Húsavík: Eggvopnum beitt

Húsavík
Húsavík

Kl. 02:51 í nótt barst tilkynning til lögreglunnar um heimilisofbeldi í heimahúsi á Húsavík og að hnífi hafi verið beitt. Þegar lögregla og sjúkralið komu á vettvang kom í ljós að þar voru tveir aðilar með áverka.

Annar aðilinn er með talsverða áverka en ekki lífshættulega og líklega eftir eggvopn. Var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík til aðhlynningar.   Áverkar hins aðilans eru minni háttar.

Málið er á frumstigi og unnið að rannsókn.

Frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu.

Lögreglan segir frá á Facebook

Nýjast