Aðalfundur Framsýnar karlmenn 62% félagsmanna

Frá aðalfundinum  Mynd  Framsýn
Frá aðalfundinum Mynd Framsýn

Karlmönnum hefur fjölgað í Framsýn, stéttarfélagi undanfarin ár. Þar hefur líkast til mest áhrif að meirihluti starfsfólks PCC á Bakka eru karlmenn. Verksmiðjan hóf starfsemi árið 2018.

Aðalfundur Framsýnar var að haldinn á dögunum og var að venju líflegur. Alls greiddu 3.043 félagsmenn til Framsýnar stéttarfélags á árinu 2024 sem er svipaður fjöldi milli ára. Af þeim sem greiddu félagsgjald til Framsýnar á síðasta ári voru 1.887 karlar og 1.156 konur, sem skiptist þannig að konur eru 38% og karlar 62% félagsmanna.

Um síðustu áramót voru gjaldfrjálsir félagsmenn samtals 304, það eru aldraðir og öryrkjar sem ekki eru á vinnumarkaði.

Fjölmennustu hóparnir innan Framsýnar starfa við matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu, almenn verslunarstörf, iðnað og hjá ríki og sveitarfélögum.

Nýjast