Listasafnið á Akureyri: Mysingur 10

Á morgun, laugardaginn 19. júlí, kl. 15 verður Mysingur 10 haldinn á útisvæði Listasafnins á Akureyr…
Á morgun, laugardaginn 19. júlí, kl. 15 verður Mysingur 10 haldinn á útisvæði Listasafnins á Akureyri

Á morgun, laugardaginn 19. júlí, kl. 15 verður Mysingur 10 haldinn á útisvæði Listasafnins á Akureyri. Tónleikarnir fara fram á lokadegi Listasumars 2025 og fram koma Bjarni Daníel og Drengurinn fengurinn. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa veitingar frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikarnir eru hluti af Listasumri 2025 og unnir í samstarf Listasafnsins á Akureyri og Akureyrarbæjar.

Bjarni Daníel hefur tilheyrt fjölda hljómsveita úr grasrót Reykjavíkursenunnar undanfarin ár og má þarf nefna Skoffín, Bagdad Brothers og Supersport! En allar eiga sveitirnar það sameiginlegt að hverfast um listasamlagið Post-dreifingu.

Drengurinn fengurinn er þekktur um allt land fyrir tónlistarsköpun og heilbrigt útlit, en að þessu sinni mun hann koma einn fram með rokkgítar og trommuheila. Nýjasta lag hans, Hugsa minna (gera meira), er nýkomið út í samstarfi við leynigestinn Ginger.

 

Nýjast