
Þriðjudagsfyrirlestur: Wolfgang Hainke
Þriðjudaginn 1. október kl. 17-17.40 heldur þýski myndlistarmaðurinn Wolfgang Hainke Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri um Flúxus-sýningarverkefnið Stranded – W(h)ale a Remake Portfolio – More Than This, Even, sem sett var upp í sölum 10 og 11 í Listasafninu síðastliðið vor. Aðgangur er ókeypis.