Fréttir

Ofbeldi á aldrei rétt á sér.

Ofbeldi hefur aukist á Íslandi. Um er að ræða allar tegundir ofbeldis, heimilisofbeldi, kynferðis ofbeldi, andlegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Ofbeldi á sér ótal myndir og ekki alltaf sem þolendur átta sig á því að þeir búa við ofbeldi.

 Ofbeldi meðal þeirra sem neyta áfengis og eða vímuefna hefur harðnað og þeir sem eiga við vímuefnafíkn að etja verða frekar þolendur ofbeldis. sem og gerendur. Það er vissulega áhyggjuefni að þegar einstaklingar hafa lokið vímuefnameðferð eiga þeir eftir að vinna úr ofbeldinu, hvort sem þeir eru þolendur eða gerendur.

Lesa meira

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Gaukshreiðrið

„Æfingar hafa gengið mjög vel og nú hlökkum við mikið til að sýna afraksturinn,“ segir Jóhanna Ingólfsdóttir formaður Freyvangsleikhússins. Frumsýning verður hjá leikhúsinu, föstudagskvöldið 16. febrúar n.k á leikverkinu Gaukhreiðrið eftir samnefndri bók Ken Kensey og leikgerð Dale Wasserman í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson.

 

Lesa meira

Óskað eftir kauptilboði í byggingarrétt hótels á Jaðarsvelli

Í dag er auglýst eftir tilboðum í byggingarrétt á hóteli sem áætlað er að rísi á Jaðarsvelli það er Akureyrarbær sem auglýsir lóðina.  Um er að ræða 3000 fm lóð og eins segir í auglýsingu ,,staðsetningin einstök við einn besta golfvöll landsins og útivistarsvæði bæjarins í Naustaborgum og Kjarnaskógi sem bjóða upp á spennandi möguleika árið um kring. Má segja að þetta hótel verði algjör hola í höggi.“

Tilboðum i lóðina á að skila rafrænt gegnum útboðsvef bæjarins og er skilafrestur til 13 mars n.k. klukkan 12 á hádegi.  Tilboð verða svo opnuð í Ráðhúsinu kl 14 sama dag. 

Lesa meira

Götuhornið - Formaður LEHÓ skrifar

Ég og strákarnir erum búnir að vera að lesa Götuhornið en það var reyndar lesið það fyrir mig af því að ég er dislexískur og svoleiðis en ég er samt ekkert heimskur sko.  En það eru bara einhverjir að skrifa um Akureyri og eitthvað þannig svona sveitasjitt. Þú veist - við erum líka fólk sko.  Við megum vera líka með og ég bara - þú veist - ef þetta kemur ekki í Götuhorninu þá....  Ókey - allavega þá vitum við hvar þú átt heima.

Þegar það var kosið mig af strákunum sem formaður Landssamtaka endurkomumanna á Hólmsheiði (LEHÓ) vildi ég bara gera mitt. Skila mínu til samfélagsins. Maður er ekkert bara eitthvað rusl. Við erum menn og samfélagið skuldar okkur alveg. Það vita bara ekki allir að því og ég þarf bara að koma til dyranna eins og ég er fæddur. 

 

Lesa meira

Akureyri-Hafna kröfu um ógildingu

Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulagi miðbæjar sem nær til Glerárgötu 7 liggur fyrir og er á þá leiða að kröfu kæranda um að ógilt verði ákvörðun bæjarstjórnar um breytingar á deiliskipulagi er hafnað.

Eigandi tveggja fasteigna, Glerárgötu 1 og Strandgötu 13b, Jón Oddgeir Guðmundsson kærði ákvörðun bæjarstjórnar frá því í fyrra sumar, en til stendur að reisa hótelbyggingu á lóð númer 7 við Glerárgötu, á Sjallareitnum svonefnda. Taldi hann að breyting sem gerð var á skipulaginu og fólst m.a. í því að hótelbyggingin var hækkuð raskaði verulega grenndarhagsmunum sínum og væri réttur hans fyrir borð borinn. Hús Jóns Oddgeirs stendur við lóðamörk við Glerárgötu 7. Taldi hann hæð hússins í hrópandi ósamræmi við þær byggingar sem standa sunnan við fyrirhugaða hótelbyggingu. Einnig nefndi hann í kæru sinni að ásýnd miðbæjar breyttist til muna með tilkomu háhýsis á þessum stað og að framkvæmdir gætu haft neikvæð áhrif á verð fasteigna á svæðinu.

Úrskurðarnefndin leiðir rök að því að hagsmunir kæranda hafi ekki verið fyrir borð bornir í skilningi skipulagslaga, né heldur að þeir form- eða efnisannmarkar liggi fyrir sem leiði til þess að ógilda þurfi deiliskipulagið. Úrskurðarnefndin bendir á að geti kærandi sýnt fram á tjóna vegna breytinganna gæti hann átt rétt á bótum. Það álitaefni þurfi að bera undir dómstóla

Lesa meira

Nýr skrifstofustjóri Eyjafjarðarsveitar

Bjarki Ármann Oddsson hefur verið ráðinn sem skrifstofu- og fjármálastjóri Eyjafjarðarsveitar og tekur hann við starfinu af Stefáni Árnasyni þann 1.maí næstkomandi.

