Á myndinni eru Benjamín Þorri Bergsson og Vera Mekkín Guðnadóttir fulltrúar skólafélagsins Hugins og Sólveig Ása Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krafts og MA-ingur. Mynd Vefur MA
Ár hvert heldur skólafélagið Huginn góðgerðaviku í þeim tilgangi að styrkja gott málefni. Að þessu sinni var valið að styrkja Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og söfnuðust alls 1.086.000 kr.
Eitt af meginhlutverkum bæjarstjórnar er að byggja upp stöðugt, öflugt og framsækið samfélag þar sem íbúar og fyrirtæki dafna í góðu umhverfi til búsetu og rekstrar.
Á heimasíðu Akureyrar, akureyri.is má lesa að bærinn stefnir að því að útfæra svokallaða 3+30+300 meginreglu þegar kemur að skipulagi og þéttingu byggðar. Unnið er að undirbúningi með því að kortleggja stöðuna á Akureyri í dag.
Á dögunum kom Stefanía Tara Þrastardóttir og færði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk að upphæð 477.000 kr. sem safnaðist með sölu á bleikum varning í október síðastliðnum.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt áframhaldandi stuðning við Flugklasann Air 66N fyrir árið 2026 og hvetur önnur sveitarfélög á Norðurlandi að gera slíkt hið sama. Hafa nokkur brugðist við og taka þátt.
Tónagjöf Hymnodiu og vina er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Akureyrarkirkju annað kvöld en þeir hefjast kl. 20. Frumkvæðið að tónleikunum á Hannes Sigurðsson einn félaga úr Hymnodiu sem fékk félaga sína til liðs við sig í verkefnið. Hann hefur stutt við bakið á sextán manna stórfjölskyldu á Gasa svæðinu undanfarna mánuði og með því að efna til tónleikanna býður hann fleirum að leggja sitt af mörkum.
Út er kominn bókinn Sjálfsævisaga eftir Klemens Jónsson. Ritstjórar eru Anna Agnarsdóttir emeritus og Áslaug Agnarsdóttir þýðandi. Þær eru s.s. barnabörn Klemensar, útgefandi er Sögufélagið
Um ræðir endurminningar Klemensar sem lýsa atburðarás sem hann lifði sjálfur og eru ritaðar frá hans sjónarhorni. Stóran hluta ævinnar stóð hann á miðju leiksviði sögu Íslands. Margt af því sem hann tók þátt í til telst til lykilatburða í Íslandssögunni og persónur sem hann átti í samskiptum við eru ýmsar þjóðkunnar. Endurminningar hans fjalla þó ekki aðeins um störf hans á vettvangi stjórnmálanna heldur eru þær einnig persónuleg frásögn af fjölskylduhögum, innilegri gleði og djúpri sorg.
Meðfylgjandi í viðhengi er samantekt á þeim hluta lífs hans sem hann og fólkið hans tengdist Akureyri og Eyjarfirði, word skjal. Sem og mynd af kápu og mynd af kápu og Klemensi sjálfum og enn önnur fjölskyldunni tekin á Ak.
Nemendur á starfsbraut VMA í áfanganum Daglegur heimilisrekstur, sem Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir og Inga Dís Árnadóttir kenna, efndu til nytjamarkaðar snemma í október þar sem seld voru notuð föt og ýmislegt annað gegn vægu verði.
Hollvinir Sjúkrahússins á Akureyri hafa fært dag- og göngudeild skurðlækna nýja gipssög. Gipssagir eru sérhannaðar til að saga eingöngu gifs án þess að særa húð.