MOTTUMARSDAGURINN er í dag
Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er lögð áhersla á tengingu lífsstíls og krabbameina.
Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er lögð áhersla á tengingu lífsstíls og krabbameina.
„Við erum mjög spenntar og hlökkum mikið til að opna dyrnar fyrir gestum og gangandi,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra sem standa að nytjamarkaði Norðurhjálpar. Markaðurinn verður opnaður á morgun á nýjum stað, Óseyri 18 og segir hún að starfsemi markaðarins rúmist þar ágætlega þó húsnæðið sé aðeins minna en áður var til umráða. Norðurhjálp opnar á morgun, föstudaginn 21. mars kl. 13.
Það er kominn tími til að hugsa upp á nýtt hvernig við stuðlum að nýsköpun og nýliðun á landsbyggðinni. Hugmyndin um „Nýjar rætur“ er liður í þessu. Með þessari hugmynd er komið til móts við ungt fólk sem vill hefja matvælaframleiðslu, fóðurframleiðslu eða skógrækt.
SAk kemur vel út í stórri starfsumhverfiskönnun, um er að ræða er viðamikila starfsumhverfiskönnun sem hefur það að markmiði að styrkja starfsumhverfi í opinberri þjónustu.
Smíðin á vinnslubúnaðinum hefur gengið vel og við stefnum á að skipið verði klárt fyrir páska segir Magnús Blöndal, sviðsstjóri DNG Vinnslubúnaðar hjá Slippnum Akureyri. „Starfsfólk Hraðfrystihússins hafa lagt fram mikið af gagnlegum ábendingum í hönnunarferlinu sem skipta sköpum fyrir lokaútfærsluna."
Nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri stóðu sig frábærlega á Íslandsmóti í iðn- og verkgreinum sem haldið var í Laugardagshöll um liðna helgi. Alls tóku átta nemendur þátt í Íslandsmótinu. Tveir Íslandsmeistaratitlar voru í húsi eftir mótið, annars vegar í rafvirkjun og hins vegar í rafeindavirkjun.
Japanska listakonan Sawako Minami hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri undanfarnar vikur og laugardaginn 22. mars kl. 14-17 verður vinnustofan opin gestum og gangandi.
Átaksverkefni um tiltekt á iðnaðar- og athafnalóðum sem og tiltekt á munum í bæjarlandinu í kringum athafnasvæðin verður hleypt af stokkunum á vordögum. Skipulagssvið Akureyrarbæjar og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra standa að átakinu.
Platan Kærleikur & Kvíði eftir tónlistarmanninn Spacement kom út þann 28. febrúar. Platan inniheldur 10 lög og eru þau öll einstök á sinn hátt, frá rafmögnuðu rokki yfir í hip hop yfir í rólegan fuglasöng,
Endurbætur og viðhald á göngugötunni í Hafnarstræti á Akureyri hafa verið til umræðu undanfarið eftir að skýrsla um að verulega slæmt ástand götunnar, að Ráðhústorgi meðtöldu var birt nýverið.
„Við hlökkum gríðarlega mikið til að koma norður, það er alltaf gott að vera Akureyri sem er yndislegur bær,“ segir Hulda Jónasdóttir viðburðarstjóri en um þar næstu helgi, laugardaginn 22. mars kl. 20.20 verða tónleikar í Menningarhúsinu Hofi sem tileinkaðir eru Gunnari Þórðarsyni. Yfirskrift þeirra er Himinn og jörð.
Þorgerðartónleikar Tónlistarskólans á Akureyri verða í Hömrum, Hofi miðvikudaginn 19. mars næstkomandi kl 20:00.
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt umsókn um stofnframlög vegna kaupa á íbúðum fyrir öryrkja á Akureyri. Gert er ráð fyrir 12% stofnframlagi Akureyrarbæjar vegna kaupa á fimm ibúðum á þessu ári.
Þingeyjarsveit hefur fest kaup á snjótroðara til að nota á skíðasvæðinu í Kröflu. Íþróttafélagið Mývetningur mun hafa umsjón með notkun tækisins, en félagið hefur unnið gríðarlega mikilvægt starf síðustu ár við að byggja upp öflugt skíðastarf á svæðinu.
