Fréttir

Birkir Blær með tónleika á LYST í kvöld

Það eru alltaf tíðindi þegar Birkir Blær heldur tónleika í heimabænum og það vill svo vel til að í kvöld verður hann á LYST  og  hefjast tónleikarnir kl 21.00.  Vefurinn truflaði Birki við undirbúning fyrir tónleikanna og spurði við hverju væri að búast  á LYST í kvöld?

  

Lesa meira

Þyrla sótti veikan farþega

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist útkall, djúpt norður af Vestfjörðum, vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi á Grænlandssundi snemma í morgun.

Lesa meira

Ein með öllu, hvað er i boði í dag?

Það ættu allir að finna sér eitthvað til skemmtunnar á Einni með öllu í dag það er óhætt að segja að það sér fjölmargt í boði og ekki er hægt að kvarta yfir veðrinu.

Hér má fyrir neðan lesa hvernig bæjarbúar  og gestir okkar geta skemmt sér  í dag.

Lesa meira

Vegleg gjöf til fæðingadeildar SAk

Skjólstæðingar deildarinnar, Stefanía Steinsdóttir og Sólveig Helgadóttir, gáfu deildinni átta sjónvörp sem sett verða upp á öllum herbergjum deildarinnar. Einnig gáfu þær tvo hárblásara.

Lesa meira

Leiklistarskóli Draumaleikhússins auglýsir fyrstu námskeiðin

Fyrsta námskeið í nýstofnuðum leiklistarskóla Draumaleikhússins er komið í skráningu. Draumaleikhúsið stefnir að fjölbreyttum námskeiðum en fyrst um sinn verður boðið upp á námskeið i leiklist fyrir aldurshópinn 16-25 ára. Stefnt er að því að vera með fjölbreytt námskeið sem tengist leiklist, framleiðslu og framkomu. Þar mætti nefna einnig leiklistarnámskeið fyrir 67 ára og eldri, framkomunámskeið og námskeið í kvikmyndaleik- og gerð.

Lesa meira

Einn tveir og ein með öllu

Það verður mikið um dýrðir og öllu til tjaldað á fjölskylduhátíðinni Einni með öllu á Akureyri um verslunarmannahelgina sem nú er rétt í þann mund að hefjast.

 

 
Lesa meira

Aron Einar heim í heiðardalinn

Það var mikil gleði í Hamri félagsheimili Þórsara í dag  þegar  Knattspyrnudeild  Þórs  kynnti Aron Einar  Gunnarsson sem leikmann  félagsins næstu tvö ár. Þetta hafði legið í loftinu um nokkurt skeið en  samnngur er aldrei í höfn fyrr en hann er undirritaður  og þvi rík ástæða til þess að afgna  vel í dag þegar áfanganum var náð

Lesa meira

Hlaupaveislan Súlur vertical á Akureyri um helgina

Um helgina fer fram hlaupaveislan Súlur vertical á Akureyri. Um 520 einstaklingar á aldrinum 17-68 ára keppa í fjórum vegalengdum, Gyðjunni (100 km), Tröllinu (43 km), Súlum (28 km) og Fálkanum (19 km) þar sem hlaupið er um stórbrotna náttúru í kringum Akureyri. Þátttakendur í Gyðjunni leggja af stað frá Goðafossi, en aðrir frá Kjarnaskógi. Öll hlaupin enda í miðbæ Akureyrar, en lengsta hlaupið er með 3.500 m hækkun þar sem m.a. er hlaupið á Súlur og Vaðlaheiði

Lesa meira

Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju

Föstudaginn 2. ágúst nk munu söngvararnir Óskar Pétursson og  Ívar Helgason og hljóðfæraleikarinn Eyþór Ingi Jónsson halda óskalagatónleika í Akureyrarkirkju

 

Lesa meira

Akureyri er okkar

Nú skal rokkað á Akureyri

Lesa meira

Götulokanir um verslunarmannahelgi

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina og þá verður einnig efnt til fjallahlaupsins Súlur Vertical á föstudag og laugardag.

