
Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista
Þriðjudagsmorguninn 24. september fór hópur einstaklinga sem tilheyra óformlega samstöðuhópnum „Samstaða með Palestínu - Akureyri“ á fund við bæjarstjóra Akureyrar, Ásthildi Sturludóttur.
Þriðjudagsmorguninn 24. september fór hópur einstaklinga sem tilheyra óformlega samstöðuhópnum „Samstaða með Palestínu - Akureyri“ á fund við bæjarstjóra Akureyrar, Ásthildi Sturludóttur.
Háskólinn á Akureyri er kominn á fullt og aldrei hafa fleiri stúdentar verið við nám í skólanum. Það sést glögglega á göngum HA þar sem ekki er þverfótað fyrir fólki að vinna, bæði í hóp- og einstaklingsverkefnum. Staðreyndin er sú að margir stúdentar kjósa að stunda nám sitt á staðnum, mæta í kennslustundir og nýta sér aðstöðu háskólans. Þá mæta enn fleiri í lotur sem haldnar eru á staðnum reglulega yfir skólaárið.
Stjórn SSNE hefur skorað á stjórnvöld að bregðast umsvifalaust við þeirri stöðu sem komin er upp á Tröllaskaga vegna nýafstaðinna atburða í kjölfar mikillar úrkomu. Brýn þörf er á að flýta undirbúningi Fljótaganga og tryggja þannig öryggi vegfarenda fyrir Tröllaskaga.
Mikil tækifæri í fjölgun óstaðbundinna starfa eru fyrir hendi í Þingeyjarsveit. Góð aðstaða er til staðar í Gíg í Mývatnssveit og nýju stjórnsýsluhúsi á Laugum. Einnig er aðstaða fyrir óstaðbundin störf á Stórutjörnum.
Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í matsal félagsins. Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa ( STÚA) efndi til filippseysks matar- og skemmtikvölds en hjá ÚA starfa nærri þrjátíu manns sem rekja uppruna sinn til Filippseyja.
Átakið Söfnum og sáum birkifræi hófst á degi íslenskrar náttúru 16. september með því að Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit stóð fyrir söfnun í Reykhúsaskógi í Eyjafjarðarsveit. Þetta var í fjórða sinn sem klúbburinn efnir til slíks viðburðar og leggur sitt af mörkum til átaksins. Fræsöfnunarfólkið gat svo gætt sér á veitingum í Hælinu í Kristnesi sem hafði sérstaklega opið að þessu tilefni.
Þriðjudaginn 24. september kl. 17-17.40 heldur þýski myndlistarmaðurinn og verkefnastjórinn Michael Merkel fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins undir yfirskriftinni Nobody Has the Intention to Green a Wall. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og aðgangur er ókeypis.
Eitt sinn gekk ég fram á leiði ókunnugs manns. Á steininum hans stóð „menn eiga að hafa vit á því að vera í góðu skapi.” Mér fannst þetta svo gott að ég lagði það á minnið og rifja það gjarnan upp með sjálfri mér þegar ég er ljót í hugsun, sjálfhverf og leiðinleg. Það gerist því miður of oft. Ef auðmýkt er fyrir hendi er hægt að rækta með sér gleði og háttprýði og verða skárri manneskja í dag en í gær. Það er ef til vill ágætis áskorun til okkar allra nú um stundir.
Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA skrifaði á Facebook vegg sinn vangaveltur sínar í lok gærdagsins. Vefurinn fékk leyfi Sævars til þess að birta skrif hans.
Völsungur spilar í Lengjudeildinni næsta sumar
„Þetta hefur verið virkilega gaman og gefandi. Ég hef kynnst fullt af fólki í þessum ferðum og það er bara skemmtilegt,“ segir Ólöf Rut Ómarsdóttir sem náði þeim áfanga um liðna helgi að fara ferð númer 100 á Fálkafell. „Ég er mjög ánægð með að hafa náð markmiði mínu, það er talsvert langt síðan ég hef sett mér markmið af þessu tagi og náð því þannig að þetta er mikil hamingja.“
„Það er magnað að sjá hversu vel fólk hefur tekið í þetta. Við erum hæstánægðar,“ segir Heiðrún Jóhannsdóttir sem ásamt Halldóru Magnúsdóttur stendur fyrir skemmtilegu hvatningarátaki; 100 ferðir á Fálkafell. Sjálf hefur hún farið tæplega 80 ferðir á árinu, en nokkrir hafa náð því að fara 100 ferðir eða fleiri.
