Samið við Hrímhesta um leigu á Ytri Skjaldarvík
Umhverfis og mannvirkjaráð Akureyrar hefur samþykkt húsaleigusamning við Hrímhesta ehf. vegna leigu á íbúðarhúsnæði, útihúsi og jörð í Ytri Skjaldarvík. Ein umsókn barst um leigu á Syðri Skjaldarvík og er sú umsókn í vinnslu hjá ráðinu en ekki fengust upplýsingar um hver hefði lagt þá umsókn fram.