
Fjölmenn afmælis og sjómannahátíð
Það var fjölmenni sem mætti á matsal ÚA í gær þegar þess var minnst að 50 ár voru liðin frá því að Kaldbakur EA 301 sigldi til heimahafnar nýsmíðaður frá Spáni. Við þetta tilefni voru afhjúpuð líkön af Kaldbak/Harðbak og einnig Sólbak sem var fyrsti skuttogari ÚA. Það eru fyrrum sjómenn ÚA undir forgöngu Sigfúsar Ólafs Helgassonar sem voru hvatamenn að þessum smíðum.