Göngugatan lokuð frá og með morgundeginum
Bæjarstjórn samþykkti 18. mars sl. að sá hluti Hafnarstrætis sem gengur jafnan undir heitinu „göngugatan“ verði lokaður frá 1. maí til 30. september eða í fimm mánuði. Þetta er umtalsvert lengri lokun en var síðasta sumar en þá var lokað í þrjá mánuði frá 3. júní til ágústloka.
Bæjarstjórn samþykkti 18. mars sl. að sá hluti Hafnarstrætis sem gengur jafnan undir heitinu „göngugatan“ verði lokaður frá 1. maí til 30. september eða í fimm mánuði. Þetta er umtalsvert lengri lokun en var síðasta sumar en þá var lokað í þrjá mánuði frá 3. júní til ágústloka.
Í netkönnun sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri gerði fyrir Akureyrarbæ í kjölfar lokunarinnar í fyrra, kom fram að ríflega 76% svarenda voru ánægð með hana og því bendir flest til þess að drjúgum meirihluta bæjarbúa falli lokun miðbæjarins fyrir umferð vélknúinna ökutækja vel í geð.
Göngugatan verður lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja alla daga, allan sólarhringinn, frá og með fimmtudeginum 1. maí og út september. Opið verður fyrir ökutæki með aðföng til rekstraraðila frá kl. 7-10 alla daga. Aðgengi fyrir P-merkta bíla og ökutæki viðbragðsaðila verður ávallt tryggt.
Vakin skal athygli á því að föstudaginn 2. maí hefjast framkvæmdir við endurgerð á göngugötunni. Verkið verður unnið í áföngum og leitast við að haga því þannig að það valdi rekstraraðilum og þeim sem eiga leið um götuna sem minnstum óþægindum.
Frá þessu segir á akureyri.is