
KOSNINGARÉTTUR
Við vanmetum oft það sem þykir sjálfsagt!
Árið 1843 rak kosningaréttur fyrst á fjörur okkar Íslendinga með tilskipun Kristjáns VIII, en eingöngu til karlmanna eldri en 25 ára sem áttu jörð. Það var um 2% íslensku þjóðarinnar.
Árið 1857 var ekki lengur þörf á að eiga jörð, nægjanlegt að búa á eigin heimili og borga skatta. Konur virtust ekki vera landsmenn á þessum tíma.