Gyltubúið að Sölvastöðum Eyjafjarðarsveit tekið til starfa Ávinningur af því að halda framleiðslunni fyrir norðan
„Þetta var virkilega ánægjulegur dagur og mjög góð mæting,“ segir Ingvi Stefánsson svínabóndi sem bauð gestum að líta við á nýju gyltubúi á Sölvastöðum í Eyjafjarðarsveit. Þar var þeim áfanga fagnað að fyrstu dýrin voru á leið inn í húsið daginn eftir og búið að komast í rekstur.