Óveður sem gekk yfir dagana 5. og 6. febrúar olli miklum skemmdum og hleypur tjón á milljónum þó heildartala hafi ekki verið tekin saman. Fyrir liggur að hefja lagfæringar og einnig að grípa til aðgerða svo koma megi í veg fyrir að sambærilegt tjón verði í framtíðinni.
Þriðjudaginn 18. mars kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Brynja Baldursdóttir Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Ferð um hið innra landslag. Aðgangur er ókeypis.
Þegar Kínverjar til forna vildu óska fjendum sínum ills óskuðu þeir þess að fjendurnir lifðu áhugaverða tíma. Sjálfur hef ég aldrei skilið þetta, því ég hef alltaf óskað þess að fá að lifa áhugaverða tíma. Áhugaverðum tímum fylgja langar nætur, mikil spenna og erfiðar áskoranir. Aðeins með því að mæta slíku geta menn kynnst sjálfum sér og öðlast styrk og þroska.
Framkvæmdum er lokið við 350 metra langan varnargarð sem nær frá frystihúsi ÚA og suður að Tangabryggju
„Það er ótrúlega auðgandi og fjölbreytt upplifun að stunda nám í Heimskautarétti við Háskólann á Akureyri. Ég hef haft tækifæri til að rannsaka flókin mál tengd umhverfisrétti, stefnumótun og stjórnsýslu í samhengi við heimskautasvæðin,“ segir Anna Christin Lauenburger, stúdent í Heimskautarétti við Lagadeild skólans.
Hvaða tilfinningu viljum við hafa fyrir bænum okkar? Hverju erum við tilbúinn að fórna í þjónustu við allt um lykjandi stefnu nútímans um þéttingu byggðar? Er ásættanlegt að jafnvel gjörbreyta ásýnd einstakra hverfa svo koma megi þar fyrir fleiri íbúðum? Og hvað um herfræðina gegn einkabílnum sem byggir á þeirri fyrir fram gefnu forsendu að mikilvægi hans í daglegu lífi borgarans fari senn mjög þverrandi?
„Þetta er góður áfangi og við horfum björtum augum til framtíðar. Með opnun miðstöðvarinnar opnast enn betri tækifæri en áður til að veita félagsfólki á Norðurlandi öflugri þjónustu en áður,“ segir Breki Arnarsson ráðgjafi hjá NPA miðstöðinni á Akureyri, en hún var opnuð í liðinni viku.
Sögunefnd Íþróttafélagsins Völsungs ritar sögu félagsins
Flutningaskipið FWN Performer kom um miðjan febrúar með hóteleiningar til uppbyggingar á Hótel Akureyrar við Hafnarstræti. Þeim var skipað upp á Tangabryggju og fluttar á byggingrastað.
Bergfesta byggingarfélag lagði fram hugmynd á heimasíðu fyrirtækisins sem vakið hefur athygli og segja sumir að þarna sé komin lausn á málum heilsugæslustöðvar sem fyrirhugað sé að byggja á Brekkunni.
,,Það er ótrúlega gaman að fylgjast með framkvæmdunum og óhætt að segja að hér sé draumur minn að rætast” sagði Aðalsteinn Baldursson kampakátur formaður Framsýnar á Húsavík þegar Vikublaðið heyrði í honum laust eftir hádegi í dag.
Í dag á 80 ára afmælisdegi Útgerðarfélags Akureyringa er ekki úr vegi að ,,stelast” til þess að sýna myndir frá smíði líkans af Harðbak EA 3 .
Uppbygging hjúkrunarheimila hefur verið eitt brýnasta verkefnið í íslensku velferðarkerfi undanfarin ár. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar vex þörfin fyrir hjúkrunarrými hratt, en framkvæmdin hefur því miður reynst hæg. Framkvæmdaáætlun til ársins 2028 var lögð fram af fyrri ríkisstjórn með það að markmiði að bæta úr skorti á hjúkrunarrýmum, strax á þessu ári. Nú þegar ný ríkisstjórn hefur tekið við vaknar spurningin hvort þau muni fylgja þeirri stefnu og tryggja framgang verkefnisins eða gera breytingar á fyrirkomulaginu.