Fréttir

Þriðjudagsfyrirlestur: Wolfgang Hainke

Þriðjudaginn 1. október kl. 17-17.40 heldur þýski myndlistarmaðurinn Wolfgang Hainke Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri um Flúxus-sýningarverkefnið Stranded – W(h)ale a Remake Portfolio – More Than This, Even, sem sett var upp í sölum 10 og 11 í Listasafninu síðastliðið vor. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

,,Ert þú Palli Rist?"

,,Ert þú Palli Rist?" sagði mjóslegin rödd að baki mér þegar ég gekk norður Brekkugötuna.  Ég sneri mér við og sá lítinn dreng sem stóð inni í garði við snyrtilegt hús. Ég svaraði og gekkst fúslega við því að vera ekki Páll Rist.  Við tókum svo stutt spjall þarna saman sveitungarnir um hugarefni dagsins, einkum þó þau sem voru unga manninum efst í huga.

Lesa meira

Lítið hreinsað skólp rann út í umhverfið Eigandi fráveitu ber ábyrgð á að fráveituvatni sé rétt fargað

Situlagnir aftan við rotþró frá Hótel Kjarnalundi þjónuðu ekki hlutverki sínu með þeim afleiðingum að lítið hreinsað skólp rann um þær og út í umhverfið. Fráveita frá Hótel Kjarnaskógi var til umræðu á fundi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra nýverið en tilkynnt var um talsverða skólpmengun í Kjarnaskógi, skammt ofan við Brunná seinni partinn í ágúst.

Lesa meira

Indiana Jones líftækninnar sem leitar að leyndum fjársjóðum í umhverfinu

Vísindamanneskjan í september er Eva María Ingvadóttir, aðjúnkt við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri.

Lesa meira

Heilsu- og sálfræðiþjónustan heldur málþing um áföll í starfi

„Hvati okkar til að halda málþing sem þetta er margþættur. Það er stefna Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar að láta okkur samfélagsmál varða tengt lýðheilsu, hitta fólk, tala og vinna saman í þeim efnum,“ segir Sigrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri og sálfræðingur hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni sem efnir til málþings í næstu viku, föstudaginn 4. október um áföll í starfi. Það fer fram á Múlabergi, Hafnarstræti 89, Hótel KEA og hefst kl. 10.

Lesa meira

Zontaklúbburinn Þórunn Hyrna fagnar 40 árum

Í tilefni af 40 ára afmæli Zontaklúbbsins Þórunnar hyrnu fer fram afmælishóf og listaverkauppboð í Deiglunni, Listagilinu, laugardaginn 5. október

Lesa meira

„Beitum okkur í stað þess að barma okkur“

Axel Árnason í stjórn samtakanna segir í samtali við Vikublaðið að hugmyndina hafi kviknað í kringum öryggismál barna þeirra  sem að stofnun samtakanna standa

Lesa meira

Fréttir úr Norðurþingi

Sveitarstjórn Norðurþings fundaði á Kópaskeri fimmtudaginn 19. september sl. Á þeim fundi var samþykkt samhljóða tillaga meirihlutans um að hafin verði vinna við að kostnaðarmeta, kanna fjármögnunarleiðir og skoða útfærslur á uppbyggingu á bættri aðstöðu fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík. Samþykkt var að vísa málinu til fjölskylduráðs og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.

Lesa meira

Sameiningarkransinn

Mörgum þykja haustkransar ómissandi og leggja jafnvel mikið á sig til að finna fallegan efnivið og gera kransinn sem fallegastan. Með fallegum litríkum kransi við híbýli sín fagnar fólk nýrri árstíð. Starfsfólk í Kjarnaskógi er ekki á fyrsta ári þegar kemur að kransagerð, en þau settu saman þennan „krans“ í tilefni af því að tékkneskur keðjusagarlistamaður, Jíri Ciesler var í heimsókn í skóginum nýverið og skildi eftir sig listaverk.

