikla athygli og þó enn vanti nokkuð uppá að safnast hafi fyrir byggingarkostnaði þá miðar áfram í rétta átt. ,,Við siglum áfram í góðum byr‘‘ segir Sigfús og bætir við reikningsnúmeri söfnunarinnar sem er 0511-14- 067136 kt. 290963-5169
Hljómsveitin 7 9 13 var að gefa út plötu um nýliðin mánaðarmót. Þau eru alls 6 í bandinu og hafa öll utan eitt stundað nám í Tónlistarskólanum á Akureyri.
Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bjóða upp á flug frá bæði London Gatwick og Manchester til Akureyrar næsta vetur. Tilkynningin kemur í kjölfarið á góðum vetri hjá easyJet sem bauð í fyrsta sinn upp á flug frá London til Akureyrar.
Vinnuflokkur sem starfar við átakið Römpum upp Íslands hefur lokið við gerð 66 nýrra rampa á Akureyri undanfarnar vikur. Fleiri verkefni bíða og verður unnið við þau á næstu vikum hér og þar í bænum.
Settur hefur verið á laggirnar viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Frá þessu segir á vef Stjórnarráðsins.
Á miðvikudag birtast ótrúlegar kynjaverur við Húsavíkurhöfn þegar sirkuslistahópurinn Hringleikur og leikgervastúdíóið Pilkington Props taka höndum saman í nýju, íslensku götuleikhúsverki fyrir alla fjölskylduna.
Miklar breytingar urðu á komum og brottförum skemmtiferðaskipa til Akureyrar í liðinni viku, mörg skipanna þurftu að breyta ferðum sínum og sleppa Hrísey og Grímsey, ásamt því að ílengjast við bryggju á Akureyri.
Eftir því sem ég eldist hugsa ég meira og les meira um líf formæðra minna. Ekki þarf að fara langt aftur til þess að átta sig á hve tíðarandinn, fjárhagurinn og tækifærin voru gjörólík því sem við þekkjum í dag. Það þarf ekki lengra aftur en 50 - 60 ár.
Þegar kemur að því velja eina flugu úr frumskógi veiðiflugna vandast málið. Ein þeirra hefur þó gefið mér flesta laxa gegnum tíðina og hlýtur því vinninginn að þessu sinni. Sú heitir Sunray Shadow og finnst líklega í flestum veiðiboxum á landinu og þó víðar væri leitað.
Upphaflegur arkitekt þessarar vinsælu laxveiðiflugu var Bretinn Raymond Brooks en hannn hannaði fluguna snemma á sjöunda áratugnum er hann var við veiðar ásamt konu sinni í hinni sögufrægu laxveiðiá Lærdalselva í Noregi. Titill flugunnar er sóttur í nafn veiðikofa sem þau hjónin bjuggu í við ána, kallaður Sunray Lodge og því hvernig flugan birtist sem skuggi í vatninu ((shadow). Fluguna hnýtti Raymond sem túbu og notaði til þess svört apahár í langan væng flugunnar, stíf hvít íkornahár til að styðja undir vænginn og smellti síðan páfuglsfönum ofan á allt saman til að gera fluguna meira áberandi. Í dag nota menn annan efnivið í fluguna og ýmsar útfærslur finnast hvað varðar lit, gerð, þyngd ofl.
Tjón af völdum kals i Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hleypur á hundruðum milljóna króna. Langt er síðan tún hafi kalið í jafnmiklum mæli og nú. Ljóst er að fjöldi bænda þarf að taka upp tún og sá í þau en veður hefur ekki unnið með bændum nú í vikunni.
Klúbbsystur úr úr Soroptimistaklúbbi Austurlands færandi hendi til Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri á dögunum. Þær færðu heimahlynningu SAk 300.000 krónur í minningu Jóhönnu Ingibjargar Sigmarsdóttur heiðursfélaga í klúbbnum.
