Fréttir

Skipin farin til veiða og landvinnsla hafin af fullum krafti

Ísfisktogarar Samherja héldu til veiða skömmu eftir miðnætti fimmtudaginn 2. janúar 2025 og vinnsla í landvinnslum félagsins hófst um morguninn. Uppsjávarskipið Vilhelm Þorsteinsson og frystitogarinn Snæfell fóru til veiða 3. janúar. Það má því segja að hjól atvinnulífsins séu farin að snúast af krafti eftir jóla- og nýársfrí starfsfólks.

Lesa meira

Sandra María og Alfreð Leó íþróttafólk Þórs 2024

Þau  Sanda María Jessen knattspyrnukona og Alfreð Leó Svansson rafíþróttamaður voru i gær  útnefnd sem íþróttakona  og karl Þórs  fyrir  árið 2024.

Lesa meira

Höskuldur knapi ársins hjá Létti

Hestamannafélagið Léttir á Akureyri heiðruðu þá knapa sem sköruðu fram úr á uppskeruhátíð félagsins í desember.

Lesa meira

Fyrrverandi MA-ingar, Óðinn og Rakel María, hljóta styrki

Tveir fyrrverandi MA-ingar hafa nýlega fengið styrki fyrir afburðaárangur þeirra í háskólanámi.

Lesa meira

Við áramót - verðlaunahátíð 6. janúar kl. 17

Það verður mikið um að vera í Hamri félagsheimili Þórsara  i dag  kl 17 en þá býður aðalstjórn  félagsins ,,félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar mánudaginn 6.janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2024 verður lýst" eins og segir í tilkynningu frá stjórn.

Lesa meira

Togararnir mættir á ,,torgið"

,,Torgið" voru fengsæl fiskimið nefnd og gott reyndar ef  ekki var talað um Rauða Torgið hreinlega í þvi sambandi.   Það má leika sér svolítð og segja að þrír/fimm ÚA togarar séu mættir á ..Torgið'' stórglæsilegir aðvanda  og ná að svo sannarlega  að ,,veiða" með veru sinni á ,,miðunumn

 

Lesa meira

Hafdís Sigurðardóttir hlýtur Gullhjálminn 2024

Það er mjög gleðilegt að tilkynna að Hafdís Sigurðardóttir fær Gullhjálminn 2025. Hafdís er einstök fyrirmynd og hefur með dugnaði og óbilandi eldmóði sett sterkan svip á hjólreiðasamfélagið á Íslandi. Í ár bárust yfir 50 tilnefningar til Gullhjálmsins sem veittur er af Hjólavarpinu og Hjólreiðasambandi Íslands.

Lesa meira

Þrettándabrenna - Kaffihlaðborð og bingó

Á morgun laugardag verður þrettándabrenna í krúsunum norðan við Laugaland  á Þelamörk, þar má búast við púkum enda láta slíkir ekki góða brennu framhjá sér fara.

Lesa meira

Stefna Þingeyjarsveitar 2024-2030

Heildarstefna Þingeyjarsveitar 2024-2030 var samþykkt á sveitarstjórnarfundi 12. desember.  Mikil vinna fór í stefnumótunina sem er hin glæsilegasta og þakkir fá íbúar fyrir þá vinnu sem þeir lögðu til við gerð hennar.
Lesa meira

SAk. 405 börn fæddust á nýliðnu ári

,,Það voru aðeins færri fæðingar á nýliðnu ári  eða 397, en börnin urðu 405 því það fæddust 8 pör af tvíburum, sem eru fleiri en síðustu ár.

Drengir voru 199 en stúlkur 206.  Við bíðum enn eftir fyrsta barninu á þessu ári, en það styttist í það." 

Þetta kom fram í svari frá Ingibjörgu Hönnu Jónsdóttur deildarstjóra fæðingardeildar SAk þegar vefurinn bar upp þessa klassísku spurningu á tímamótum sem þessum.

 

 

Lesa meira

Skíðavertíðin er að hefjast

Loksins, loksins, loksins segja eflaust margir en  nú er stefnt að þvi að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verið opnað n.k. laugardag og fólk komist á skíði. Það verður svæðið frá Strýtu  og niður sem fólk fær að renna sér á.

Lesa meira

Verðlaunakrossgáta Vikublaðsins

Dregið hefur verið úr fjölmörgum innsendum lausnum á verðlaunakrossgátu Vikublaðsins, óhætt er að fullyrða að vinsældir  krossgátunnar eru alls ekki að dragast saman heldur þvert á móti.

Lesa meira

Ný vélaskemma risin í Hlíðarfjalli

Í tilkynningu á heimasíðu Slippsins kemur fram að Súlur stálgrindarhús ehf., dótturfélag Slippsins Akureyri ehf., hefir lokað nýrri vélaskemmu sem  byggð var  fyrir Akureyrarbæ á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. :ette ar  800 fermetra hús að grunnfleti en í þvi er einnig  starfsmannaaðstaða á tveimur hæðum  þannig að heildargólfflötur er um 1000 fermetrar. Í áðurnefndri tilkynningu segir ennfremur  að ,,samhliða lokafrágangi utanhúss hefst vinna við innahússfrágang strax eftir áramót."  

Lesa meira

Viðhorf bæjarbúa til Bíladaga misjafnt

Nýleg netkönnun, sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri framkvæmdi fyrir Akureyrarbæ, sýnir skiptar skoðanir bæjarbúa á Bíladögum.

