Anna Júlíusdóttir formaður Einingar Iðju skrifar bréf til bæjarstjórnar Akureyrar í dag sem birt er að heimasíðu félagsins, það lætur hún í ljós mikla óánægju með boðaðar hækkanir hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum bæjarins og er óhætt að segja að Önnu sé misboðið.
„Við erum tilbúin til uppbyggilegs samtals,“ sögðum við í júlí þegar bæjaryfirvöld á Akureyri boðuðu breytingar á gjaldskrám. Við fögnuðum loforðum um samráð, um víðtækt samtal við hagsmunaaðila og um reglulegt endurmatsferli þar sem allir kæmu að borðinu. Nú aðeins fjórum mánuðum síðar stendur eftir sársaukafullt svik á trausti launafólks. Í stað samtals og samráðs virðast vera að raungerast víðtækar gjaldskrárhækkanir sem eru hrein árás á kaupmátt launafólks.