
Sundlaugin í Hrísey fagnar 60 ára afmæli
Nýir sauna- og infrarauðir klefar voru teknir í notkun í Sundlauginni í Hrísey í tilefni þess að laugin á 60 ára afmæli um þessar mundir og 16 ár eru liðin frá vígslu Íþróttamiðstöðvarinnar.
Nýir sauna- og infrarauðir klefar voru teknir í notkun í Sundlauginni í Hrísey í tilefni þess að laugin á 60 ára afmæli um þessar mundir og 16 ár eru liðin frá vígslu Íþróttamiðstöðvarinnar.
Aðgerðarstjórn almannavarna í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur skrifað undir nýjan húsaleigusamning
Aðgerðarstjórn verður sem fyrr í húsnæði Súlna björgunarsveitar að Hjalteyrargötu 12 Akureyri. Aðstaðan mun færast til í húsnæðinu þar sem hún fær stærra og hentugra rými. Reiknað er með að ný aðstaða verði til seinnipart sumars eða byrjun hausts.
Sigurjón Pálsson skrifar um skipulagsmál
,,Veruleikinn í íþróttastarfi er sá að ef menn eru ekki á leiðinni áfram, þá er það stöðnun og stöðnun er afturför," segir Jónas Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóri Völsungs.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum varð alvarlegt rútuslys við Fagranes í Öxnadal í gær. Viðbúnaður viðbragðsaðila var mikill og aðkoma starfsfólks Norðurorku einnig þar sem slysið varð inn á vatnsverndarsvæði fyrirtækisins sem nær m.a. inn að vatnaskilum á Öxnadalsheiði
Síðdegis í gær náðist samkomulag milli PCC BakkiSilicon og Framsýnar/Þingiðnar um kjarasamning fyrir hönd starfsmanna fyrirtækisins til næstu fjögurra ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stéttarfélaginu.
Alls voru 22 erlendir ferðamenn í rútunni sem valt. 5 voru fluttir með þyrlu og sjúkraflugvélum á Landspítalann og þar á gjörgæsludeild. Tveimur er haldið sofandi í öndunarvél en eru sagðir vera með stöðug lífsmörk. 5 voru lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Nánari upplýsingar um áverka liggja ekki fyrir hjá lögreglu á þessari stundu.
„Á stundum eins og verið hafa undanfarið, þegar skítviðri geisar og hundi er vart út sigandi reiknar maður ekki með mikilli traffík hér í Kjarnaskógi en raunin er allt önnur og undirstrikar samfélagsverðmætin,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar. Fjölmörg verkefni eru fram undan þegar „vetrarveðri“ um sumar slotar.
Joséphine er frá Bayonne í suðvestur Frakklandi en hefur starfað sem leiðsögumaður hjá Gentle Giants hvalaferðum á Húsavík síðan sumarið 2022 en síðast liðið haust settist hún á skólabekk með það að markmiði að ná sér í skipstjórnarréttindi fyrir rib-báta GG hvalaferða.
Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi þessa tilkynninu frá sér fyrir skömmu vegna alvarlegs rútuslys sem varð laust eftir kl 17 í dag í Öxnadal
,,Áfram viljum við vekja athygli á því að vegurinn um Öxnadal er enn lokaður og verður fram eftir nóttu.
Í fyrstu viljum vekja athygli á því að vegurinn um Öxnadal er enn lokaður og verður eitthvað fram eftir kvöldi, jafnvel fram eftir nóttu. Hvetjum við því alla sem þurfa að komast á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar í kvöld að fara fyrir Tröllaskagann í gegnum Siglufjörð og Ólafsfjörð.
Þarna hafði rúta með erlendum ferðamönnum oltið og var þó nokkur fjöldi þeirra slasaður. Flestir farþegar hafa nú verið fluttir af vettvangi og á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar fer fram frekari greining og þá eru 2 sjúkraflugvélar klárar á Akureyri og þá er þyrla LHG kominn til Akureyrar og mun hún einnig flytja slasaða til Reykjavíkur.
Frekari upplýsingar koma kl. 21:00
Viðtal Vikublaðsins í gær við Teit Guðmundsson forstjóra Heilsuverndar sem rekur Heilsuvernd hjúkrunarheimili á Akureyri hefur vakið mikla athygli. Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar gerir viðtalið að umfjöllunarefni í stöðufærslu á Facebook og er greinlega hugsi.