Bjarki hefur mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum og stjórnsýslu sveitarfélaga þar sem hann hefur starfað í sveitarstjórnarmálum síðastliðinn áratug. Hefur hann meðal annars starfað sem íþrótta- og frístundastjóri Fjarðabyggðar, sem forstöðumaður tómstundamála og sem sviðsstjóri og forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar. Bjarki hefur í störfum sínum meðal annars séð um rekstur og starfsmannahald stofnana og málaflokka, haldið utan um stefnumótunarvinnu og fjárhagsáætlanagerð, innleitt breytingar og komið að hagræðingaraðgerðum.

Bjarki hefur menntað sig á sviði opinberrar stjórnsýslu þar sem hann náði sér í meistaragráðu í faginu frá Háskóla Íslands. Þá er Bjarki með BA í samfélags- og hagþróunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Bjarki Ármann býr í Hrafnagilshverfi og er uppalinn í sveitarfélaginu. Hann er giftur Konný Bjargey Benediktsdóttur og eiga þau fjögur börn á leik- og grunnskólaaldri.

Lesa meira

Taka upp myndavélaeftirlit með grenndargámum á Húsavík

Síðastliðið sumar voru settir upp grenndargámar við Tún á Húsavík til að einfalda íbúum að losa sig á skilvirkan hátt við gler, járn og textíl frá heimilum en sveitarfélögum er skylt samkvæmt lögum að safna þessum flokkum til að hámarka hlutfall úrgangs sem er hæfur til endurvinnslu eða endurnýtingar. Lög þess efnis tóku gildi á síðasta ári.

Í pistli sem Elvar Árni Lund sviðstjóri skipulags- og umhverfisráðs Norðurþings ritaði á vef sveitarfélagsins segir hann að vonir hafi staðið til að móttökurnar yrðu góðar enda hafi heilt yfir gengið vel á Húsavík að flokka sorp á heimilum í samanburði við mörg sveitarfélög. 

Lesa meira

,,Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF"

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum mun  björgunarþyrlan TF-LÍF verða flutt til Akureyrar innan skamms og komið fyrir á Flugsafni  Íslands þar sem þessi margfræga þyrlu mun verða til sýnis um alla tíð.   Þyrla sem er að gerðinni Aérospatiale AS-332L 1 Super Puma var pöntuð af Landhelgisgæslunni i júni 1994 og afhent hér ári seinna með mikilli viðhöfn. Óhætt er að segja að TF- LÍF undir stjórn  Landhelgisgæslunnar hafi svo sannarlega verið dýrmæt og komið að afar mörgum lífsbjargandi aðgerðum í hinum ýmsu veðrum og aðstæðum.  Láta mun nærri að tæplega 1600 manns hafi verið bjargað eða fluttir í sjúkraflugi  með TF-LÍF 

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum mun  björgunarþyrlan TF-LIF verður flutt til Akureyrar innan skamms og komið fyrir á Flugsafni  Íslands þar sem þessi margfræga þyrlu mun verða til sýnis um alla tíð.   Þyrla sem er að gerðinni Aérospatiale AS-332L 1 Super Puma var pöntuð af Landhelgisgæslunni i júni 1994 og afhent hér ári seinna með mikilli viðhöfn. Óhætt er að segja að TF- LÍF undir stjórn  Landhelgisgæslunnar hafi svo sannarlega verið dýrmæt og komið að afar mörgum lífsbjargandi aðgerðum í hinum ýmsu veðrum.  Láta mun nærri að tæplega 1600 manns hafi verið bjargað eða fluttir í sjúkraflugi  með TF-LÍF þennan aldarfjórðug sem  þyrlan ,,stóð vaktina".  Landshelgisgæslan tók TF-LÍF úr notkun árið 2020.

Steinunn María Sveinsdóttir safnsstjóri á Flugsafninu er svo sannarlega í sjöunda himni með nýja safngripinn.  

,,Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF og bæta henni við safnkost okkar. Þyrlan á sér merka sögu og þótti bylting í þyrlurekstri Landhelgisgæslunnar þegar hún kom til landsins árið 1995. Hún snertir strengi í hjörtum margra og miðað við viðbrögðin sem við höfum fengið, þá ríkir mikil ánægja með að hún verði varðveitt á Flugsafninu.

 Ekki er búið að ákveða nákvæmlega hvenær hún kemur norður en það styttist í það. Sænska fyrirtækið Ex-Change Parts AB sem keypti TF-LÍF, tók úr henni hluti sem þóttu nýtilegir og gáfu safninu þyrluna af miklum góðhug. Þeir hafa einnig gefið safninu varahluti sem nýtast til að gera hana sýningarhæfa og erum við þeim afar þakklát. Við munum vinna að því að gera hana sýningarhæfa þegar hún kemur norður og síðan finna henni varanlegan stað í safninu, en til þess þurfum við að endurraða aðeins og gerum við það í haust áður en Þristurinn kemur inn fyrir veturinn" og Steinunn María bætir við.

