Fréttir

Gjaldfrjáls leikskóli dregur úr álagi og bætir líðan barna

Gjaldfrjáls leikskóli hefur reynst áhrifarík leið til að draga úr álagi í leikskólum, á skólastjórnendur og starfsfólk og hefur jákvæð áhrif á börnin.

Lesa meira

Grenivík-Vel gert hjá Óla Gunnari

Heimilismenn á Grenilundi hafa að undanförnu tekið þátt í hjólakeppninni Pedal On Road Worlds For Seniors. Keppnin stóð yfir frá 7. október til 1. nóvember.

Lesa meira

Jólaljós og lopasokkar í Hofi

Jólatónleikarnir Jólaljós og lopasokkar verður haldnir í Menningarhúsinu Hofi 1. desember næstkomandi og hefjast kl. 17. Þetta er fjölskylduvænir tónleikar, norðlensk framleiðsla og miðaverði stillt í hóf. Alls koma fram fjórir söngvarar, kór, hljómsveit og dansarar.

Lesa meira

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera fyrirferðarmikil í umræðu um stöðu sveitanna. Enda var málefnið eitt helsta umræðuefni á haustfundum Bændasamtaka Íslands. Uppkaup og jarðasöfnun fjárfesta og samkeppnisstöðu landbúnaðar. Um stöðu ungra bænda og eldri bænda sem væru að afhenda bú sín til yngri kynslóða.

Lesa meira

Orkumál

Alþingiskosningar ber brátt að garði. Þar skipar undirrituð 2. sætið á lista VG í norðausturkjördæmi. Ég bý á Björgum í Kinn í Þingeyjarsýslu þar sem systir mín og ég tókum við búi 2017 af foreldrum okkar. Þar er mjólkurframleiðsla, umfangsmikil jarðrækt, kornrækt og örfáar kindur.
Meðal starfa minna í félagsmálum má nefna formennsku í Samtökum ungra bænda og þá hef ég setið í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar frá árinu 2018 og er nú formaður byggðarráðs

Lesa meira

Þakklæti er varla nægilega sterkt lýsingarorð

„Ég þurfti að gera hlé á máli mínu því tárin bara runnu niður kinnarnar,“ segir Marta Kristín Rósudóttir verkefnastjóri hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Dekurdagar afhentu félaginu alls 6, 7 milljónir króna og hefur upphæðin aldrei verið hærri en nú. Frá árinu 2012 hafa Dekurdagar safnað 37.850.000 kr. fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar

Lesa meira

Fjórtándi jólasveinninn hjá Freyvangsleikhúsinu

Fjórtándi jólasveinninn er frumsamið jólaverk eftir Ásgeir Ólafsson Lie sem segir sögu af hinum hefðbundnu jólasveinunum 13 sem og Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Nema í þessu leikverki eru jólasveinarnir ekki bara þrettán heldur er þarna sá fjórtándi sem enginn átti von á. Leikritið verður frumsýnt hjá Freyvangsleikhúsinu á laugardag, 23. nóvember og verður sýnt á aðventunni.

Lesa meira

Dásamlegt og gefandi að starfa í kvenfélagi

„Það er dásamlegt að starfa í kvenfélagi. Þetta er yndislegur félagsskapur,  gefandi á allan hátt. Við skemmtum okkur vel, látum gott af okkur leiða en vinnum okkar verk yfirleitt í hljóði og erum ekki að auglýsa það sérstaklega þó við gerum góðverk,“ segir Auður Thorberg formaður Kvenfélagsins Hjálparinnar í Eyjafjarðarsveit.

Lesa meira

Mikil ásókn í íbúðir á vegum Bjargs á Húsavík

Óhætt er að segja að mikill áhugi sé á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag er að byggja á Húsavík í samstarfi við Norðurþing, en þetta kemur fram á heimasíðu Framsýnar í dag.  

Lesa meira

Litlu jólin á sjó!

Áralöng hefð er fyrir því að áhafnir fiskiskipa Samherja haldi litlu jól í aðdraganda jólanna.   Kokkarnir töfra þá fram hverja kræsinguna af annarri. Litlu jól áhafna Kaldbaks og Snæfells voru haldin hátíðleg á dögunum.

