Fréttir

Heilsu- og sálfræðiþjónustan heldur málþing um áföll í starfi

„Hvati okkar til að halda málþing sem þetta er margþættur. Það er stefna Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar að láta okkur samfélagsmál varða tengt lýðheilsu, hitta fólk, tala og vinna saman í þeim efnum,“ segir Sigrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri og sálfræðingur hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni sem efnir til málþings í næstu viku, föstudaginn 4. október um áföll í starfi. Það fer fram á Múlabergi, Hafnarstræti 89, Hótel KEA og hefst kl. 10.

Lesa meira

Zontaklúbburinn Þórunn Hyrna fagnar 40 árum

Í tilefni af 40 ára afmæli Zontaklúbbsins Þórunnar hyrnu fer fram afmælishóf og listaverkauppboð í Deiglunni, Listagilinu, laugardaginn 5. október

Lesa meira

„Beitum okkur í stað þess að barma okkur“

Axel Árnason í stjórn samtakanna segir í samtali við Vikublaðið að hugmyndina hafi kviknað í kringum öryggismál barna þeirra  sem að stofnun samtakanna standa

Lesa meira

Fréttir úr Norðurþingi

Sveitarstjórn Norðurþings fundaði á Kópaskeri fimmtudaginn 19. september sl. Á þeim fundi var samþykkt samhljóða tillaga meirihlutans um að hafin verði vinna við að kostnaðarmeta, kanna fjármögnunarleiðir og skoða útfærslur á uppbyggingu á bættri aðstöðu fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík. Samþykkt var að vísa málinu til fjölskylduráðs og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.

Lesa meira

Sameiningarkransinn

Mörgum þykja haustkransar ómissandi og leggja jafnvel mikið á sig til að finna fallegan efnivið og gera kransinn sem fallegastan. Með fallegum litríkum kransi við híbýli sín fagnar fólk nýrri árstíð. Starfsfólk í Kjarnaskógi er ekki á fyrsta ári þegar kemur að kransagerð, en þau settu saman þennan „krans“ í tilefni af því að tékkneskur keðjusagarlistamaður, Jíri Ciesler var í heimsókn í skóginum nýverið og skildi eftir sig listaverk.

Lesa meira

Laufskálaréttarball – Unglingadrykkja verður tekin mjög alvarlega

Lögreglan á Norðurlandi Vestra hefur  haft ávinning af því að unglingar undir aldri m.a frá Akureyri ætli að fjölmenna á  Laufskálaréttarball  sem fram fer  í reiðhöllinni á Sauðarárkróki á morgun laugardag.

Í tilefni af þessu sendi Pétur Björnsson yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra frá sér meðfylgjandi vangaveltur á Facebook.

Lesa meira

Samkaup minnkar matarsóun með Lautinni

Samkaup undirrituðu nýlega samning við Lautina, athvarf rekið af Akureyrarbæ fyrir fólk með geðsjúkdóma á Akureyri, með það að markmiði að minnka matarsóun í verslunum sínum og styðja gesti Lautarinnar með matargjöfum. Verkefnið er hluti af markvissu átaki Samkaupa um allt land um mataraðstoð gegn matarsóun.  

Lesa meira

Þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri

Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 28. september kl. 15:  Detel Aurand og Claudia Hausfeld – Samskipti, Georg Óskar – Það er ekkert grín að vera ég og Einar Falur Ingólfsson – Útlit loptsins – Veðurdagbók. Klukkan 15.45 hefst listamannaspjall við Georg Óskar, Detel Aurand og Claudia Hausfeld. Daginn eftir opnun, sunnudaginn 29. september, kl. 15 verður kynning og upplestur á bók Detel Aurand, We Are Here.

Lesa meira

Styrktartónleikar í Akureyrarkirkju n.k. miðvikudagskvöld

Hymnodia vill styðja við góðan félaga í kórnum og fjölskyldu hans eftir erfiðan missi ungrar stúlku,  Kolfinnu Eldeyjar.

Lesa meira

Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir sýninguna ,,Strengir / Strings” í Mjólkurbúðinni

Fimmtudaginn 26. september kl. 17-19 opnar Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir sýninguna “Strengir / Strings” í Mjólkurbúðinni - Sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 12 á Akureyri. Sýningin stendur til 8. október og er opið eftirfarandi daga:

Helgin 27.- 29. sept 12-17

Fim 3. okt 11-17

Helgin 4.- 6. okt 12-17 

Lesa meira

Fallið frá byggingu heilsugæslu á tjaldstæðisreitnum

Í nýjum tillögum Skipulagsráð Akureyrar vegna deiliskipulags á svokölluðum tjaldstæðisreit sem lagðar voru fram í gær kemur fram að ekki er lengur reiknað með byggingu heilsugæslustöðvar nyrst  á reitnum.(Við gatnamót  Þingvallastr., og Byggðavegar)

Lesa meira

Er padda í vaskinum?

Íslenskt samfélag er stundum svo „öðruvísi“. 

Lesa meira

Danskur farkennari, stuðningur við dönskukennara

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

 

Lesa meira

Rúmlega 9 milljónir til rannsóknar á stöðu úkraínskra kvenna á vinnumarkaði

Nýverið hlaut Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA), styrk frá Nordic Gender Equality Fund að upphæð 450.000 DKK.