Lesa meira

„Hvað boðar nýárs blessuð sól“

Kæru íbúar – gleðilegt ár!

Um áramót gefst tími til að líta baka yfir liðið ár, þau tækifæri og áskoranir sem það færði okkur bæði í leik og starfi, sem og til nýrra og spennandi viðfangsefna sem nýja árið á eftir að færa okkur.

Lesa meira

Byggiðn styrkti Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis

Heimir Kristinsson, varaformaður Byggiðnar, afhenti fulltrúum Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis styrk frá félaginu skömmu fyrir jól.

Lesa meira

Nýársávarp bæjarstjórans á Akureyri

Á dimmasta tíma ársins, um jól og áramót, lýsum við Íslendingar upp umhverfi okkar og viljum eiga góðar stundir með okkar nánustu. Þannig spornum við gegn myrkrinu og lýsum upp skammdegið í fullvissu um að bráðum birti til með betri tíð og blóm í haga.

Lesa meira

Nýársávarp 1. janúar 2025 Katrín Sigurjónsdóttir

Enn er liðinn einn dagur

Og brátt annar tekur við

Sitjum hér, hlið við hlið

Horfum veginn fram á við

 

Þetta er kvöld til að þakka

Fyrir það sem liðið er

Allt það besta í þér

Sem þú gefið hefur mér

Gleðilegt ár.

 

Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár

Starfsfólk Vikublaðsins óskar lesendum  blaðsins gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir samfylgdina  á liðnu  árum.

Gleðilegt nýtt ár  !

Lesa meira

Staða hitaveitunnar erfið - Neyðarstjórn virkjuð

Neyðarstjórn Norðurorku var virkjuð fyrr í dag en í viðbragðsáætlun hitaveitu kemur fram að það skuli gert þegar staðan í heitavatnstönkum nálgast öryggismörk.

 

Lesa meira

Hrefna Sætran og Ívar Örn Hansen töfra fram gómsæta rétti

„Ristað brauð… graflaxsósa… grafinn lax… NAMM ég slefa! Grafinn lax er algjört uppáhald hjá mér um jólin. Eftir því sem ég eldist finnst mér smá erfiðara að verða spennt. Kannski út af því að hlutirnir eru aðgengilegri núna en þegar maður var yngri.

Lesa meira

Áramótapistill framkvæmdstjóra SSNE

Það er hálf ótrúlegt að enn eitt árið sé að renna sitt skeið og viðeigandi að líta yfir farinn veg. Desembermánuður var viðburðaríkur hjá SSNE og einkenndist, eins og raunar árið allt, af Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Við hófum mánuðinn á rafrænni úthlutunarhátíð en þar voru kynnt þau 74 verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Það var óvenju mikil fjölbreytni í umsóknum þessa árs og ljóst að mikil gróska er á Norðurlandi eystra í öllum geirum atvinnulífs og menningar – gróska sem er að skila sér í öflugum verkefnum sem efla landshlutann okkar.

Lesa meira

Jólabíómyndir Hefðirnar sem gera hátíðina einstaka

Jólabíómyndir hafa alltaf verið stór hluti af því að skapa hátíðarstemningu fyrir marga, þar á meðal Tinnu Malín Sigurðardóttur. Hún hefur sterkar skoðanir á mikilvægi jólabíómynda og deildi með mér sínum hefðum og uppáhaldsmyndum, sem hún hefur horft á með fjölskyldu sinni.

Í viðtalinu segir hún frá því hvernig þessar myndir hafa mótað jólahefðir hennar og hvers vegna þær skipta máli.

 

Lesa meira

Kveðja Samherja eftir samtals 119 ár

Þrír starfsmenn sem unnið hafa hjá Samherja eða tengdum félögum í samtals 119 ár láta af störfum um áramótin.

Lesa meira

Jólapíla -Pílukast yfir hátíðirnar

Pílukast hefur svo sannarlega orðið vinsælt á síðustu árum og er mikill uppgangur í íþróttinni hérlendis og erlendis. Hver sem er getur kastað pílu, það þarf bara að mæta og prófa og skemmta sér.

Lesa meira

Einu sinni var - löngu fyrir tíma Tik Tok og Tinder

Í öllu þessu daglega amstri í öldurót tímans þegar heimurinn fer stöðugt á hvolf og maður veit varla hvað snýr upp þennan daginn og niður hinn daginn er gott að ylja sér við minningar frá töluvert löngu liðinni tíð þegar hefðirnar voru í hávegum hafðar og allt þurfti að vera eins og það var árið áður. Þá voru engar tölvur sem fönguðu huga fólks, ekki snjallsímar, ekki Facebook, ekki Tik Tok, ekki Instragram og alls ekki Tinder. Og farsímarnir, fyrst þessir risastóru, komu ekki fyrr en löngu eftir að ég sleit barnsskónum.

Lesa meira

Loftið sem er fullt af keramiki

Margir hafa séð keramikjólatré, hvort sem það er hjá mömmu, ömmu eða frænku. Ekki eru allir sem vita af því að hægt sé að kaupa og mála keramik sjálfur en Monika Margrét Stefánsdóttir rekur Keramikloftið þar sem hægt er að versla slíkar vörur og föndra.

Lesa meira