Fréttir

Julia Bonet og Alex Cambray íþróttafólk KA 2024

Þau Julia Bonet Carreras úr blakdeild KA og Alex Cambray lyftingadeild  KA voru i dag  útnefnd sem íþróttakona  og karl KA fyrir  árið 2024.
Lesa meira

Fimm handteknir í aðgerð lögreglu og sérsveitar rikislögreglustjóra í Glerárhverfi

Fimm aðilar voru handteknir í Glerárhverfi  í viðamikilli aðgerð lögreglunar á Akureyri sem naut stuðnings sérsveitar ríkislögreglustjóra  nú síðdegis.

Lesa meira

Þrjár fastráðningar sérfræðinga í heimilislækningum hjá HSN

„Við höfum verið að styrkja okkar mönnun og erum afskaplega glöð með að fá þessa lækna til liðs við okkur,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands,HSN.

Lesa meira

Jafnvægið á milli metnaðar og persónulegrar nálgunar lykilatriði Richard Eirikur Taehtinen er nýr deildarforseti Sálfræðideildar Háskólans á Akureyri

„Hlutverk deildarforseta er afar fjölbreytt. Það felur í sér að stjórna daglegum rekstri deildarinnar, umsjón með áætlunum, yfirsýn kennsluáætlana og rannsókna ásamt fleiru sem fellur til. Ég tel mikilvægt að deildarforseti styðji við starfsfólk og stúdenta, sé virkur talsmaður deildarinnar og leggi til við stefnumörkun og langtímaáætlanir,“ segir Richard sem formlega tók við hlutverkinu 1. janúar af fráfarandi deildarforseta, Árna Gunnari Ásgeirssyni, dósent við deildina. 

Lesa meira

Slæmt ástand og umgengni varað alltof lengi og verður að linna

Umgengni á og við Hamragerði 15 á Akureyri, umgengni við Setberg á Svalbarðsströnd og númerslausir bílar innanbæjar á Akureyri og víðar hefur margoft komið til kasta Heilbrigðiseftirlits Norðurlands, en þetta þrennt tengist allt einu og sama fyrirtækinu. Bílar í ýmsu ástandi eru fyrirferðarmiklir á báðum stöðum.

Lesa meira

Fór betur en áhorfðist

Fyrr í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarboð frá litlum fiskibát sem þá var staddur afar nærri landi, norðarlega í mynni Ólafsfjarðar og hafði fengið í skrúfuna.

 

Lesa meira

Píluáhugi Húsavíkinga í miklum vexti

Aðsókn í nýja og glæsilega aðstöðu Píludeildar Völsungs hefur farið fram úr björtustu vonum

Lesa meira

Tímamót í knattspyrnu-samstarfi KA og N1

Knattspyrnufélag Akureyrar, KA og N1, sem í tæplega 40 ár hafa haft árangursríkt samstarf um mótshald hins vel þekkta N1 móts KA í drengjaflokki, hafa nú ákveðið að taka höndum saman um að koma á laggirnar knattspyrnumóti fyrir stúlkur á aldrinum 9 til 10 ára sem haldið verður með svipuðu sniði og drengjamótið. KA mun annast rekstur og skipulag mótsins, en N1 verða aðalbakhjarl þess. Stúlkurnar munu etja kappi á glæsilegu KA svæðinu helgina eftir Verslunarmannahelgina, eða 8-10 ágúst næst komandi.

Lesa meira

Hafnasamlag Norðurlands Góð staða og spennandi verkefni en hættur geta verið í sjónmáli

Staða Hafnasamlags Norðurlands er afar góð um þessar mundir og mörg spennandi uppbyggingar verkefni í gangi. Ýmsar hættur eru þó í sjónmáli sem geta breytt stöðunni til hins verra. Þar ber helst að nefna þá ákvörðun stjórnvalda að taka upp innviðagjalds á farþega skemmtiferðaskipa. Þær tóku gildi um nýliðin áramót.

Lesa meira

Ný brú á Skjálfandafljót hjá Fosshóli í burðarliðnum

Vegagerðin  hefur kynnt byggingu nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Skjálfandafljót á Hringvegi í sveitarfélaginu Þingeyjarsveit. Brúin er hluti af grunnkerfi samgangna en núverandi brú er einbreið og uppfyllir ekki öryggiskröfur Vegagerðarinnar segir í kynningu á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Lesa meira