Rekstrarhagnaður samstæðu Norðurorku var 782 milljónir króna eftir skatta
„Á árinu 2024 var, líkt og síðustu ár þar á undan, mikið lagt í jarðhitaleit og rannsóknir með það að markmiði að mæta aukinni og hratt vaxandi þörf fyrir heitt vatn á starfssvæði Norðurorku. Á undanförnum árum hefur Norðurorka aukið umtalsvert við fjármagn til rannsókna, þróunar og nýsköpunar og er ekki vanþörf á. Rannsóknarholur voru boraðar á Ytri Haga á árinu og lokið við að staðsetja vinnsluholu. Boranir munu hefjast þar sumarið 2025 og stefnt að því að ný hola verði tekin í notkun 2026,“ sagði Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku í ávarpi sínu á ársfundinum.