Vilja klára byggingu Standgötu 1

Myndin sýnir eina af hugmyndum þeim sem á lofti voru á þeim tima sem húsið var reist  Mynd aðsend
Myndin sýnir eina af hugmyndum þeim sem á lofti voru á þeim tima sem húsið var reist Mynd aðsend

Á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar á dögunum var lagt fram erindi Kristjáns Þórs Júlíussonar fyrir hönd eigenda Strandgötu 1 ehf dagsett 31. mars 2025 vegna áforma eigenda um stækkun núverandi húss að Strandgötu 1.

Í bókun skipulagsráðs um málið  segir.:

,,Byggja áformin á upphaflegum hugmyndum arkitekta hússins og fela í sér stækkun til austurs sem og til norðurs auk þess sem fyrirhugað er að lyfta risi hússins.

Er óskað eftir samstarfi við Akureyrarbæ um fyrirhugaðar framkvæmdir og lagt til að samhliða verði farið í endurhönnun á Ráðhústorgi til að heildarsvipur svæðisins verði samræmdur.”

Skipulagsráð tók jákvætt í erindið og samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við eigendur húsins um framhaldið.

Hyllir undir að Strandgata 1 fái endanlegt útlit og torgið yfirhalningu?  Mynd gn

Nýjast