Lesa meira

Laufskálaréttarball – Unglingadrykkja verður tekin mjög alvarlega

Lögreglan á Norðurlandi Vestra hefur  haft ávinning af því að unglingar undir aldri m.a frá Akureyri ætli að fjölmenna á  Laufskálaréttarball  sem fram fer  í reiðhöllinni á Sauðarárkróki á morgun laugardag.

Í tilefni af þessu sendi Pétur Björnsson yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra frá sér meðfylgjandi vangaveltur á Facebook.

Lesa meira

Samkaup minnkar matarsóun með Lautinni

Samkaup undirrituðu nýlega samning við Lautina, athvarf rekið af Akureyrarbæ fyrir fólk með geðsjúkdóma á Akureyri, með það að markmiði að minnka matarsóun í verslunum sínum og styðja gesti Lautarinnar með matargjöfum. Verkefnið er hluti af markvissu átaki Samkaupa um allt land um mataraðstoð gegn matarsóun.  

Lesa meira

Þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri

Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 28. september kl. 15:  Detel Aurand og Claudia Hausfeld – Samskipti, Georg Óskar – Það er ekkert grín að vera ég og Einar Falur Ingólfsson – Útlit loptsins – Veðurdagbók. Klukkan 15.45 hefst listamannaspjall við Georg Óskar, Detel Aurand og Claudia Hausfeld. Daginn eftir opnun, sunnudaginn 29. september, kl. 15 verður kynning og upplestur á bók Detel Aurand, We Are Here.

Lesa meira

Styrktartónleikar í Akureyrarkirkju n.k. miðvikudagskvöld

Hymnodia vill styðja við góðan félaga í kórnum og fjölskyldu hans eftir erfiðan missi ungrar stúlku,  Kolfinnu Eldeyjar.

Lesa meira

Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir sýninguna ,,Strengir / Strings” í Mjólkurbúðinni

Fimmtudaginn 26. september kl. 17-19 opnar Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir sýninguna “Strengir / Strings” í Mjólkurbúðinni - Sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 12 á Akureyri. Sýningin stendur til 8. október og er opið eftirfarandi daga:

Helgin 27.- 29. sept 12-17

Fim 3. okt 11-17

Helgin 4.- 6. okt 12-17 

Lesa meira

Fallið frá byggingu heilsugæslu á tjaldstæðisreitnum

Í nýjum tillögum Skipulagsráð Akureyrar vegna deiliskipulags á svokölluðum tjaldstæðisreit sem lagðar voru fram í gær kemur fram að ekki er lengur reiknað með byggingu heilsugæslustöðvar nyrst  á reitnum.(Við gatnamót  Þingvallastr., og Byggðavegar)

Lesa meira

Er padda í vaskinum?

Íslenskt samfélag er stundum svo „öðruvísi“. 

Lesa meira

Danskur farkennari, stuðningur við dönskukennara

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

 

Lesa meira

Rúmlega 9 milljónir til rannsóknar á stöðu úkraínskra kvenna á vinnumarkaði

Nýverið hlaut Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA), styrk frá Nordic Gender Equality Fund að upphæð 450.000 DKK.

Lesa meira

Samstarf Slippsins Akureyri og Grænafls ehf. í orkuskiptum smábáta

Samstarfssamningur hefur verið undirritaður milli Slippsins Akureyri og Grænafls ehf. á Siglufirði um þróunarverkefni í orkuskiptum smábáta þar sem markmiðið er að núverandi vélbúnaði fiskibáta sem brenna olíu verði skipt út og í hans stað komi rafmagnsbúnaður eða blendingsvélbúnaður (hybrid). Grænafl ehf. hefur á undanförnum misserum unnið að verkefninu með framleiðendum slíks búnaðar í Suður-Kóreu og er samstarfssamningurinn við Slippinn Akureyri liður í viljayfirlýsingu sem er fyrirliggjandi og Korean Maritime Institute leiðir fyrir hönd kóreskra samstarfsaðila.

