
Slökkvilið Akureyrar kallað út 4.171 sinni árið 2024
Varðliðið sinnti 3.066 sjúkraflutningum á landi árið 2024, en af þeim voru 29% útkalla í forgangi F1 og F2. Farið var í 282 flutninga út fyrir starfssvæði liðsins, og er það aukning um 38% frá árinu 2023. Fækkun var á erlendum ferðamönnum milli ára um 14%.