Lesa meira

Helgi- og ljóðastund í Davíðshúsi

 Sá einn er skáld, sem þögull getur þráð, / og þakkað guði augnabliksins náð

Lesa meira

Heimilt verði að byggja lífsgæðakjarna í Holtahverfi

Akureyrarbær hefur hafið vinnu við breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Breytingin felst í því að einnig verður heimilt að byggja lífsgæðakjarna innan vestari reit íbúðarbyggðar ÍB18.

Lesa meira

Alveg að bresta á með Einni með öllu

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður haldin á Akureyri  um Verslunarmannahelgina dagana 1.ágúst til 4.ágúst. Bærinn iðar af lífi og fjöri yfir hátíðina þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Lesa meira

Regnbogabraut áfram göngugata

Ákveðið hefur verið að Garðarsbraut verði  lokuð fyrir bílaumferð á þessum parti á meðan ferðamannastraumurinn er hvað mestur eða til 12. ágúst.

Lesa meira

Alfreð Birgisson Bikarmeistari trissuboga utandyra

Alfreð vann titilinn í trissuboga nokkuð örugglega með 57 stiga mun með 1303 stig á móti 1246 sem Þórdís Unnur Bjarkadóttir í BFB sem var með í öðru sæti

Lesa meira

Tvö glæsileg brautarmet í Botnvatnshlaupi Landsbankans

Alls tóku 80 manns þátt í ár sem er með því albesta sem gerst hefur

Lesa meira

Skemmtileg útivera á sumrin

Sumaropnun í Hlíðarfjalli hófst á fimmtudaginn í síðustu viku og er stefnt að opnun til 8. september ef aðstæður leyfa.

Lesa meira

Tvö ný fræðsluskilti í Grímsey

Í vikunni voru sett upp tvö skilti í Grímsey tengd Norðurstrandarleiðinni (e. Arctic Coast Way) sem greina annarsvegar frá eðli heimskautsbauganna og hinsvegar sögu Grímseyjar. 

Lesa meira

Mærudagar á Húsavík fagna 30 ára afmæli með mikilli skemmtidagskrá

Í ár fagnar bæjarhátíðin Mærudagar á Húsavík sínu 30. afmæli með fjölbreyttri og spennandi skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa.

Lesa meira

Endurnýjun á dreifilögn í Reykjahverfi

Orkuveita Húsavíkur er í framkvæmdum en verið er að endurnýja dreifilögn hitaveitu á rúmlega 3 km kafla í Reykjahverfi frá Smiðjuteig að Skógum

Lesa meira

Ánægja með gott Listasumar 2024

Mikil og góð stemning var í Listagilinu síðasta laugardag þegar þar var haldið hið svokallaða Karnivala eða lokahátíð Listasumars 2024

Lesa meira

Grunnskólinn á Raufarhöfn í yfirhalningu

Gengið hefur verið frá samningi við verktaka um að mála húsið

Lesa meira

Andrea Fáfnis Ólafs og Viðar Breiðfjörð með samsýningu á Mærudögum

Andrea Fáfnis Ólafs og Viðar Breiðfjörð halda samsýningu í Hlyn við Garðarsbraut yfir Mærudagana. Listamennirnir eiga bæði ættir og barnæsku að rekja til Húsavíkur.

Lesa meira

Aðalgeir Heiðar Karlsson - Minningarorð

Aðalgeir Heiðar Karlsson fæddist 1.október 1948 á Húsavík. Hann var sonur útgerðarhjónanna Heru Sigurgeirsdóttur f. 22. maí 1916, d. 8. ágúst 1999 og Karls Óskars Aðalsteinssonar, f. 8. maí 1912, d. 24. jan. 1982. Aðalgeir var yngstur fimm systkina sem eru í aldursröð: Sigurbjörg Guðrún, f. 6. feb. 1935, d. 26. maí 2019, Sigrún Ólöf f. 22. jan. 1937, Aðalsteinn Pétur f. 27. okt. 1943, d. 15. júlí 2008 og Óskar Eydal f. 27. nóv. 1944, d. 14. apríl 2017. Karl Óskar Geirsson f. 28. nóv. 1955, sonur Sigrúnar, ólst einnig upp í Höfða og var alltaf eins og einn af systkinunum. 