Lesa meira

Boðað verkfall lækna mun hafa áhrif á þjónustu SAk.

Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt verkfallsboðun og hafi ekki samist skellur boðað verkfall lækna á eftir nokkra daga eða um miðnætti aðfaranótt mánudagsins 25. nóvember n.k.

Lesa meira

Hvítasunnukirkjan styrkir Hollvinasamtök

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri fengu afhentan rausnarlegan peningastyrk frá Hvítasunnusöfnuðinum, alls 800 þúsund krónur nýverið.

Lesa meira

Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar?

  Einhver myndi segja að sá bóndi er seldi frá sér allar bestu mjólkurkýrnar væri vitlaus maður. Utan ef tilgangurinn væri að pakka saman, hætta rekstri og selja hæstbjóðanda.

Lesa meira

Norðurorka lækkar samfélagsstyrki á næsta ári

Stjórn Norðurorku hefur samþykkt að lækka styrki en fyrirtækið hefur undanfarin ár veitt styrki til margvíslegra verkefna og málefna.

Lesa meira

Norðurþing Rauði krossinn hættir fatasöfnun

Heimasíða Norðurþings segir frá þvi að Rauði Krossinn í Þingeyjarsýslum hættir allri fatasöfnun þann 26. nóvember 2024.  Eftir sem áður geta íbúar í Norðurþingi losað sig við textíl (fatnaður, lök og handklæði, skór, dúkar og gardínur, tuskur og viskastykki) í grenndargáma fyrir textíl sem eru staðsettir á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.

Lesa meira

Stefna flokksins í utanríkismálum

Grunnstef Lýðræðisflokksins er gott samstarf við Nato sem er varnarbandalag og hefur verið hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands

Lesa meira

FVSA kannar áhuga stéttarfélaga á Norðurlandi til sameiningar

„Þetta er hugmynd sem vert er að skoða og fróðlegt að sjá hver viðbrögð félaganna verða,“ segir Eiður Stefánsson, formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni (FVSA). Nýlega sendi hann erindi til tíu stéttarfélaga á Norðurlandi til að kanna vilja þeirra til samtals um útfærslu á öflugu deildarskiptu stéttarfélagi á svæðinu.

Lesa meira

Reynsla mín af smíðakennslu á Akureyri. Aldarfjórðungur í baksýn.

Í Menntastefnu Akureyrarbæjar segir: „Verkviti er gert hátt undir höfði til þess að börn nái í síauknum mæli að tengja saman hug og hönd í skapandi umhverfi. Akureyrarbær hefur ríkan metnað til þess að í hverjum skóla starfi hæft og öflugt fólk og að eftirsóknarvert sé að starfa þar. Stuðningur skólayfirvalda við starfsþróun leikur þar stórt hlutverk“. Skipulag skóla gerir ráð fyrir samvinnu starfsfólks, sveigjanleika í skipulagi, teymiskennslu og samþættingu námsgreina“ (Menntastefna Akureyrarbæjar, 2020-2025).

Lesa meira

Örugg skref um allt land.

Heilbrigðiskerfið okkar er hjartað í því velferðarsamfélagi sem tekist hefur að byggja upp á Íslandi. Á yfir 40 fundum sem Samfylkingin bauð til um allt land til að ræða heilbrigðis- og öldrunarmál var ljóst að sinnuleysi og fyrirhyggjuskortur undanfarinna ríkisstjórna er að hola innan öryggistilfinningu fólks. Ekki síst í okkar kjördæmi þar sem vegalengdir eru langar, veður viðsjál og langt til Reykjavíkur. Að heilsugæslan neyðist til að reiða sig á íhlaupalækna til að bjarga vandanum tímabundið stoðar lítt. Það byggir ekki upp það traust og samfellu sem þarf til að fólk njóti þess margháttaða ávinnings sem rannsóknir hafa sýnt að fylgi því að hafa fastan heimilislækni. Enda settum við það sem okkar fyrsta heit í nýju framkvæmdaplani heilbrigðismála til tveggja kjörtímabila.