,, Henni verður komið fyrir nálægt "litlu systur" þyrlunni TF-SIF og flugvélinni TF-SYN, sem báðar þjónuðu Landhelgisgæslunni dyggilega um áratugaskeið. Stefna safnsins hefur verið að hópa saman flygildum sem tengjast björgunar- og sjúkraflugi en á safninu er sýning um björgunar- og sjúkraflug sem safnið hlaut styrk til úr Safnasjóði. Björgunar- og sjúkraflug skipar stóran sess í flugsögu Íslendinga og mikilvægt að gera því góð skil á Flugsafni Íslands."

,,Í góðu samstarfi við öldungaráð Landhelgisgæslunnar, Landhelgisgæsluna, sænsku kaupendurna, velunnara og styrktaraðila höfum við unnið að þessu góða verkefni síðustu mánuði. Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF og gera betur grein fyrir öllu því góða fólki og fyrirtækjum sem hafa lagt okkur lið,, segir svo í færslu á Facebooksíðu Flugsafnsins.

.  Landshelgisgæslan tók TF-LÍF úr notkun árið 2020.

Steinunn María Sveinsdóttir safnsstjóri á Flugsafninu er svo sannarlega í sjöunda himni með nýja safngripinn.  

,,Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF og bæta henni við safnkost okkar. Þyrlan á sér merka sögu og þótti bylting í þyrlurekstri Landhelgisgæslunnar þegar hún kom til landsins árið 1995. Hún snertir strengi í hjörtum margra og miðað við viðbrögðin sem við höfum fengið, þá ríkir mikil ánægja með að hún verði varðveitt á Flugsafninu.

 Ekki er búið að ákveða nákvæmlega hvenær hún kemur norður en það styttist í það. Sænska fyrirtækið Ex-Change Parts AB sem keypti TF-LÍF, tók úr henni hluti sem þóttu nýtilegir og gáfu safninu þyrluna af miklum góðhug. Þeir hafa einnig gefið safninu varahluti sem nýtast til að gera hana sýningarhæfa og erum við þeim afar þakklát. Við munum vinna að því að gera hana sýningarhæfa þegar hún kemur norður og síðan finna henni varanlegan stað í safninu, en til þess þurfum við að endurraða aðeins og gerum við það í haust áður en Þristurinn kemur inn fyrir veturinn" og Steinunn María bætir við.

,, Henni verður komið fyrir nálægt "litlu systur" þyrlunni TF-SIF og flugvélinni TF-SYN, sem báðar þjónuðu Landhelgisgæslunni dyggilega um áratugaskeið. Stefna safnsins hefur verið að hópa saman flygildum sem tengjast björgunar- og sjúkraflugi en á safninu er sýning um björgunar- og sjúkraflug sem safnið hlaut styrk til úr Safnasjóði. Björgunar- og sjúkraflug skipar stóran sess í flugsögu Íslendinga og mikilvægt að gera því góð skil á Flugsafni Íslands."

,,Í góðu samstarfi við öldungaráð Landhelgisgæslunnar, Landhelgisgæsluna, sænsku kaupendurna, velunnara og styrktaraðila höfum við unnið að þessu góða verkefni síðustu mánuði. Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF og gera betur grein fyrir öllu því góða fólki og fyrirtækjum sem hafa lagt okkur lið,, segir svo í færslu á Facebooksíðu Flugsafnsins.

 

Lesa meira

Félagar í Lionsklúbbnum Hæng gefa 80 viðareldunarofna til Úkraínu

„Þetta er mjög þarft og gott verkefni og við erum ánægðir með að geta lagt því lið,“ segir Jón Halldórsson formaður Lionsklúbbsins Hængs á Akureyri. Um 40 félagar eru í klúbbnum.

Klúbburinn hefur ákveðið að gefa 50 viðaeldunarofna til Úkraínu og þá hafa einstaka félagar tekið ákvörðun um að bæta um betur og kaupa sjálfir 30 ofna, þannig að Hængur leggur 80 viðarofna til í söfnun sem Lionsfélagar í Evrópu standa að.  Jón segir að þörfin sé mikil og vaxandi eftir nærri tveggja ára styrjöld í Úkraínu, þar sem heimamenn verjast árásum Rússa, sé staða innviða víða í landinu mjög bágborin.

Lesa meira

Húsavík - Framkvæmdir við Hraunholt ganga vel

Um þessar mundir eru í byggingu tvær orlofs- og sjúkraíbúðir á vegum Framsýnar og Þingiðnar á Húsavík. Áætlað er að þær verði klárar 1. ágúst 2024 og fari þá þegar í útleigu til félagsmanna. Fyrirspurnir eru þegar byrjaðir að berast varðandi íbúðirnar, það er hvenær þær verði klárar í útleigu en eins og fram kemur í fréttinni er áætlað að svo verði með haustinu 2024.

Lesa meira