Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð byggingaáform í húsnæði við Glerárgötu 28 á Akureyri þar sem sótt er um að setja upp líkamsræktarstöð. Meðeigendur í húsinu eru samþykkir framkvæmdum og er því ekki talin þörf á grenndarkynningu. Á myndinni má sjá væntanlegt útlit hússins frá Glerárgötu.