GeoSilica hefur framleiðslu á Þeistareykjum
GeoSilica færir út kvíarnar og hefur starfsemi í nýju húsi á fjölnýtingarlóð Landsvirkjunar á Þeistareykjum komandi haust. Fyrirtækið hefur samið við Landsvirkjun um leigu á húsinu, afhendingu auðlindastrauma á Þeistareykjum og samstarf til næstu áraSamstarfið markar upphaf fjölnýtingar á Þeistareykjum til framtíðar.