Eins fram hefur komið á vef Vikublaðsins héldu Þórsarar afmælisboð í tilefni 109 ára afmælis félagsins s.l fimmtudag. Í frásögn af samsætinu segir á heimasíðu Þórs að Nói Björnsson formaður félagsins hafi ávarpað samkomuna og er óhætt að segja að ræða hans hafi heldur betur boðað miklar breytingar á félagssvæði Þórs á næstu árum.
Hér fer á eftir bein tilvitnun í orð Nóa fengin af áður nefndri heimasíðu:
Laugardaginn 8. júní kl. 15 verður sýningarstjóraspjall í Listasafninu um samsýninguna Er þetta norður? Hlynur Hallsson, safnstjóri og annar sýningarstjóra, mun segja frá sýningunni, tilurð hennar og einstaka verkum.
Í gær var þess minnst í veglegu samsæti í Hamri félagsheimili Þórs að 109 ár voru frá stofnun félagsins. Stofnandi félagsins var Friðrik Einarsson og var hann einnig fyrsti formaður þess. Friðrik var tæplega 15 ára gamall þegar hann stofnaði félagið, ásamt nokkrum öðrum 12-15 ára drengjum á Oddeyri. Í fyrstu hét félagið Íþróttafélag Oddeyringa, Þór.
Stundum rekur á fjörur okkar skemmtilegar fréttir sem gaman er að fá og segja svo öðrum frá þeim, þannig er um eftirfarandi frétt sem er fyrst að finna á heimasíðu hjúkrúnarheimilisins Hlíð og nú hér.
Nú á dögunum var Hjúkrunarheimilinu færður bekkur til minningar um þá félaga Magnús og kisann hans Bangsa, fyrrum íbúa á Hlíð.
„Ég er ekki svartsýnn en það eru blikur á lofti og ákveðið áhyggjuefni hvernig sumarið lítur út,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar-Hölds. Hátt vaxtastig í landinu og hversu dýrt landið sé orðið auk þess sem amk í vetur bar á misskilningi hjá ferðalöngum um stöðu á Íslandi vegna jarðhræringa setja strik í reikninginn.
Alls bárust 2024 umsóknir um nám við Háskólann á Akureyri en umsóknarfrestur rann út í vikunni. Þetta er 7% fjölgun frá því í fyrra og ef litið er til ársins 2022 er um að ræða tæplega 20% aukningu umsókna. Aukin aðsókn er í flestar námsleiðir á öllum námsstigum.
Ný flotbryggja var tekin í notkun í Húsavíkurhöfn í síðustu viku.
Það var Köfunarþjónustan sem sá um verkið samkvæmt samningi. Samningsupphæð var 44.687.600 kr. og er hlutur Hafnabótasjóðs Vegagerðarinnar 60% af upphæðinni samkvæmt samgönguáætlun.
Tæplega 14% hækkun varð á flugfargjöldum innanlands frá apríl fram í maí í ár. Á sama tíma lækka fargjöld í millilandaflugi. Fargjöldin innanlands hafa hækkað um 50% síðan Loftbrúin kom til sögunnar í september 2020.
Það er aðeins léttara yfir veðrinu og með fólki leynist von um betri tíð. Við slógum á þráðinn til Óla Þórs Árnasonar sem hefur innherjaupplýsingar um veður sem starfandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Fyrstu lóðinni á Dysnesi hefur verið úthlutað til Líforkuvers ehf. Fyrirhugað er að á henni byggist upp líforkuver en það verkefni á sér langan aðdraganda. Kristín Helga Schiöth framkvæmdastjóri Líforkuvers segir vonir standi til þess að það megi raungerast á allra næstu árum. Um sé að ræða mikilvæga innviðauppbyggingu þar sem unnið verður úr lífrænum straumum í lokuðum kerfum, svo úr verði verðmæti í formi orkugjafa og jarðvegsbætis. Byggt er á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, þar sem ekkert fer til spillis. Horft er til nágrannalanda okkar eftir fyrirmyndum og notast verður við þekkta tækni.
Fjórir skólar á Norðurlandi eystra hluti styrk úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla sem úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2023 á dögunum Skólarnir sem hlutu styrki nú eru Þelamerkurskóli, Dalvíkurskóli, Grenivíkurskóli og Norðurþing.