Fréttir

Góð gjöf Oddfellowa

Á Facebooksíðu Amtsbókasafnsins er sagt frá góðri gjöf sem safninu barst í dag þegar Oddfellowreglan kom færandi hendi með glæsilegan nýjan frískáp. 

,,Þetta er gjöf sem mun nýtast vel og fyrir hönd allra frísskápanotenda sendum við þeim okkar allra bestu þakkir 🥰”

Segir í áður nefndri færslu frà Amtinu. 

jjnvbnk ixuxixificicococicici

Lesa meira

Hringur og kúla sett niður í gær

Í gær var listaverkið ORBIS et GLOBUS sett niður á heimskautsbauginn í Grímsey en hann er sem kunnugt er á stöðugri hreyfingu á milli ára

Lesa meira

Skógræktarfélag Eyfirðinga leigir út land til ræktunar til félagsmanna að Hálsi í Eyjafjarðarsveit

„Þetta var frábær dagur og tókst mjög vel í alla staði. Við erum mjög stolt af þessu verkefni á Hálsi,“ sagði Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, en um liðna helgi var efnt til viðburðar að Hálsi í Eyjafjarðarsveit þar sem félagið hefur boðið sínum félagsmönnum að leiga land til ræktunar. Í ár eru 30 ára liðin frá því hafist var handa við útleigu á Hálsi, en á þeim  tíma var búið að planta út í alla reiti félagsins.

Lesa meira

„Hressandi að vakna snemma og launin eru góð“

Um fjörutíu ungmenni eru ráðin til starfa í vinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri í sumar til að leysa af fastráðið starfsfólk vegna sumarleyfa.

Starfsmenn vinnsluhússins eru að jafnaði um eitt hundrað og tuttugu, þannig að hlutfall sumarstarfsfólks er nokkuð hátt þessar vikurnar.

Lesa meira

Fúsi á leið í Samkomuhúsið

Leiksýningin Fúsi: Aldur og fyrri störf sem sló í gegn hjá Borgarleikhúsinu á siðasta leikári verður sýnd um mánaðarmótin janúar og febrúar 2025 í Samkomuhúsinu á Akureyri

Lesa meira

Dísir ljóða

Söngkonurnar Ragnheiður Gröndal og Þórhildur Örvarsdóttir sameina krafta sína í nýju verkefni

Lesa meira

Birta og Salka, félagsmiðstöðvar aldraðra Ábendingar um ólöglega starfsmanna- aðstöðu, skort á viðhaldi og klóaklykt

„Mikilvægt er að taka athugasemdir öldungaráðs er varðar matarmál og opnunartíma félagsmiðstöðva fólksins alvarlega. Þá er sérstaklega mikilvægt að fá fram upplýsingar um ábendingar er varðar ólöglega starfsmannaaðstöðu, skorti á viðhaldi, klóaklykt og óboðlega aðstöðu í kjallara félagsmiðstöðvarinnar Sölku. Það hlýtur að teljast alvarlegt að öldungaráð telji Akureyrarbæ ekki uppfylla lagaskyldu sína er varðar aðgang að félags- og tómstundastarfi við hæfi aldraða,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, S-lista í bókun sem hún lagði fram á fundi bæjarráðs.

Lesa meira

Auto ehf fær tímabundið afnot af lóð við Krossanes

Auto ehf. hefur fengið lóð í Krossanesi til tímabundinna afnota og þangað eru komnir um það bil 30 bílar bæði af lóðinni við Hamragerði og annars staðar úr Akureyrarbæ. Bílum á lóðinni við Hamragerði 15 hefur fækkað talsvert að undanförnu en þrátt fyrir það er enn nokkur fjöldi bíla innan lóðarmarka. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur unnið að málinu um langt skeið.

