Hátíðarhöldin 1. maí á Húsavík
Stéttarfélögin standa fyrir hátíðarhöldum 1. maí á Fosshótel Húsavík. Hátíðin hefst kl. 14:00. Boðið verður upp á veglegt kaffihlaðborð, hátíðarræður, auk þess sem heimamenn í bland við góða gesti munu sjá um að skemmta gestum með hreint út sagt mögnuðum tónlistaratriðum.
Dagskrá:
Ruth Ragnarsdóttir syngur Maístjörnuna við undirleik Ísaks M. Aðalsteinssonar
Ávarp: Guðmunda Steina Jósefsdóttir stjórnarkona í Öldunni stéttarfélagi
Tónlistaratriði: Ágúst Þór Brynjarsson syngur og leikur nokkur lög
Hátíðarræða: Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar
Tónlistaratriði: Heiðdís Hanna Sigurðardóttir söngkona syngur nokkur lög við undirleik
Tónlistaratriði: Friðrik Aðalgeir Guðmundsson og Sóley Eva Magnúsdóttir spila og syngja
Tónlistaratriði: Páll Rósinkranz og Grétar Örvarsson flytja eftirlætislög Íslendinga.
Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á kaffihlaðborð í boði stéttarfélaganna. Þingeyingar og landsmenn allir, tökum þátt í hátíðarhöldunum og drögum fána að hún á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí 2025.
Í tilefni af kvennaárinu 2025 hvetjum við konur til að klæðast íslenska þjóðbúningnum en hátíðarhöldin í ár eru tileinkuð þeim baráttukonum sem mörkuðu sporin.