Fréttir

Gyltubúið að Sölvastöðum Eyjafjarðarsveit tekið til starfa Ávinningur af því að halda framleiðslunni fyrir norðan

„Þetta var virkilega ánægjulegur dagur og mjög góð mæting,“ segir Ingvi Stefánsson svínabóndi sem bauð gestum að líta við á nýju gyltubúi á Sölvastöðum í Eyjafjarðarsveit. Þar var þeim áfanga fagnað að fyrstu dýrin voru á leið inn í húsið daginn eftir og búið að komast í rekstur.

Lesa meira

Skortur á hentugu leiguhúsnæði fyrir eldri borgara á Akureyri

Augljós skortur er á á leiguhúsnæði sem hentar eldri borgurum á Akureyri. Í húsnæðiskönnun sem Félag eldri borgara á Akureyri gerði nýverið kemur fram að margir horfa til þess að minnka við sig húsnæði á næstu þremur árum og vilja sumir gjarnan flytja í leiguíbúð í eigu óhagnaðardrifins leigufélags, í búseturéttar íbúð eða þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri. Um 35% félagsmanna svöruðu könnuninni.

Lesa meira

Drift EA, sex fyrirtæki og Háskólinn á Akureyri fagna samstarfi um nýsköpun á Norðurlandi

DriftEA, Háskólinn á Akureyri, Cowi, Deloitte, Efla, Enor, Geimstofan, og KPMG hafa staðfest samstarf um nýsköpun á Norðurlandi.

Lesa meira

Uppáhalds............. golfbrautin mín

Benedikt Guðmundsson eða bara Baddi Guðmundss., er eins og  svo margir hér á landi hann spilar golf af ástríðu.  Baddi segir okkur frá sinni uppáhalds braut en hana   er að finna á Jaðarsvelli  næanar tiltekið er það sú fimmta.

Í golfi er hver braut mín uppáhalds á meðan ég er að spila hana en vissulega gera sumar manni erfiðar fyrir. Sú erfiðasta sem ég glími reglulega við er 5.brautin að Jaðri. Sú er 282 m af gulum teig sem jafngildir teig 54 í dag. 

Lesa meira

Heilsuvernd óskar eftir lóð við Þursaholt undir lífsgæðakjarna

Heilsuvernd ehf. hefur óskað eftir byggingareit á lóðinni númer 2 til 12 við Þursaholt. Búfesti hafði þá lóð til umráða en skilað henni inn þar sem forsendur fyrir þeim byggingu sem félagið ætlaði að reisa á svæðinu voru ekki fyrir hendi.

Lesa meira

Olga Gísladóttir hefur starfað hjá Silfurstjörnunni í 35 ár

Silfurstjarnan í Öxarfirði hefur frá upphafi verið burðarás atvinnulífsins á svæðinu og var fyrsta landeldisstöðin á landinu til að nota jarðhita af einhverju marki, enda aðgengi að heitu og köldu vatni sérlega gott í Öxarfirði. Silfurstjarnan var stofnuð árið 1988 og var í fyrstu í eigu heimamanna. Reksturinn gekk ekki þrautarlaust fyrir sig, ýmissa hluta vegna.

Lesa meira

Yfir 30 þátttakendur í fjölskylduratleik Norðurþings

Ratleikur Norðurþings var haldinn í fimmta sinn á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Lesa meira

Veiði hafin í Laxá í Aðaldal

Veiði hófst í Laxá í Aðaldal í morgun og ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta feng sumarsins 2024.  Sprækur hængur 81 cm á lengd stóðst ekki Metallicu no 8 sem veiðimaðurinn Hilmar Hafsteinsson bauð.   Veiðisstaðurinn var Sjávarhola sem hefur nú gefið þá nokkra gegnum tíðina . 

Lesa meira

Sigga Sunna sviðs- og brúðuhönnuður Litlu Hryllingsbúðarinnar í alþjóðlegri dómnefnd

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún gæðir svið Leikfélags Akureyrar lífi því hún hannaði leikmyndina fyrir Lísu í Undralandi árið 2014.

Lesa meira

Nýtt - Djúpgámar á Akureyri

Heimasíða Terra segir frá þvi að fyrstu djúpgámarnir utan höfðuborgarsvæðisins séu komnir I notkun á Akureyri.

Um er að ræða djúpgáma fyrir fjóra flokka; blandaðan úrgang, pappír, plast og matarleifar.

Lesa meira