Fréttir

ADHD námskeið fyrir konur loks aðgengilegt utan höfuðborgarsvæðis

ADHD á kvennamáli er heiti á vinsælu námskeiði sem ADHD markþjálfarnir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir og Sigrún Jónsdóttir bjóða upp á á Netinu í haust. Þ.e. dagana 18.- 25. september og 2. október frá kl. 18-20.30.

Lesa meira

Níu splunkuný skilti sett upp í Kjarnaskógi

Það er ekki slegið slöku við í Kjarnaskógi ja frekar en fyrri daginn má segja.  Þrátt fyrir endalausa, af því að virðist,  rigningu vippar fólk sér bara í sparibuxurnar  og setur upp skilti um göngu og hjólaleiðir eins og fram kom í skemmtilegri færslu á Facebooksíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga  í gær. 

Lesa meira

Þjálfun leiðbeinenda í hermisetri SAk

Dagana 15. – 16. ágúst fór fram námskeið fyrir verðandi leiðbeinendur í hermikennslu við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk). Námskeiðið var haldið í nýju hermisetri Mennta- og vísindadeildar SAk.

Lesa meira

Um eitt þúsund gestir litu við í Svartárkoti

Við vissum ekki við hverju var að búast þar sem kalt var í veðri og blautt en fjöldi gesta kom okkur svo  sannarlega skemmtilega á óvart.  Stemningin var líka svo góð,  jákvæðni og gleði áberandi og þolinmæði gagnvart því að þurfa að bíða í röð eftir afgreiðslu,“ segir Guðrún Tryggvadóttir bóndi á Svartárkoti en þar var um liðna helgi tekið á móti gestum í tengslu við viðburðinn Beint frá býli dagurinn. Sá dagur var haldinn í öllum landshlutum, gestum bauðst að heimsækja einn þátttakenda í samtökunum og fræðast um framleiðsluna auk þess sem fleiri aðilar voru með sinn varning til sölu.  

Lesa meira

Lætur gamlan draum rætast

Árný Björnsdóttir, kennari við Borgarhólsskóla á Húsavík ætlar að láta gamlan draum rætast um helgina þegar hún tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 

Lesa meira

Um 2550 nemendur í grunnskólum Akureyrarbæjar

Grunnskólar Akureyrarbæjar hófu starfsemi að nýju eftir sumarleyfi í dag, fimmtudaginn 22. ágúst. Nemendur í öllum grunnskólum eru alls um það bil 2550 talsins og þar af eru 213 börn að hefja sína skólagöngu í 1. bekk. 

Lesa meira

Sjötíu manns í Sveppagöngu

Vel var mætt í árlega sveppagöngu Skógræktarfélags Eyfirðinga en sjötíu manns voru með í göngunni sem fram fór á Melgerðismelum á dögunum.

Lesa meira

Gestavinnustofa Listasafnsins á Akureyri opin á laugardaginn

Undanfarnar vikur hefur myndlistarfólkið Marius van Zandwijk og Andrea Weber dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri. Laugardaginn 24. ágúst kl. 15-18 verður vinnustofan opin og má þá sjá afrakstur vinnu þeirra síðustu vikur.

Lesa meira

Menntaskólinn á Akureyri - Stuð og stemning á skólasetningu

Mikill mannfjöldi var samankominn í Kvosinni í morgun þegar Menntaskólinn á Akureyri var settur. Skólameistari Karl Frímannsson bauð gesti velkomna og sagði nokkur vel valin orð áður en hljómsveitin Feelnik steig á stokk. Hljómsveitina skipa þeir Adam Jóseph Crumpton, Axel Vestmann, Elías Guðjónsson Krysiak, Ívar Leó Hauksson og Valdimar Kolka. Eftir kröftugan flutning á Kennarsleikju, frumsömdu lagi þeirra félaga, var komið að ræðu skólameistara.