Lesa meira

Túndran og tifið á Sléttu

Áhugaverð samsýning í Óskarsbragga á Raufarhöfn

Lesa meira

Stígagerð frá Hamraafleggjara fram í Kjarnaskóg haldið áfram

Nesbræður ehf áttu lægsta tilboð í gerð göngu-hjólastígs frá afleggjara upp að Hömrum og inn í Kjarnaskóg til suðurs. Tilboð Nesbræðra hljóðaði upp á tæplega 33,3 milljónir króna.

Lesa meira

Þrír leikskólar til viðbótar orðnir Réttindaleikskólar

Mikil hátíðarhöld voru í leikskólunum þar sem börnin sungu, tóku á móti viðurkenningum, gæddu sér á ljúffengum veitingum

Lesa meira

Umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2024

Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar ákváðu á fundi sínum að veita Stefáni Magnússyni og Sigrúnu Jónsdóttur ábúendum á Fagraskógi  umhverfisverðlaun Hörgársveitar árið 2024 fyrir snyrtilegt umhverfi á fagurri bújörð. Fagriskógur, þar sem eitt af ástsælustu skáldum landsins, Davíð Stefánsson fæddist er í dag fyrirmyndar kúabú.

Lesa meira

Karólína nýr sviðsstjóri velferðarsviðs

Karólína Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar. Alls bárust 19 umsóknir um starfið. Karólína hefur nú þegar hafið störf sem sviðsstjóri velferðarsviðs.

Lesa meira

Kvikmynda og dagskrárgerð til umræðu á Húsavík

Opnun myndvers og málþing um kvikmynda- og dagskrárgerð á Norðausturlandi

Lesa meira

Sjúkraflutningaskólinn útskrifar 229 nemendur

Útskrift Sjúkraflutningaskólans var haldin á Flugsafni Íslands á Akureyri föstudaginn 31. maí sl.

Lesa meira

Bílastæði á flugvöllum – Ókeypis í fyrstu fjórtán klukkutímana

Ekkert gjald verður rukkað fyrir að leggja bílum við flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum fyrstu 14 klst en óhætt er að segja að áform  ISAVIA Innanlandsflugvalla um að hefja gjaldtöku á bílastæðum hafi vakið hörð viðbrögð.  Þetta kom fram í tilkynningu sem ISAVIA sendi frá sér í dag.

Lesa meira

Njáll Trausti Friðbertsson ræðukóngur í Norðausturkjördæmi á nýliðnu þingi

Njáll Trausti talaði lengst þingmanna Norðaustukjördæmis á nýliðnu  þingi en  fundum þess var slitið s.l laugadagkvöld. Þingmaðurinn var með orðið í samtals 11 klst., 13 mín., 45 sek.í 168 ræðum.  Þessi árangur skilar honum þó einungis í 11 sæti yfir þá þá þingmenn sem lengst töluðu á nýliðnu.

Lesa meira

Brák Jónsdóttir sýnir í Einkasafninu

Brák er fyrsti Sumarlistamaður Einkasafnsins 2024. Hún bætist þar með í glæsilegan hóp listamanna sem unnið hafa í Einkasafninu á sumrin, síðan 2020 og sýnt þar afrakstur vinnu sinnar.

Lesa meira

Stjórn Norðurorku telur gildandi gjaldskrá Reykjaveitu sem sér m.a. Grýtubakkahreppi fyrir heitu vatni eðlilega

Stjórn Norðurorku telur gildandi gjaldskrá Reykjaveitu sem sér m.a. Grýtubakkahreppi fyrir heitu vatni eðlilega miðað við fyrirliggjandi forsendur. Mikilvægt sé að afkoma veitunnar standi undir rekstri og viðhaldskostnaði til framtíðar. Gjaldskrá Reykjaveitu hefur í tvígang verið hækkuð mun minna en hitaveitan á Akureyri, auk þess sem hún hefur fylgt verðlagi í samræmi við það fyrirkomulag sem lá fyrir við stofnun veitunnar.