„Ég er sátt við sumarið, ferðafólki hefur fjölgað jafnt og þétt hin síðari ár. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið aukning á milli ára þó tölur liggi ekki fyrir,” segir Halla Ingólfsdóttir eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Trip í Grímsey. Veður hafi þó ekki endilega alltaf sýnt sínar bestu hliðar en það sama megi segja um aðrar staði á landinu.
Þórhildur Þórhallsdóttir sem búsett er á Akureyri hefur verið kokkur á skipum Samherja í nærri þrjú ár, síðustu tvö árin á Kaldbak EA 1. Þórhildur hafði ásamt tveimur konum rekið veitingahúsið Kaffi Ilm á Akureyri í tíu ár. Þær ákváðu að selja þetta vinsæla veitingahús og þar með stóð Þórhildur á krossgötum varðandi atvinnu.
Það virðist gilda það sama um varnaðarorð og góða vísu. Verður aldrei of oft kveðin.
Glæpahringir sem herja á fólk til að komast inn í heimabanka verða sífellt tæknilegri og aðferðir þeirra trúverðuglegri.
Borið hefur á að svikarar hringi í fólk og hafi af þeim fé með ýmiss konar blekkingum. Það nýjasta er að hringt er úr, að því virðist, íslenskum númerum en svikararnir eru þó enskumælandi. Tilboð þeirra eru oft of góð til að vera sönn, og þá er það oft málið, þetta eru svik.
Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur tekið þá ákvörðun að loka almenningsbókasafni en jafnframt að efla skólabókasafnið í sveitarfélaginu.
„Þetta er verkefni sem verður að vinna og við erum afskaplega ánægð með að fá þessa vönduðu fagmenn til verksins,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Menn frá Lettlandi með skógarhöggsvélar sérhannaðar til grisjunar hafa verið að störfum í reitum félagsins undanfarið. Þeir verða um það bil einn mánuð við störf nú í haust og vonast eftir að þeir taki upp þráðinn á næsta ári enda ærið verkefni fyrirliggjandi.
Eyþór Ingi Jónsson flytur verk eftir Johann Sebastian Bach, Petr Eben, Joseph Haydn, Hauk Guðlaugsson, Hildi Guðnadóttur, Ghislaine Reece-Trapp, Robert Schumann, Smára Ólason og Johann Ulrich Steigleder. Eyþór er að hefja tónleikaverkefni fyrir næstu misserin sem hann kallar Litróf orgelsins, en hann mun leggja metnað í að sýna fjölbreytileika hljóðfærisins með því að spila afar fjölbreytta orgeltónlist og umritanir á öðrum verkum fyrir orgel
Íslenska sjávarútvegssýningin 2024, Ice Fish 2024, var formlega sett í gær en fjörutíu ár er liðin frá því sýningin var fyrst haldin hér á landi. Að þessu sinni mæta sýnendur frá rúmlega tuttugu þjóðlöndum til að kynna allt það nýjasta og besta í alþjóðlegum sjávarútvegi.
Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar.
„Það er augljóst eins og málið horfir við okkur að þetta verður skaði fyrir landsbyggðina, sérstaklega minni staði þar sem skipin skipta miklu máli fyrir samfélagið,“ segir Jóhanna Tryggvadóttir verkefna- og markaðsstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Um næstu áramót verður tollfrelsi sem m.a. leiðangursskip hafa notið hér við land afnumið o
Fyrirtækið Halldór Jónsson í Reykjavík færði námsbraut í hársnyrtiiðn Verkmenntaskólans á Akureyri veglega gjöf á dögunum, Climazone hitatæki, sem nýtast mun vel í kennslunni. Gjöfin er gefin í tilefni af 40 ára afmæli skólans.
Það er alltaf mikið líf sem fylgir nýju skólaári, sama á hvaða skólastigi það er. Þar er Háskólinn á Akureyri engin undantekning. Gangarnir eru iðandi af stúdentum, starfsfólki og ýmislegt nýtt sem lítur dagsins ljós í góðu samstarfi eininga og annarra stofnana.
Aðalfundur Framsýnar stéttarfélags samþykkti að færa Styrktarfélagi HSN í Þingeyjarsýslum að gjöf kr. 15.000.000,- til kaupa á tækjum og búnaði til að efla starfsemina enn frekar