Ólöf María Beck Þorvaldsdóttir    Mynd  Krabbameinsféalgið
							 
				
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á marga velunnara og það er auðvitað frábært og mjög þakkarvert. Á Facebooksíðu félagsins er sagt frá höfðinlegri gjöf sem félaginu barst á dögunum.  
 
,,Ólöf María Beck Þorvaldsdóttir kom til okkar á dögunum og færði félaginu 150 þúsund krónur í styrk. Ólöf var að útskrifast og afþakkaði gjafir en óskaði eftir peningum sem hún gæti styrkt félagið með, en málefnið stendur henni nærri.
 
 
Við þökkum Ólöfu kærlega fyrir."