YST er listamaður Norðurþings 2025
Ingunn er fædd árið 1951 á Egilsstöðum og ein af fyrstu íbúum bæjarins. Hún lærði sálfræði á Íslandi og í Gautaborg í Svíþjóð, með sérhæfingu í barna- og fjölskylduráðgjöf. Hún starfaði á því sviði í áratug, fyrst hjá Dagvist barna í Reykjavík, þar sem hún sinnti yfir 30 leikskólum, og síðar sem fyrsti heilsugæslusálfræðingur landsins í Norður-Þingeyjarsýslu.