Lesa meira

Ríkið eignast 85% í Hlíð gegn því að fjármagna endurbætur

Samkomulag hefur náðst um að Ríkissjóður Íslands standi straum af kostnaði við endurbætur og viðhald á húsnæði hjúkrunarheimilisins Hlíðar við Austurbyggð.

Lesa meira

Heilsugæsla á Akureyri

Á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á að efla og bæta aðgengi heilsugæslu á Akureyri sem og efla heilsugæslur á landinu öllu sem fyrsta viðkomustað. Breytingar hafa orðið á skipulagi heilsugæslna til að mæta einstaklingum með betri hætti en starf heimilislækna er fjölbreytt, samskiptafjöldi mikill og vinna utan dagvinnutíma töluverð.

Lesa meira

Vísindafólkið okkar - Grænmetisæta með einlægan áhuga á pólitík og vísindaskáldsögum

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Vísindamanneskjan í ágúst er Adam Fishwick, rannsóknarstjóri við Miðstöð doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna ásamt því að vera gestaprófessor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.

Lesa meira

Óvenju margir nýnemar í VMA

Kennsla hefst í dag samkvæmt stundaskrá í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Sem næst 1000 nemendur hefja nám við skólann á haustönn og hefur þeim fjölgað töluvert frá fyrra ári. Nýnemar í skólanum (f. 2008) eru á milli 250 og 260 og hafa ekki verið fleiri til fjölda ára. Til samanburðar hófu 215 nýnemar nám við VMA haustið 2023. Sigurður Hlynur Sigurðsson áfangastjóri segir að aldrei í 40 ára sögu skólans hafi verið jafn fjölbreytt námsframboð í skólanum og núna á haustönn.

Lesa meira

Má fjársýslan semja við Rapyd?

Bæði ísraelsk yfirvöld og vopnaðir hópar Hamas og Palestínumanna hafa, síðan frá 7. október, gerst sek um stríðsglæpi og önnur alvarleg brot á alþjóðalögum samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Alvarlegastir eru þeir fjölmörgu glæpir sem hafa beinst að eða bitnað verst á börnum. Skýrslan þessi staðfestir fleiri tilfelli stríðsglæpa gegn börnum, á hernumdum svæðum Palestínu og í Ísrael, en hefur áður verið skrásett. Eru þar ekki undanskildir stríðsglæpirnir sem voru framdir í Lýðveldinu Kongó, Myanmar, Sómalíu, Nígeríu og Súdan. Eins svartur listi og þeir gerast.

Lesa meira

SAk - Færri ferðamenn hafa leitað á bráðamóttöku í ár

„Það eru alltaf sveiflur í starfseminni. Árið 2023 einkenndist af miklu álagi og gríðarlega mikilli rúmanýtingu en árið í ár er nær því sem eðlilegt þykir á bráðadeildum en oft er talið að um 85% rúmanýting sé eðlilegt viðmið,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.

Lesa meira

Hvað er listkvöðlamenntun?

Verkefnið List fyrir viðskipti á heimskautssvæðum (Art for Arctic Business) hlaut á dögunum styrk upp á 400.000 norskar krónur frá Háskóla heimskautsslóða (UArctic) fyrir árin 2024-2026. Verkefnið er leitt af Nord háskóla og samstarfsháskólar eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Lapplandi, Norlandia Art, Linn Rebekka Åmo ENK og Myndlistarfélagið.

Lesa meira

Hópur kínverskra kafara mynda svartfugl við Flatey

Erlendur Bogason kafari  var nýverið með hóp kínverskra kafara við Flatey til að mynda lunda og aðra svartfugla neðansjávar við Flatey á Skjálfanda

Lesa meira

Matarmarkaður á Svartárkotsbúinu í Bárðardal

 Svartárkotsbúið í Bárðardal verður opið gestum á morgun sunnudag, 18. ágúst, þegar samtökin Beint frá býli halda upp á daginn með því að bjóða upp á heimsóknir á býli um land allt. Dagurinn er nú haldinn annað árið í röð. Beint frá býli dagurinn var haldinn á liðnu ári í tilefni af 15 ára afmæli samtakanna og þá á 6 lögbýlum, einum í hverjum landshluta og var tilgangurinn að kynna starfsemi heimavinnsluaðila og byggja upp tengsl þeirra á milli.

