Tveir fengu gullmerki Einingar-Iðju

Gunnar Berg Haraldsson og Laufey Bragadóttir hlutu gullmerki Einingar-Iðju fyrir störf sín í þágu fé…
Gunnar Berg Haraldsson og Laufey Bragadóttir hlutu gullmerki Einingar-Iðju fyrir störf sín í þágu félagsins. Hér eru þau með Tryggva varaformanni og Önnu formanni félagsins. Mynd ein.is

Tveir félagar i Einingu-Iðju voru sæmdir gullmerki félagsins á aðalfundi nýverið, þau Gunnar Berg Haraldsson og Laufey Bragadóttir.

Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju, sagði við það tilefni að Gunnar Berg og Laufey hafi alltaf verið boðin og búin til að taka að sér verkefni fyrir félagið þegar eftir því var leitað. Þau hafi um langt skeið gengt stöðu trúnaðarmanns á sínum vinnustað, setið í trúnaðarráði, ýmsum nefndum og stjórnum hjá félaginu auk þess að sitja þing og ársfundi.

„Kæru félagar, munum að við erum félagið, við erum öll hlekkur í keðjunni sem heldur félaginu gangandi en þau tóku einnig að sér það hlutverk að vera partur af tannhjólinu sem drífur keðjuna áfram og þar með félagið.,“ sagði Anna við afhendingu gullmerkisins.

Nýjast