Fréttir

Áslaug Ásgeirsdóttir tekin við embætti rektors Háskólans á Akureyri

Áslaug Ásgeirsdóttir er frá og með deginum í dag formlega tekin við embætti rektors Háskólans á Akureyri. Eyjólfur Guðmundsson  kveður nú Háskólann á Akureyri eftir farsæl tíu ár sem rektor.

Lesa meira

Ný heimasíða Driftar EA í loftið

Viltu gerast Driftari !
 
Á föstudaginn 28.júní opnuðum við fyrir fyrsta hluta heimasíðu DriftarEA ,  www.driftea.is
Heimasíða DriftarEA  hefur verið opnuð formlega og nú geta bæði fyrirtæki og einstaklingar skráð sig til þátttöku í því að byggja upp nýsköpunarsamfélagið og gerst Driftarar.  
Vertu með – smelltu hér
Lesa meira

Lokaorðið-Loðna einkadóttirin

Ég átti aldrei gæludý í æsku, nema skjaldböku með systrum mínum. Henni var sturtað niður um klósettið, því allir héldu að hún væri dauð. Síðar fréttum við að trúlega hafi hún verið í dvala. Veit ekki hvað var rétt í því, en í minningunni átti hún ekki sérlega skemmtilegt líf og var sjálf ekki mjög fjörug. Ég var hins vegar mikið í sveitinni hjá ömmu og afa, vön dýrum þ.m.t. hinum hefðbundna sveitahundi sem var frammi í forstofu, ekki upp í sófum, borðum eða rúmum.

Lesa meira

Stórkostlegi bakgarðurinn okkar

Ég verð að viðurkenna að stundum tekur á að búa rétt við norðurheimskautsbaug, þrátt fyrir að snjórinn geti verið yndislegur, þá anda ég einhvern vegin alltaf léttar þegar hann loksins fer. Ég elska vorið enda gefur það fögur fyrirheit, snjórinn hörfar, gróðurinn skiptir um ham og fuglarnir syngja. Ég hef alltaf vitað að umhverfi okkar væri fallegt, en það var samt ekki fyrr en fyrir nokkrum árum sem ég fór að njóta þess af alvöru. Nú finn ég að það besta sem ég geri, bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu, er að vera úti í náttúrunni, fá súrefni í kroppinn og koma púlsinum á hreyfingu. Þá er svo sannarlega ómetanlegt að hafa við túnfótinn jafn stórkostlegan bakgarð og við eigum og óteljandi frábæra stíga. Hér eru þær leiðir sem eru í uppáhaldi hjá mér:

Lesa meira

Sláttur hefst óvenju seint þetta árið,

„Það eru margir í startholunum en enn sem komið er fáir byrjaðir að einhverju ráði,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarfélags Eyjafjarðar. Sláttur er um það bil hálfum mánuði síðar á ferð hjá flestum en í meðalári.

Lesa meira

Breiða út faðminn fyrir golfara framtíðar

Nú er rétt um ár síðan Golfklúbbur Húsavíkur opnaði nýjan og glæsilegan golfskála við Katlavöll. Nýja aðstaðan er algjör bylting í golfiðkun á Húsavík en félagar í klúbbnum eru alls um 150

Lesa meira

Afrakstur kvennakvölds afhentur

Kvennkvöld Þórs og KA var haldið í Sjallanum 4. maí síðastliðinn þar sem að um 200 konur konur saman og áttu skemmtilegt kvöld. Þetta er 3. árið sem þetta er haldið með þessu sniði og fer stækkandi á milli ára. Hugmyndin á bak við þetta var fyrst og fremst að styrkja og efla kvennaíþróttir á Akureyri. Með þessu náum við einnig að vekja meira athygli á kvennaíþróttum í bænum.

Lesa meira

Gönguleiðir milli Kjarnaskógar og Glerárdals

Í gær voru fyrstu skiltin af samtals ellefu sett upp við hitaveituskúrana við upphaf gönguleiðarinnar að Fálkafelli. Sambærileg yfirlitskort verða sett upp í sumar við öll helstu gatnamót og bílastæði í Kjarnaskógi, Hömrum, Naustaborgum og við Súlubílastæðið. Vel er við hæfi að byrja verkefnið við upphaf Fálkafells-leiðarinnar þar sem mikil aukning hefur orðið í göngu á þeirri leið, m.a. fyrir tilstilli sjálfsprotna verkefnisins: 100 ferðir í Fálkafell.

Lesa meira

Frá Hong Kong til Húsavíkur

Eftirfarandi viðtal við Huldu Þóreyju Garðarsdóttur, hjúkrunarfræðing og ljósmóður er fyrst að finna á heimasíðu HSN.

Lesa meira

Góð gjöf Oddfellowa

Á Facebooksíðu Amtsbókasafnsins er sagt frá góðri gjöf sem safninu barst í dag þegar Oddfellowreglan kom færandi hendi með glæsilegan nýjan frískáp. 

,,Þetta er gjöf sem mun nýtast vel og fyrir hönd allra frísskápanotenda sendum við þeim okkar allra bestu þakkir 🥰”

Segir í áður nefndri færslu frà Amtinu. 

jjnvbnk ixuxixificicococicici

Lesa meira