Við erum tilbúin.

 

Lesa meira

Búsetutengd mismunun í heilbrigðisþjónustu, í boði einkavæðingar og heilbrigðisráðherra Framsóknar.

Búsetutengdur munur á notkun þjónustu sérgreinalækna er mjög mikill. Íbúar dreifbýlis nota þjónustuna mun minna en höfuðborgarbúar og íbúar Vestfjarða og Austfjarða minnst allra, nefnilega þrisvar sinnum minna en höfuðborgarbúar. Lýðheilsuvísar benda ekki til þess að íbúar í dreifbýli séu heilsubetri en höfuðborgarbúar. Nærtæk skýring á þessum mun er að kaupandi þjónustunnar, ríkið, lætur sig engu varða hvar þjónustan er veitt og hún hefur nær öll byggst upp í Reykjavík. Í versta falli er afleiðingin sú að þau sem búa næst þjónustunni nýta hana umfram þörf og hin sem fjær búa minna en æskilegt væri. Hvoru tveggja er hættulegt og brýnt að rýna lög og hvort þeim er fylgt.

Lesa meira

Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum

Anna  Júlíusdóttir formaður  Einingar Iðju skrifar bréf til bæjarstjórnar Akureyrar í dag sem birt  er að heimasíðu  félagsins, það lætur hún  í ljós mikla óánægju  með boðaðar hækkanir  hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum bæjarins og er óhætt að segja að  Önnu sé misboðið.

„Við erum tilbúin til uppbyggilegs samtals,“ sögðum við í júlí þegar bæjaryfirvöld á Akureyri boðuðu breytingar á gjaldskrám. Við fögnuðum loforðum um samráð, um víðtækt samtal við hagsmunaaðila og um reglulegt endurmatsferli þar sem allir kæmu að borðinu. Nú aðeins fjórum mánuðum síðar stendur eftir sársaukafullt svik á trausti launafólks. Í stað samtals og samráðs virðast vera að raungerast víðtækar gjaldskrárhækkanir sem eru hrein árás á kaupmátt launafólks.

Lesa meira

Vegamálin liggja þungt á Grímseyingum

Vegamál liggja þungt á heimamönnum í Grímsey. Bundið slitlag var sett á götur þar árið 1994 og aftur árið 2014, en þá var verkið ekki klárað almennilega, „því það mátti bara setja á ákveðið marga kílómetra,“ eins og það er orðað í bókun hverfisnefndar.

Lesa meira

Gripmælar, róbótar og ratleikur á Opnum degi Um 300 framhaldsskólanemendur lögðu leið sína í Háskólann á Akureyri

Stuðið var gífurlegt á dögunum þegar um 300 framhaldsskólanemendur heimsóttu Háskólann á Akureyri á Opnum degi. Skólinn hefur gert þetta í mörg ár í góðu samstarfi við náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskólum á norðaustursvæðinu.

Lesa meira

Óska eftir frambjóðendum sem eru tilbúnir í alvöru breytingar!

Ég óska eftir breytingum svo að ég og allir aðrir menntaðir Heilsunuddarar viti hvað við eigum að kjósa í komandi alþingiskosningum. 

Lesa meira

Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum

Af þeim 27 fjölmiðlum sem hlutu rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla 2024 voru 13 staðbundnir fjölmiðlar og af þeim 10 staðsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Hver og einn af þessum staðbundnu miðlum þjónar gríðarlega mikilvægu hlutverki í sinni heimabyggð og styrkveitingin því sannarlega fagnaðarefni. 

Lesa meira

AtNorth stækkar gagnaver sitt á Akureyri Glatvarmi nýttur til matvælaframleiðslu

Fyrirtækið atNorth vinnur að stækkun gagnavers síns á Akureyri. Einnig hefur félagið kynnt nýtt samstarf um endurheimt og nýtingu varma. Stækkun tveggja gagnavera atnorth, á Akureyri og í Reykjanesbæ er þegar hafin.

Lesa meira

easyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust.

Lesa meira