Lesa meira

Lokaorðið - Ilmur af löngu liðnum heyskap.

Árin sem um ræðir eru uppúr 1960 þegar koma þurfti heyi í hús. Heima var til Bedford vörubíll, vínrauður með svörtum frambrettum og háum grindum. Eftir endilöngum pallinum á vörubílnum lágu tveir kaðlar og endarnir löfðu niður að aftan og fram á stýrishúsið. Aftan á bílpallinum var stór járnhringur. Þar var svokölluð heyhleðsluvél hengd aftaní.

Lesa meira

Slippurinn á óvenjulegum slóðum

Norðursigling hefur komið sér upp aðstöðu í Reiðhöllinni í Saltvík undir smíði og viðgerðir á möstrum

Lesa meira

Gyltubúið að Sölvastöðum Eyjafjarðarsveit tekið til starfa Ávinningur af því að halda framleiðslunni fyrir norðan

„Þetta var virkilega ánægjulegur dagur og mjög góð mæting,“ segir Ingvi Stefánsson svínabóndi sem bauð gestum að líta við á nýju gyltubúi á Sölvastöðum í Eyjafjarðarsveit. Þar var þeim áfanga fagnað að fyrstu dýrin voru á leið inn í húsið daginn eftir og búið að komast í rekstur.

Lesa meira

Skortur á hentugu leiguhúsnæði fyrir eldri borgara á Akureyri

Augljós skortur er á á leiguhúsnæði sem hentar eldri borgurum á Akureyri. Í húsnæðiskönnun sem Félag eldri borgara á Akureyri gerði nýverið kemur fram að margir horfa til þess að minnka við sig húsnæði á næstu þremur árum og vilja sumir gjarnan flytja í leiguíbúð í eigu óhagnaðardrifins leigufélags, í búseturéttar íbúð eða þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri. Um 35% félagsmanna svöruðu könnuninni.

Lesa meira

Drift EA, sex fyrirtæki og Háskólinn á Akureyri fagna samstarfi um nýsköpun á Norðurlandi

DriftEA, Háskólinn á Akureyri, Cowi, Deloitte, Efla, Enor, Geimstofan, og KPMG hafa staðfest samstarf um nýsköpun á Norðurlandi.

Lesa meira

Uppáhalds............. golfbrautin mín

Benedikt Guðmundsson eða bara Baddi Guðmundss., er eins og  svo margir hér á landi hann spilar golf af ástríðu.  Baddi segir okkur frá sinni uppáhalds braut en hana   er að finna á Jaðarsvelli  næanar tiltekið er það sú fimmta.

Í golfi er hver braut mín uppáhalds á meðan ég er að spila hana en vissulega gera sumar manni erfiðar fyrir. Sú erfiðasta sem ég glími reglulega við er 5.brautin að Jaðri. Sú er 282 m af gulum teig sem jafngildir teig 54 í dag. 

Lesa meira

Heilsuvernd óskar eftir lóð við Þursaholt undir lífsgæðakjarna

Heilsuvernd ehf. hefur óskað eftir byggingareit á lóðinni númer 2 til 12 við Þursaholt. Búfesti hafði þá lóð til umráða en skilað henni inn þar sem forsendur fyrir þeim byggingu sem félagið ætlaði að reisa á svæðinu voru ekki fyrir hendi.

Lesa meira

Olga Gísladóttir hefur starfað hjá Silfurstjörnunni í 35 ár

Silfurstjarnan í Öxarfirði hefur frá upphafi verið burðarás atvinnulífsins á svæðinu og var fyrsta landeldisstöðin á landinu til að nota jarðhita af einhverju marki, enda aðgengi að heitu og köldu vatni sérlega gott í Öxarfirði. Silfurstjarnan var stofnuð árið 1988 og var í fyrstu í eigu heimamanna. Reksturinn gekk ekki þrautarlaust fyrir sig, ýmissa hluta vegna.

Lesa meira