
Kvennaathvarfið á Akureyri Enn hefur ekki tekist að finna nýtt húsnæði
„Við erum orðnar frekar órólegar yfir stöðunni,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Leigusamningi við Kvennaathvarfið á Akureyrar var sagt upp á liðnu sumri og verður það því húsnæðislaust frá og með 1. janúar 2025 finnist ekki hentugt húsnæði fyrir þann tíma. Leit hefur staðið yfir undanfarna tvo mánuði en ekki borið árangur. Kvennaathvarf, ætlað konum og börnum sem flýja þurfa heimili sitt sökum ofbeldis var fyrst opnað á Akureyri í ágúst árið 2020