Afar góð mæting var í öllum landshlutum og almennt mikil ánægja.

Lesa meira

Lét drauminn um sjálfbæra ræktun rætast í Reykjadal

-Góð uppskera í Vallakoti í þingeyjarsveit

 

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Vilt þú hafa áhrif?

SSNE vinnur nýja Sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra í samráði við íbúa landshlutans. Haldnar verða 15 vinnustofur víðsvegar um landshlutann í ágúst og september. Þar gefst íbúum tækifæri til að hafa áhrif á stefnu landshlutans og val á verkefnum næstu 5 árin.

Lesa meira

Klassík á eyrinni er ný kammertónlistarhátíð

Klassík á eyrinni er splúnkuný kammertónlistarhátíð sem fer fram um komandi helgi, 17. - 18. ágúst og samanstendur af þrennum tónleikum í Sæborg í Hrísey, Glerárkirkju og Hofi.

Lesa meira

Ungmennafélagið Æskan á Svalbarðsströnd fær gamla áhaldahúsið til afnota

„Við stefnum að því að efla mjög félagstarfið í sveitarfélaginu og hlökkum mikið til að taka húsið í notkun,“ segir Birgir Ingason gjaldkeri Ungmennafélagsins Æskunnar á Svalbarðsströnd. Fyrr í sumar var gert samkomulag á milli Æskunnar og sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps um afnot félagsins að hluta húsnæðis við Svalbarðseyrarveg 8, sem er fyrrum áhaldahús sveitarfélagsins. Nú standa endurbætur yfir, „og það eru allir boðnir og búnir að liðsinna okkur eins og kostur er,“ segir Birgir.

Lesa meira

Norðurorka - Margvíslegur ávinningur af snjallmælum

Ávinningur af notkun snjallmæla er margvíslegur, fyrir viðskiptavini, veitukerfin, auðlindirnar og umhverfið. Með tilkomu snjallmæla getur þú fylgst nánar með notkuninni og þar með haft möguleika á að stjórna orkunotkun heimilisins í samræmi við raunverulega orkuþörf hverju sinni. Þannig nýtist orkan best. Betri yfirsýn gerir þér einnig kleift að bregðast hratt við ef upp kemur bilun eða óeðlileg notkun. Meiri upplýsingar og aukið gagnsæi auðvelda okkur að reka veitukerfin á hagkvæmari hátt og stuðla enn betur að ábyrgri auðlindanýtingu. Þá mun ekki lengur þurfa að lesa af mælunum þar sem álestrartölur verða sendar sjálfkrafa.

Lesa meira

Fjölskylduheimilið Sólberg opnað formlega á Akureyri

Fjölskylduheimilið er rekið á grundvelli samstarfssamnings Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins sem undirritaður var í byrjun árs. 

Lesa meira

Akureyri Gjaldskrá endurskoðuð

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun að endurskoða þá hluta  gjaldskrár bæjarins sem snerta viðkvæma hópa og barnafjölskyldur.

Lesa meira

Elín Aradóttir ráðin sem verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands

Elín Aradóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands, en starfið var auglýst í sumar. Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Hún kemur til starfa hjá MN um miðjan september.

Lesa meira

Nýr samstarfssamningur við ÍBA undirritaður

Síðdegis í gær var undirritaður nýr samstarfssamningur Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Akureyrarbæjar til næstu tveggja ára.

Markmið samningsins er að íþróttastarf á Akureyri verði áfram kraftmikið, bæjarbúum til heilla. Í því felst að skapa sem bestar aðstæður til að reka starfsemi sem tryggir bæjarbúum öflugt íþróttastarf, einkum börnum og unglingum.

Lesa meira