Aðbúnaði við Dettifoss ábótavant

Ýmsu er ábótavant er varðar aðbúnað og starfsumhverfi starfsmanna við Dettifoss er tengist eftirliti…
Ýmsu er ábótavant er varðar aðbúnað og starfsumhverfi starfsmanna við Dettifoss er tengist eftirliti, þrifum og umsjón með þurrsalernisaðstöðu sem tekin var í notkun sumarið 2021 Mynd Framsýn

Ýmsu er ábótavant er varðar aðbúnað og starfsumhverfi starfsmanna við Dettifoss er tengist eftirliti, þrifum og umsjón með þurrsalernisaðstöðu sem tekin var í notkun sumarið 2021.

Við Dettifoss að vestan er salernishús með 14 þurrsalernum enda ekkert vatn til staðar fyrir snyrtingarnar. Um 400.000 ferðamenn koma á hverju ári að Dettifossi, eða um 3.000 – 4.000 manns á hverjum degi yfir háanna tíma.

Fulltrúar frá Framsýn voru á ferðinni við reglulegt vinnustaðaeftirlit á dögunum. Framsýn hefur nú krafist þess með bréfi til Náttúruverndarstofnunnar þess að gripið verði til aðgerða þegar í stað til að bæta úr ástandinu. Stofnunin hefur brugðist vel við erindinu og fundað með forsvarsmönnum auk þess að kynna úrbótaáætlun er varðar eftirlit, þrif og umsjón með þurrsalerisaðstöðunni við Dettifoss. Málinu verður fylgt eftir með það að markmiði að starfsmönnum verði tryggt viðunandi starfumhverfi er ekki síst varðar öryggis- og vinnuverndarmál.

Nýjast