„Það kom fram hugmynd um að færa viðburðinn úr Lystigarðinum og niður á Ráðhústorg til að virkja betur það mannlíf og fjör sem er í miðbænum,“ segja þær Bryndís Björk Hauksdóttir og Sigríður Pedersen sem halda um stjórnartauma á viðburðinum Mömmur og möffins í ár. Viðburðurinn er jafnan á laugardegi um verslunarmannahelgi og frá árinu 2010, utan tvö kóvid ár, hefur hann verið í Lystigarðinum.
„Með fullri sanngirni má spyrja sig að því hvort sveitarstjórnir á Norðurlandi eigi að fjármagna flug á Norðurland frekar en sveitarfélögin á suðvestur-horninu greiði til flugverkefna í Keflavík,“ sagði Viggó Jónsson formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands á aðalfundi sem haldinn var í Hrísey. Þar sem hann gerði m.a. flugmálin að umtalsefni, umrót og áfangasigra á þeim vettvangi.
Höldur ehf. fagnar 50 ára afmæli í ár og í tilefni þeirra tímamóta verður blásið til afmælishátíðar fyrir alla fjölskylduna nú á laugardag, 15. júní. Hátíðin fer fram hjá bílasölu fyrirtækisins að Þórsstíg 2 og stendur yfir á milli kl. 13 og 16.
Tónlistarmennirnir KK og Birkir Blær troða upp, auk þess sem DJ Lilja heldur uppi fjörinu. Þá fer fram glæsileg bílasýning, hoppukastalar verða í boði fyrir börnin, Blaðrarinn mætir á svæðið og gerir ýmsar fígúrur úr blöðrum auk þess sem hægt verður að vinna glæsilega vinninga í skemmtilegum gjafaleik. Boðið verður upp á ýmsar veitingar, grillaðar pylsur, ís fyrir börnin, auk veglegrar afmælistertu.
Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 8,1 milljarði króna á árinu 2023 og var nær óbreyttur frá árinu á undan þegar miðað er við uppgjörsmynt félagsins. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja hf., þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 8,8 milljörðum króna eftir skatta.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti á fundi bæjarráðs í dag drög að samningi Akureyrarbæjar við Íþróttafélagið Þór varðandi framkvæmdir og uppbyggingu á gervigrassvæði á félagssvæði Þórs.
„Þetta er algjörlega óþolandi staða og bitnar á þjónustu við aldraða, þeim sem síst mega við því,“ segir Teitur Guðmundsson forstjóri Heilsuverndar sem rekur Heilsuvernd hjúkrunarheimili á Akureyri.
Styrkþegarnir bjóða gestum sínum uppá girnilegt konfekt fyrir öll skynfærin og molarnir fylltir fjölbreyttum fyllingum
Í gær kom farþegaskipið SH Diana bæði til Hríseyjar og Grímseyjar í fallegu veðri. Farþegarnir komu til Grímseyjar snemma dags en sigldu svo yfir til Hríseyjar um miðjan dag.
Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist.
Hinir árlegu Bíladagar Bílaklúbbs Akureyrar hefjast í dag og er óhætt að segja að boðið verði upp á fjölbreytta dagskrá. Um þessar mundir eru 50 ár liðinn frá stofnun Bílaklúbbs Akureyrar og má segja að afmælisbarnið sé i fínu formi. Keppnisaðstaðan er eins og best verður á kosið og starfið er gott.
Dreifing á ílátum vegna nýja sorphirðukerfisins, sem átti að hefjast í lok maí, hefur tafist af óviðráðanlegum orsökum.
Þær aðstæður, sem skapast hafa við Dettifoss síðustu daga, eru orðnar mjög varasamar
Mikill mannfjöldi safnaðist saman á hafnarsvæðinu á Húsavík í gær til að berja augum ótrúlegar kynjaverur sem stigið höfðu í land úr hafinu
Gjöfin er til minningar um Svölu Tómasdóttur
Verkefnið Glatvarmi í Grænum iðngarði á Bakka er samstarfsverkefni Eims, PCC BakkiSilicon og Orkuveitu Húsavíkur. Markmið verkefnisins var að svara því hvort hagkvæmt sé að nýta glatvarma frá verksmiðju PCC BakkiSilicon á Bakka við Húsavík, ýmist í aðra iðnaðarstarfsemi eða fyrir hitaveitu á svæðinu.