Lesa meira

Samstarf Slippsins Akureyri og Grænafls ehf. í orkuskiptum smábáta

Samstarfssamningur hefur verið undirritaður milli Slippsins Akureyri og Grænafls ehf. á Siglufirði um þróunarverkefni í orkuskiptum smábáta þar sem markmiðið er að núverandi vélbúnaði fiskibáta sem brenna olíu verði skipt út og í hans stað komi rafmagnsbúnaður eða blendingsvélbúnaður (hybrid). Grænafl ehf. hefur á undanförnum misserum unnið að verkefninu með framleiðendum slíks búnaðar í Suður-Kóreu og er samstarfssamningurinn við Slippinn Akureyri liður í viljayfirlýsingu sem er fyrirliggjandi og Korean Maritime Institute leiðir fyrir hönd kóreskra samstarfsaðila.

Lesa meira

Keðjusagarlistamaðurinn Jirí gerð tréskúlptúrinn Skógræktandann í Kjarnaskógi

Skógræktandinn er nýtt verk sem unnið var í Kjarnaskógi af tékkneskum keðjusagarlistamanni, Jirí Ciesler. Sá var á ferðinni á Akureyri til að heilsa upp á son sinn, Mates Cieslar sem starfar hjá Skógarmönnum. Þeir litu við í kaffisopa hjá Skógaræktarfélagi Eyfirðinga í Kjarnaskógi og var fast mælum bundið eftir sopann að nauðsynlegt væri að til væri verk eftir Jirí á Íslandi.

Lesa meira

Gestir frá kínverskum háskóla

Í gær heimsótti skólann sendinefnd frá Ningbo-háskóla í Kína. Sá háskóli er samstarfsháskóli HÍ og á hverju ári fara skiptinemar frá HÍ þangað. Með í för voru tveir starfsmenn frá Konfúsíusarstofnun, þau Magnús Björnsson forstöðumaður Konfúsíusarstofnunar og Þorgerður Anna Björnsdóttir kínverskukennari Konfúsíusarstofnunar á Akureyri.

Lesa meira

Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista

Þriðjudagsmorguninn 24. september fór hópur einstaklinga sem tilheyra óformlega samstöðuhópnum „Samstaða með Palestínu - Akureyri“ á fund við bæjarstjóra Akureyrar, Ásthildi Sturludóttur.

 

Lesa meira

Frá sjómennskunni á Raufarhöfn í sjávarútvegsfræði

Háskólinn á Akureyri er kominn á fullt og aldrei hafa fleiri stúdentar verið við nám í skólanum. Það sést glögglega á göngum HA þar sem ekki er þverfótað fyrir fólki að vinna, bæði í hóp- og einstaklingsverkefnum. Staðreyndin er sú að margir stúdentar kjósa að stunda nám sitt á staðnum, mæta í kennslustundir og nýta sér aðstöðu háskólans. Þá mæta enn fleiri í lotur sem haldnar eru á staðnum reglulega yfir skólaárið.

Lesa meira

SSNE um Fljótagöng Brýn þörf á að flýta undirbúningi

Stjórn SSNE hefur skorað á stjórnvöld að bregðast umsvifalaust við þeirri stöðu sem komin er upp á Tröllaskaga vegna nýafstaðinna atburða í kjölfar mikillar úrkomu. Brýn þörf er á að flýta undirbúningi Fljótaganga og tryggja þannig öryggi vegfarenda fyrir Tröllaskaga.

Lesa meira

Þingeyjarsveit Tækifæri á að fjölga óstaðbundnum störfum

Mikil tækifæri í fjölgun óstaðbundinna starfa eru fyrir hendi í Þingeyjarsveit. Góð aðstaða er til staðar í Gíg í Mývatnssveit og nýju stjórnsýsluhúsi á Laugum. Einnig er aðstaða fyrir óstaðbundin störf á Stórutjörnum.

Lesa meira

Vel heppnað filippseyskt matar- og skemmtikvöld hjá starfsmannafélagi Útgerðarfélags Akureyringa

Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í matsal félagsins. Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa ( STÚA) efndi til filippseysks matar- og skemmtikvölds en hjá ÚA starfa nærri ‏þrjátíu manns sem rekja uppruna sinn til Filippseyja.

 

Lesa meira

Landssöfnun á birkifræi hófst í Reykhúsaskógi

Átakið Söfnum og sáum birkifræi hófst á degi íslenskrar náttúru 16. september með því að Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit stóð fyrir söfnun í Reykhúsaskógi í Eyjafjarðarsveit. Þetta var í fjórða sinn sem klúbburinn efnir til slíks viðburðar og leggur sitt af mörkum til átaksins. Fræsöfnunarfólkið gat svo gætt sér á veitingum í Hælinu í Kristnesi sem hafði sérstaklega opið að þessu tilefni.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins

Þriðjudaginn 24. september kl. 17-17.40 heldur þýski myndlistarmaðurinn og verkefnastjórinn Michael Merkel fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins undir yfirskriftinni Nobody Has the Intention to Green a Wall. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Að kafna úr frekju.

Eitt sinn gekk ég fram á leiði ókunnugs manns. Á steininum hans stóð „menn eiga að hafa vit á því að vera í góðu skapi.” Mér fannst þetta svo gott að ég lagði það á minnið og rifja það gjarnan upp með sjálfri mér þegar ég er ljót í hugsun, sjálfhverf og leiðinleg. Það gerist því miður of oft. Ef auðmýkt er fyrir hendi er hægt að rækta með sér gleði og háttprýði og verða skárri manneskja í dag en í gær. Það er ef til vill ágætis áskorun til okkar allra nú um stundir.

Lesa meira

Hugleiðingar að loknum sigri

Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA skrifaði á Facebook vegg sinn vangaveltur sínar í lok gærdagsins.  Vefurinn fékk leyfi Sævars til þess að birta skrif hans.

Lesa meira

Strákarnir héldu draumi mínum lifandi

Völsungur spilar í Lengjudeildinni næsta sumar

 

Lesa meira