Lesa meira

Keðjusagarlistamaðurinn Jirí gerð tréskúlptúrinn Skógræktandann í Kjarnaskógi

Skógræktandinn er nýtt verk sem unnið var í Kjarnaskógi af tékkneskum keðjusagarlistamanni, Jirí Ciesler. Sá var á ferðinni á Akureyri til að heilsa upp á son sinn, Mates Cieslar sem starfar hjá Skógarmönnum. Þeir litu við í kaffisopa hjá Skógaræktarfélagi Eyfirðinga í Kjarnaskógi og var fast mælum bundið eftir sopann að nauðsynlegt væri að til væri verk eftir Jirí á Íslandi.

Lesa meira

Gestir frá kínverskum háskóla

Í gær heimsótti skólann sendinefnd frá Ningbo-háskóla í Kína. Sá háskóli er samstarfsháskóli HÍ og á hverju ári fara skiptinemar frá HÍ þangað. Með í för voru tveir starfsmenn frá Konfúsíusarstofnun, þau Magnús Björnsson forstöðumaður Konfúsíusarstofnunar og Þorgerður Anna Björnsdóttir kínverskukennari Konfúsíusarstofnunar á Akureyri.

Lesa meira

Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista

Þriðjudagsmorguninn 24. september fór hópur einstaklinga sem tilheyra óformlega samstöðuhópnum „Samstaða með Palestínu - Akureyri“ á fund við bæjarstjóra Akureyrar, Ásthildi Sturludóttur.

 

Lesa meira

Frá sjómennskunni á Raufarhöfn í sjávarútvegsfræði

Háskólinn á Akureyri er kominn á fullt og aldrei hafa fleiri stúdentar verið við nám í skólanum. Það sést glögglega á göngum HA þar sem ekki er þverfótað fyrir fólki að vinna, bæði í hóp- og einstaklingsverkefnum. Staðreyndin er sú að margir stúdentar kjósa að stunda nám sitt á staðnum, mæta í kennslustundir og nýta sér aðstöðu háskólans. Þá mæta enn fleiri í lotur sem haldnar eru á staðnum reglulega yfir skólaárið.

Lesa meira

SSNE um Fljótagöng Brýn þörf á að flýta undirbúningi

Stjórn SSNE hefur skorað á stjórnvöld að bregðast umsvifalaust við þeirri stöðu sem komin er upp á Tröllaskaga vegna nýafstaðinna atburða í kjölfar mikillar úrkomu. Brýn þörf er á að flýta undirbúningi Fljótaganga og tryggja þannig öryggi vegfarenda fyrir Tröllaskaga.

Lesa meira

Þingeyjarsveit Tækifæri á að fjölga óstaðbundnum störfum

Mikil tækifæri í fjölgun óstaðbundinna starfa eru fyrir hendi í Þingeyjarsveit. Góð aðstaða er til staðar í Gíg í Mývatnssveit og nýju stjórnsýsluhúsi á Laugum. Einnig er aðstaða fyrir óstaðbundin störf á Stórutjörnum.

Lesa meira

Vel heppnað filippseyskt matar- og skemmtikvöld hjá starfsmannafélagi Útgerðarfélags Akureyringa

Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í matsal félagsins. Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa ( STÚA) efndi til filippseysks matar- og skemmtikvölds en hjá ÚA starfa nærri ‏þrjátíu manns sem rekja uppruna sinn til Filippseyja.

 

Lesa meira

Landssöfnun á birkifræi hófst í Reykhúsaskógi

Átakið Söfnum og sáum birkifræi hófst á degi íslenskrar náttúru 16. september með því að Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit stóð fyrir söfnun í Reykhúsaskógi í Eyjafjarðarsveit. Þetta var í fjórða sinn sem klúbburinn efnir til slíks viðburðar og leggur sitt af mörkum til átaksins. Fræsöfnunarfólkið gat svo gætt sér á veitingum í Hælinu í Kristnesi sem hafði sérstaklega opið að þessu tilefni.

Lesa meira