Alli var af mikilli sjómannaætt en var mjög lítið á sjó en vann landvinnu. Hann var snöggur til að ráða sig til vinnu þegar Norðurverk hóf störf við gerð Laxárvirkjunar 3 og vann þar fram að verklokum sem bílstjóri á borbíl og sem sprengju sérfræðingur. Við Laxárvirkjun kynnist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðnýju Heiðveigu Gestsdóttur, f. 13.júní 1952. Guðný er fædd og uppalin í Múla í Aðaldal, foreldrar hennar voru Heiðveig Sörensdóttir, f. 6.maí 1914, d. 2.mars 2002 og Gestur Kristjánsson, f. 10.nóvember 1906, d. 9.ágúst 1990. Strax vorið eftir þau kynni flutti Aðalgeir í Múla, fór að taka þátt í búskapnum af fullum krafti ásamt því að sinna vinnu við Laxárvirkjun. Aðalgeir og Guðný opinberuðu um páskana 1971 og giftu sig 2. apríl 1972. Þau hófu félagsbúskap ásamt foreldrum Guðnýjar og keyptu síðar af þeim eignir þeirra í Múla eftir að þau hættu búskap árið 1986 og fluttu til Húsavíkur. Aðalgeir og Guðný bjuggu alla tíð í Múla meðan heilsan leyfði. Þau seldu jörðina í sumarið 2021 og fluttu til Akureyrar.

Alli og Guðný í Múla voru með fjölmörg börn í sumardvöl í sveit og eins voru þau með fósturbörn bæði til skemmri og lengri tíma. Þrjú af þeim börnum fengu varanlegt aðsetur hjá þeim hjónum í Múla og má svo sannarlega segja að þau hafi dottið í lukkupottinn, Ólafur Svanur Ingimundarson, f. 3.ágúst 1965, Einar Jóhann Sigurðsson, f. 6. ágúst 1983 og Aðalheiður Ágústa Jónsdóttir, f. 2. október 1987. Ólafur Svanur er kvæntur Emmu Gísladóttur, f. 17.maí 1967 og eiga þau tvo syni Gísla Ólaf og Jón Aðalgeir og 6 barnabörn. Einar Jóhann er kvæntur Þórhildi Einarsdóttur, f. 31. ágúst 1983, og eiga þau tvö börn saman Kristján Guðna og Heiðveigu Halldóru. Einar á einnig dóttur úr fyrra sambandi, Lilju Dögg, f. 3.mars 2005. Aðalheiður er gift Sigmundi Birgi Skúlasyni, f. 19.maí 1982 og eiga þau þrjú börn Heiðar Inga, Fannar Atla og Margréti Guðnýju. 

Aðalgeir lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 12.júlí s.l. og útför hans fór fram miðvikudaginn 24.júlí kl 14:00 frá Grenjaðarstaðarkirkju í Aðaldal.


Elsku afi okkar, við vitum ekki hvernig okkur á að líða, þetta er allt svo skrýtið.

Lesa meira

Þyrla sótti slasaða hjólreiðarmenn í Jökulsárgljúfur

Laust eftir hádegi í dag kom tilkynning til lögreglu og sjúkraflutningamanna á Húsavík um reiðhjólaslys við Jökulsárgljúfur. Þar hafi reiðhjólamaður fallið fram af kletti og þá hafði samferðamaður hans einnig slasast við að reyna að koma honum til aðstoðar

Lesa meira

Mæðgur hafa stjórnað kórum í samanlagt 71 ár

Kynslóðir kórfélaga frá Hóffý og Ástu sameinast og halda saman tónleika í Húsavíkurkirkju

Lesa meira